Vikan


Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 6
99 IMæsti, gerið þér svo vel! 66 Smásaga eftir Grím Ægi. JÓI hjartaknosari fór að jafn- aði snemma á fætur sam- kvæmt þeirri reglu að morg- unstund gefi gull í mund. Hann fór þó ekki út úr húsi fyrr en minnst tveimur tímum eftir að hann reis úr rekkju, þessum tveimur tímum varði hann til þess að snyrta sig, þvo sér og raka, snurfusa á sér húðina og rækta á sér hárið, mestur tími fór þó í að klæða sig. Þótt Jóa hjartaknosara væri margt bet- ur gefið en fylgja settum regl- um og hefðbundnum vana, gætti hann þess ætíð að klæðaburð- urinn væri eftir nýjustu tízku. Hann lagði sig í framkróka við að fylgja eftir tízkunni og lagði stund á klæðabúnað sem væri það hárnákvæm vísindagrein sem hvergi mætti skeika. Þó hann gæti ekki orðið sér úti um peninga til að borga húsa- leiguna, tókst honum alltaf með einhverjum ráðum að kría sér út fé til kaupa á nýjum fötum ef hann frétti að jakkaboðung- ar hefðu breikkað eða mjókk- að um hálfan sentímeter eða buxurnar þrengst um kálfann. Öllum var hulin ráðgáta hvaða atvinnu Jói stundaði. I manntalið skrifaði hann jafnan umboðsmaður í atvinnudálkinn en gaf heldur ógreið svör, væri hann spurður hverskonar um- boð hann hefði. Þennan morgun fór Jói snemma á fætur að venju, dundaði við að klæða sig og snyrta mestallan morguninn og labbaði sér niðrí bæ rétt fyrir hádegi. Hann laumaðist var- lega út úr húsinu til þess að vekja ekki athygli húseigand- ans á sér. Því næst fór hann niður í Hafnarstræti og fékk sér að borða í litlu sóðalegu veitingahúsi og gerði sér að góðu að matast innan um eyr- arkarla og timbraða róna. Þeg- ar hann hafði rennt niður matn- um og grett sig í framan, borg- að tíkall fyrir hálfan skammt og brosað framan í þjónustu- stúlkuna, labbaði hann í hægð- um sínum út Pósthússtræti. Hann tók sér stöðu fyrir fram- an Hótel Borg og fór að stanga þar úr tönnunum. Hann hafði fyrir löngu uppgötvað að það var vænlegt til árangurs að stanga úr tönnunum fyrir fram- an Hótel Borg. Þangað stefndi hann einnig flestum þeim er hann taldi sig þurfa að skipta við. Þá hóf hann oftast umræður á því að tala um hvað steikin hefði verið góð í dag og humarinn ljúf- fengur. Og ekki hefði verið ónýtt að fá sér koníak með kaff- inu og Havanavindil með. Og aæmalaust hvað stúlkan í blað- sölunni í horninu hefði horft á sig allan tímann. Eins og hún ætlaði að gleypa hann í sig með augunum. Þó væri hann ekki svipur hjá sjón nú orðið. Hún hefði átt að sjá hann þegar hann var upp á sitt bezta. Því Jói hjartaknosari var kominn á fertugsaldur, og þó hann teldi sig í blóma lífsins, hafði hann alltaf gaman af því að státa af æskuljóma sínum. Þennan dag skein sól í heiði Þá var það sem hann tók eft- ir manni nokkrum í mórauðum vaðmálsfötum með derhúfu á höfði og pokaskjatta um öxl. Hann stóð lítið eitt hokinn á gangstéttinni við Austurvöll og starði frá sér numinn á það sama sem Jói hjartaknosari hafði verið að virða fyrir sér: þreklega kálfa og þrýstnar mjaðmir. Maðurinn var svo og fólk var léttklætt á götum úti. Jói stytti sér stundir við að horfa á ungu stúlkurnar sem unnu á Austurvelli. Augu hans glóðu meðan hann virti fyrir sér sterklega kálfa þeirra og þrýstnar mjaðmir. Þrátt fyrir yndið sem hann hafði af þess- ari sjón, fór ekki hjá því að áhyggjusvipur færi að gera vart við sig á andliti Jóa hjarta- knosara. Það kom að vísu ekki oft fyrir að Jói hjartaknosari yrði áhyggjufullur en það var þó aldrei að ástæðulausu, þá sjaldan það kom fyrir. Jói hafði sumsé rekist á einhvern stæl- gæja niður í Austurstræti sem var klæddur