Vikan


Vikan - 19.06.1958, Side 12

Vikan - 19.06.1958, Side 12
Einn ú wnóti öllnm FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er skilinn, lagstur i drykkjuskap, búinn að gefa allt upp á bátinn. Hann býr í hrörlegu hóteli, hefur ráðið sig þangað sem löggæslu- mann og fær fyrir mat og gistingu. I»angað kemur Georgia, konan hans sem var, sem nú er gift lækni að nafni Homer. Hún er í miklu uppnámi. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. f Max fer á fund samstarfsmanns Homers, og fær heldur kuldalegar móttökur. Læknirinn tekur á móti honum með byssu i hönd! Sama kvöld er Elder læknir myrtur. illa undanfarið. Samt veiðum við miklu meira með netunum, en þeir gerðu áður með færum." Spagnoletti leit af blýantinum. „En ég verð að hafa áhyggjur af því. Hvaða áhyggjur hafið þér, Thursday? Mig minn- ir að Bert hafi sagt að þér væruð frá Memorial." „Eg sagði honum það, já.“ Thursday sá um, að maðurinn sæi báðar hendur hans. „Ég ætla að vísu að tala um börn. Eitt visst barn, Tommy Mace, sem var rænt í Mission Hills í gær.“ Spagnoletti hagræddi sér i stólnum. Andlit hans virtist ögn dekkra en áður. „Við skulum fyrst tala um yður, Thursday." Leynilögreglumaðurinn heyrði í hurðai'húninum. Hann sneri höfði sínu hægt, deplaði augunum framarl í Bert og spurði: • „Hvað vill refur- inn út úr greni sínu?" Það hlakkaði skyridilega .í Spagnoletti. „Eins og ég sagði er ég ekki slyngasti niaður í heiminum. Stundum, þegar ég heyri eitthvað óheflað hugsa ég fyfst um allar framkvæmdir eh húgsa eftir á. Hvað viljið þér' mér ?“ „Þér eruð vel kunnugur í þessum bæ, Spagnoletti.“ „Hvað kemur barnsránið yður við — Tommy Macy, sögðuð þér?“ „Mace. Ekki ,,y“. Ég er einkaleynilögreglumaður." Spagnoletti leit yfir öxl Thursdays og Bert heyrðist tauta. „Ekki í þessum bæ. Ekki heldur í Los Angeles. Eftir því sem ég veit bezt.“ Spagnoletti leit aftur á gest sinn. Thursday sagði: „Ég var hérna, áður en þér komuð — fyrir stríð. Ég er kominn aftur núna.“ Rocco Spagnoletti reis á fætur. „Einmitt.“ Hann hallaði sverum búk sínum upp að skrifborðinu. Hrukkurnar þrjár á enni hans urðu dýpri. „Pörum okkur að engu óðslega. Enginn hefur — ó já!“ Rocco fór í vasa sinn og þreifaði eftir sígarettu, en tók loks eina úr skríni úr jaði, sem lá á skrifborðinu. Eftir þreytandi þögn, sneri hann tvílitu andliti sínu að aðstoðar- manni sínum. „Bert — hver var náunginn frá Frisco?“ „Stitch Oiivera,“ sagði maðurinn í leðurjakkanum. „En það er ekki hans grein. Hann er venjulegur þjófur.“ Spagnoletti blés. „Leiðinlegt. Mér þykir það leitt, Thursday. Ég get ekkert gert fyrir yður. Mér er líka vel við börn.“ „Hvers vegna datt yður í hug þessi Olivera?" Þrekni maðurinn lyfti þungum öxlum sínum. „Datt í hug að þér hefðuð áhuga á hættulegum utanbæjarmönnum. Ég hafði áhuga á því, þegar Olivera kom til San Diego í þessari viku. Ég veit ekki enn hvað hann var að gera. hingað.“ Thursday rétti úr sér og brosti við. „Þakka.“ Spagnoletti fylgdi honum til dyra. „Það rignir nokkuð mikið þessa dagana, Thursday. Ef þér fréttið hver sendi þennan strák frá Frisco, vildi ég gjarnan fá að vita það líka. Ég borga auðvitað fyrir það.“ Thursday kinkaði kolli. „Eitt atriði enn, Spagnolette. Hvar næ ég í Saint Paul?“ Dökkt andlit hans var sviplaust. „Saint Paul? Það hef ég aldrei heyrt áður, Thursday. Hvað gerir hann?“ Bert sagði: „Eini Saint Paul, sem ég kannast við er í Minnesota." Thursday hló til þess að dylja vonbrigði sína. „Ég er hræddur um að það sé ekki hann.