Vikan


Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 5
Þau höfðu opinberað trúlofun sína þá um morgunin. Um kvöldið ætluðu þau að halda smá samkvæmi. Síðan myndu þau halda heim á leið. Hótelstýran, Lucille Lefroy, sem nokkrum sinnum hafði hitt móður Símons hugleiddi, hvernig henni myndi geðjast að hinni tilvonandi tengda- dóttur. Ekki sérlega vel, áleit hún. Sjálf gat Lucille ekki myndað sér skoð- un um, hvernig henni félli við Ginger. Eftir þessar þrjár vikur sem Ginger hafði dvalizt á hótelinu var Lucille búin að fá nóg af henni. Hún var of áköf í að vera alls staðar miðdepill alls. Lucille hafði verið gift þrisvar sinnum og fékk á ári hverju ríkulega peningaupphæð frá þeim öllum þrem. Hún mætti Ginger og Símoni forstofimni. — Hvenær ætlið þið að gifta ykkur? spurði hún. — Eins fljótt og unnt verður, sagði Símon. — Það er kjánalegt að flýta sér of mikið í hjónasængina, txsti Lucille og leit íbyggin á þau. — Við munum aldrei iðrast þess, sagði Símon. Ginger brosti tvíræðu brosi. Hún hugleiddi, hvort það væri satt að Lucille fengi 300 þúsund krónur á ári frá fyrrverandi eiginmönnum sínum. Hún var hátt á sextugsaldri og var mjög ungleg, það hlaut að vera vegna þess hve hún lifð iþægilegu og áhyggjulausu lífi og hafði svona miklar tekj- ur. Það var nokkuð sem Ginger var staðráðin i. Að lifa þægilegu og erfiðis- lausu lífi. Hjónabandið með Símoni yrði spor í þá átt. Það var mjög líklegt að það yrði eina skrefið sem hún þyrfti að taka. Hún taldi líklegt að hún héldi áfi'am að elska hann. Hún hafði aðeins einu sinni elskað áður. Augu hennar urðu myrk. Þeim kafla í lífi sínu vildi hún gleyma. Hún vildi ekki hugsa um hann framar. Þegar gestir þeirra voru farnir um nóttina gengu þau út á svalirnar. — Þetta hefur verið yndislegur tími, sagði hann og hélt fast utan um hana. — Já, hvíslaði hún, yndislegur. — Gerirðu þér ljóst, að annað kvöld verðum við aftur í London? — Ó, ég vil ekki hugsa til þess! — Og hinn daginn förum við og heimsækjum fjölskyldu mína. Hún óskaði að hún þyrfti ekki að fara svona fljótt. Hún hafði á til- finningunni, að meðlimir Wadebrigde fjölskyldunnar væru alltof virðulegir, dulir og stífir og að henni myndi ekki geðjast að þeim. Hún varð að reyna að púkka ofurlítið uppá fortíðina, svo að þau skildu ekki, hversu langt neðar hún stóð þeim að virðinum. Klukkan sló fjögur þegar þau gengu inn aftur. Símon kyssti hana fyrir utan herbergisdyr hennar. — Hin væntanlega frú Wadebridge. — Verð ég einhverntíma Lady Wadebridge? — Ef þú átt við, að þú erfir nafnbótina? Nei. Vonsvikin? — Óskaplega. — Slæma stúlka. Eg hélt að þú eiskaðir mig vegna mín sjálfs. Hún bi-osti til hans. — Það geri ég líka. En samt — ég hefði vel getað hugsað mér að vei'ða Lady Wadebi’idge. III. KAPLI. Nan heyrði bilinn aka gegnum hliðið. Hún leit út um gluggann. Mínútu siðar ók bíllinn upp að húsinu. Sauders, ráðsmaðurinn, opnaði bíldyrnar og bauð Símon hjartanlega velkomin. Öllu starfsfólkinu féll vel við hann og milli hans og þess var gott samkomulag. Og það var meira en hægt var að segja um það og systurnar. Hún heyrði rödd hans: — Er mamma inni? — Já, herra, hún var hér fyrir augnabliki. Lady Wadebridge kom í dyrnar. Einmitt þá hrópaði Sir Reginald á Nan. Hún gekk inn á skrifstofu hans, áður en henni gafst tími til að sjá stúlk- una, sem var með Símoni. -— Aðeins eina spurningu, Nan. Það var tilboðið hans Robson. Hvað urð- um við sammála um? — Að það væi'i sanngjarnt. — Rétt. Þá tökum við því, Heyrðir þú til bílsins? — Já, þau voru að koma. — Ég fer þá niður og heilsa uppá tilvonandi tengdadóttur mina. Ég vona að okkur geðjist að henni. Nan gekk til starfa sinna á ný. Hún var mjög önnum kafin allan siðari hluta dagsins. Hún hafði beðið Sauders að færa sér teið inn á skrifstofu til sín, þvi að hún óskaði eftir að verða ekki ónáðuð við vinnu sína. Hún sendi skilaboð til Lady Wadebridge inn að hún ætlaði að vinna, því að þau vildu alltaf hafa hana með, þegar gestir komu. 1 fyrstu hafði hún reynt að draga sig í hlé. Þegar allt kom til alls var hún bara ritari húsbóndans. Þau vildu sjálfsagt fá að vera ein öðru hverju. En það var sjaldan sem þau heimtuðu ekki, að hún væri með líka. Pamela gekk framhjá glugganum. Pamela og Nan voru á svipuðum aldri. Báðar yrðu þær 23 ára næst. Það kom fyrir stöku sinnum að Nan öfundaði Pam, sem hafði allt, það, sem hún sjálf saknaði og varð að vera án. Ástrika foreldra, fallegt heimili nóg af peningum og hún var af ætt, sem tryggði henni virðingarsess meðal annarra. Hún mundi aldrei þurfa að berjast ein. -— Hún er komin, sagði Pam. — Ég veit það. — Hefurðu séð hana? ■— Ekki enn. — Hún er anzi lagleg. Ég skil vel að hún hafi tekið Simon með trompi. Ég held að mömmu finnizt hún dálítið frekjuleg. Heima vió eða ó baðströndinniallstaðar njótið þér lofts og sólar best með NIVEA. Sumarliturinn er- NIVEA-brúnn. Reglan er þessi:' Takið ekki sólbað ó rakan likamonn, Slíuávfinjið húðino við sólskinið og notið óspart NIVEAI AC164 Hreyfilsbúðin. Það er hentugt fyrir FERÐAMENN að verzla í Hreyfilsbúðinni Hreyf ilsbúðin VIKAN i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.