Vikan


Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 5
um það leyti. Hún setti ritvélina í kassann og' lagaði til á skrifstofunni. Hún ætlaði að fá sér göngutúr. Komast burtu frá húsinu og Pallý, þó ekki væri nema stutta stund. Hún gekk upp til að ná í yfrihöfn. Þegar hún kom að dyrunum sá hún Polly koma eftir ganginum. — Ég var einmitt að ljúka við að taka upp farangurinn. Viltu koma inn til mín augnablik. Ég vonaði að ég fengi tækifæri til að spjalla við þig. Nan fylgdist með henni til herbergis hennar og lokaði dyrunum á eftir þeim. — Ef einhver kemur getum við sagt að þvi sért að hjálpa mér að taka upp dótið. — Getum við það? Þær horfðust í augu. Einu sinni varstu bezta vinstúlka min, hugsaði Nan. Mér þótti eins vænt um þig og þú hefðir verið tvíburasystir mín. Þegar við vorum börn bjuggum við í sama húsi og þegar stríðið kom vorum við báðar sendar úr landi. Við bjuggum í sama húsi. Sorgin kom til okkar beggja um leið. Foreldrar okkar voru í sama loftvarnarbyrgi þegar sprengja féll niður og banaði öllum, sem þar voru. — Jæja, sagði Pollý, hvað hefurðu hugsað þér að gera? — Mér hefur ekki gefizt tími til að ákveða það. .— Ef þú reynir að spilla milli okkar Símonar, skal ég sverja fyrir að ég hafi nokkurn tíma séð þig fyrr. — Ég efast um að þau tryði þér. Ég veit ýmislegt um þig, sem ekki verður auðvelt að sverja fyrir. Það vill svo til að ég á nokkrar myndir, sem við tókum i síðustu ferðinni, sem við fórum saman. Það eru nokkur ár síðan og þú hefur breyzt mikið, en þó er ekki hægt að ruglast á því. Kuldalegt andlit Pollýar fölnaði ofurlitið. — Þú gerir ekki svoleiðis, Nan. Þú ert ekki hefnigjörn. 1 þínum spor- um myndi ég kannski gera það, ég er ekki eins góð og þú. Ég viður- kenni að ég hef aldrei verið það. En ég trúi ekki að þú viljir eyðileggja þetta tækifæri mitt til að verða hamingjusöm. — Ég myndi ekki gera það, vegna þess að ég væi'i hefnigjörn.1 — Hvers vegna þá? — Það getur verið, að ég kæri mig ekki um að Símon- verði óhamingju- samur. — Ég geri hann ekki óhamingjusaman, ég elska Símon. Ég hef breytzt, Nan. — Ég trúi því ekki. Þú heldur kannski, núna að þú elskir hann. En það er ekki ýkja langt síðan þú hélzt að þú elskaðir John. Pollý bandaði frá sér, óþolinmóð. — Ó, í guðs bænum, vertu nú ekki að blanda John inn í þetta. Það var annað. Þú elskaðir hann. Nan dró andann djúpt. — Slíkt gæti endurtekið sig. — Hvað áttu eiginlega við? — Bara það, að eftir að John dó, var ég alveg sannfæið um að ég gæti aldrei elskað framar. —■ Og svo? Pollý leit rannsakandi á hana. Rödd hennar var lág og dá- lítið hás. Hvað er það sem þú ert að reyna að segja mér? — Aðeins það, að síðustu mánuði hef ég uppgötvað að það var ekki rétt. Polly hló hæðnislega. — Ef þú ert að gefa í skyn, að þú sért hrifin af Símoni þá votta ég þér samúð mína! Heldurðu að þessir snobbuðu foreldrar hans myndu hvetja hann til að kvænast þér? Nan roðnaði. — Ég er að minnsta kosti ekki viss um að þau myndu hvetja hann til að kvænast þér. - En það kemur ekki málinu við. Ég aðvara þig, Pollý. Ég skal gera allt, sem í mínu valdi stendur til að komast upp á milli yltkar Símonar. Ég mun einskis svifast. Einmitt eins og þú sveifst einskis fyrir þrem árum. Nan og Pollý horfðust í augu. Augu Nans lýstu af kulda og heift. — Þú hefur látið einn mann fremja sjálfsmorð. Ég skal setja himinn og jörð á stað til að hindra að slíkt komi fyrir' aftur. Pollý kipraði saman græn augun. •— Nú ertu kjánaleg, Nan. Hvað hefur komið yfir þig, siðan ég sá þig seinast. Þú varst ekki vön að vera melódramatísk. Nan fékk sting í brjóstið. Henni var hugsað til síðasta fundar þeirra. En hún vísaði þeirri hugsun á bug. Hún vildi ekki hugsa um það, jafnvel þótt Pollý væri hér. — Mér er alvara, Pollý. Pollý yppti öxlum. — Allt í lagi, góða. Ef þér sýnist svo, þá gerðu svo vel, byrjaðu strax. Ógnanir þinar skelfa mig ekki hið minnsta, það geturðu verið viss um. Það verður gaman að sjá, hvernig þú hefur hugsað þér að komast upp á milli mín og Símonar. Hann er svo ástfanginn af mér, að það sem þú kannt að segja breytir engu. Nan fann að það var satt. Hún vissi, hvað karlmenn voru alltaf töfraðir af Pollý. Hún hafði séð það oft. Fegurð hennar heillaði þá algerlega, töfrar hennar, sem hun gat skrúfað frá og fyrir eftir vild og villt þeim sýn. Þeir voru alveg blindir fyir hinni réttu Pollý. John hafði verði eitt fórnarlamb- anna. John, sem áður en hann hitti Pollý hafði elskað Nan. Elskað hana eins og Nan hafði haldið að Símon væri að byrja að elska hana. — Viltu raunverulega giftast honum? spurði Nan. — Auðvitað. Hvers vegna heldurðu að ég hafi trúlofast honum? — Þú hefur verði trúlofuð áður. — Ó, en það var allt annað. Framhald í nœsta blaði. Ferðalangar! Nestispakkar Nestispakkar Látið okkur útbúa nestispakkann fyrir yður. Við útbúum nestispakka af öllum stærðum. og við allra hæfi, og vitum hvað á að vera í pakkanum. Einstakingar og fyrirtæki, sem við höfum útbúið pakka fyrir koma til okkar ár eftir ár. Gjörið svo vel og lítið inn og við getum talað um það. Þér eigið alltaf leið inn Laugaveginn clauseimsbOð Laugaveg 22. — Stmi 13628. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.