“ Feit hendi greip um olnboga hans. Thursday sneri sér við. Munnvikin á feita manninum voru nú hærri en nokkurn tíma áður. „Thursday, mér datt allt í einu dálítið i hug — allt í einu. Mér geðjaðist að yður. Ef þér hafði ánægju af vinnu, sem er nokkuð áhættusömu — ja, þá hef ég hana handa yður. Það er alltaf pláss handa svona köldum körlum á fiskidöllunum. Það er alltaf einhver áhætta fólgin í allri vinnu. Ekki satt, Bert? „G ÓÐAN daginn, Thursday. Fáið yður sæti. Ég heiti Rocco Spagnoletti. Bróðir minn, Leo, sér yfirleitt um skólamálin, pen hann er ekki í bænum þessa viku. Hvað get ég gert fyrir yður?‘ Báðir mennirnir brostu og tókust í hendur. Thursday settist. Hann var að-hugsa um það, að Smitty hafði haft rétt fyrir sér. Hann hafði þarfnast tuttugu og fjögrra klukkutíma svéfh, og hann hefði þurft miklu meiri svefn, hefði hann átt að standa jafnfætis Rocco Spagnoletti. Þrekni: mahurinn fyllti vel út í dökk föt með hvítum rákurií, fita hans yar meir en venjuleg fita — þetta var nautsterkur maður. Hann var nauð- rakaður. Blá skeggrótin virtist skera dökkt kringluleitt andlit hans í tvennt fyrir neðan arnarnefið. Hann virtist málaður eins og sirkusfífl. En munnvikin á hinum stóra munni vissu niður. 1 djúpum lægðum undir vörum' hans fólust dökkir skeggbroddar, sem rafmagnsrakvélin náði ekki til. Þrjár lóðréttar hrukkur lágu milli augna hans hátt upp á ennið. Húð hans var rök og gljáandi. Rocco Spagnoletti var voldugur maður og vissi til þess. Thursday fannst; ,hann standa frammi fyrir heilu fyrirtæki. Til þess að láta á engu bera; sagði hann. „Þið hafið heilmikið skiltakerfi hérna.“ Spagnoletti ákvað að brosa. „Ég er ekki fljótur á mér að eðlisfari. Ég verð að yfirvega allt. Svo að ef ég kemst ögn á undan gestum mín- um, ;þá er það mér í hag.“ Það hlakkaði í honum. Thursday kinkaði kolli til samþykkis. „Ég geri ráð fyrir að maður eins og þér verði að vera á verði gegn •— ja — óróaseggjum." • „Það er nú ekki svo mikið um þá.“ Hann skellti silfurhringnum á litla fingri hægri handar gegn gullhringnum á litla fingri vinstri handar. „En fólkið kr.efst margs. Þér trúið þvi bara ekki, Thursday. Hvað viljið þér til dærnis?" „Ég vil að þér gerið mér greiða.“ Spagnoletti lyfti munnvikunum. „Þarna sjáið þér.“ Síminn á skrif- boi'ðínu hringdi einu sinni mjög lágt. Meðan þrekni maðurinn talaði lágt í símann, gekk Thursday að glugganum og virti fyrir sér ólögulegan flóann fimm hæðum neðar. „Falieg skip, sem þér eigið þarna,“ sagði hann við Spagnoletti, þegar harin settist aftur. „Jamm. En þetta eru ekki skip, Thursday. Þetta eru bátar.“ „Hver er munurinn ?“ „Flestir sjá engan mun. Skip er yfir hundrað og fimmtíu feta langt. Stærsta skútan okkar er hundrað fjörutíu og níu og hálft. Svo að hún er bátur.“ „El- það betra.“ Það hlakkaði í Spagnoletti. „Kaupsýslumenn verða að kunna tökin á öilu. Ef maður á skip, lætur sambandið okkur ,taka fleiri yfirmenn i vinnu. Það. kostar meira. Það er óskynsamlega að farið. Svo að bláu dallamir okkar eru allir bátar. Viðskiptabrella.“ „Ég hefði ekki haldið að þér þyrftuð að hafa áhyggjur út af svona smámunum." Thursday reyndi að láta fara vel um sig í stólnum. For- leikurinn : var næstum búinn. „Við verðum að hugsa líka um smámunina." Hann reyndi að láta silfurblýant halda jafnvægi á breiðum vísifingri sínum. „Við höfum aflað Eftir WADE MILLER 12 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.