nýjustu sumarföt- um frá New York. Jói hjarta- knosari vissi að hér var um nýjustu tízku að ræða, hann fylgdist ekki með tízkublöðun- um fyrir ekki neitt. Og nú var Jói í stökustu vandræðum með að útvega sér fé til að kaupa þessi bráðnauðsynlegu föt. Fyr- ir 1500 krónur mundi hann geta fengið þannig jakka. Hann hafði staðið þarna í framt að hálftíma og velt fyrir sér öll- um úrræðum sem hann taldi sig eiga völ á en komst loks að þeirri dapurlegu niðurstöðu að hann átti engin úrræði. bugfanginn af þessari sjón að hann rankaði ekki við sér fyrr en Jói hafði drepið tvisvar á öxlina á honum. Þá tók hann viðbragð, setti pokann við fæt- ur sér, þreif af sér húfuna og rétti Jóa höndina. — Guðmundur Jónsson, Stein- bítsfirði, sagði hann og var mikið niðri fyrir. Jói hjartaknosari tók þétt í höndina á Guðmundi Jónssyni frá Steinbítsfirði og lét ekk- ert á því bera að hann væri óvanur svona hátíðlegum kveðj- um af hendi bláókunnugra manna, hneigði sig og sagði: — Jóhannes Jónsson, um- boðsmaður. — Og fyrir hvað hefur mað- urinn umboð? spurði Guðmund- ur Jónsson frá Steinbítsfirði. — Það gæti nú verið ýmis- legt, sagði Jói hjartaknosari íbygginn á svip og renndi aug- unum til stúlknanna sem voru önnum kafnar við að vökva blómin. Þetta er fyrsti dagur- inn þinn í höfuðstaðnum, vænti ég ? — Mikið rétt, sagði Guð- mundur Jónsson, aldrei hef ég komið suður áður en lengi hef- ur mig langað. — Jahá, lengi hefur þig langað, sagði Jói hjartaknosari og dró annað augað í pung. Ég sá að þér lízt vel á stúlkurnar. Guðmundur Jónsson varð kafrjóður í framan svo skegg- broddarnir glóðu, hann fór að stama og tvístíga, neri höndum um andlitið í ákafa. — Ég var ... bababara ... að skoskoskoða, stamaði hann. Jói hjartaknosari blés út brjóstkassann og virti fyrir sér stúlkurnar einsog yfirkjöts- matsmaður að líta á dilka- skrokka. — Þær eru ekki sem verstar þessar hnátur, sagði hann og dró við sig orðin, þær verða góðar þegar þær vaxa úr grasi. En hefirðu ekki hug á að hitta einhverjar tilkippilegar við þitt hæfi? spurði hann svo og virti Guðmund fyrir sér leynd- ardómsfullur á svip. Guðmundur Jónsson frá Steinbítsfirði fór allur hjá sér en kinkaði svo kolli. — Ekki hefði maður á móti því, blessaður vertu, híhhíhí, tísti hann og fór nú aftur að tvístíga. Hann var farið að klæja svo undarlega innvortis. Jói hjartaknosari laut niður að þessum nýja vini sínum og hvíslaði: — Það vill nú svo til að ég er umboðsmaður fyrir ýmislegt einsog ég sagði þér, og ef þú hefðir áhuga, þá get ég bjarg- að þér. Guðmundur Jónsson frá Steinbítsfirði þreif pokaskjatt- ann upp af gangstéttinni og mátti vart mæla fyrir ákafa: — Hvað segir maðurinn ? Hvort ég hef .. . hvar . . . hvar ? Jói hjartaknosari setti fingur á munn sér: Hægan, hægan, hafðu ekki hátt. Fyrst er að semja. Þetta er nú ekki ókeypis fremur en annað hér fyrir sunn- an. Guðmundur Jónsson frá Steinbítsfirði fór djúpt ofan í vasa sinn, dró þar upp gamalt og lúið veski vafið seglgarni og fór að leysa utan af því. — Ekki stendur á mér að borga, en ekki vil ég þó láta hlunnfara mig, sagði hann. — Það kostar 1500 krónur, sagði Jói hjartaknosari, hækk- aði einsog annað með bjargráð- unum, skilurðu? Þá fóru að renna tvær grím- ur á Guðmund Jónsson. Hann strauk á sér kjálkanna og blimskakkaði augunum upp á hjartaknosarann. 1500 krónur voru ekkert smáræði og ekki var hann búinn að gera öll sín innkaup. Hann vildi að minnsta kosti hafa vaðið fyrir neðan sig því hann hafði heyrt ljótar sög- ur af því hvernig saklausir Framhald á bls. 14 G VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.