Vikan


Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 12
Eimwi á móti óliuttt EFORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynllögreglumaður, er sklllnn, lagstur f drykkjuskap, búiim að gefa allt upp á bátinn. Hann býr í hrörlegu hóteli, hefur ráðið sig þangað sem löggæslu- mann og fær fyrir mat og gistingu. Þangað kemiir Georgia, konan hans sem var, sem nú er gift lækni að nafni Homer. Hún er í miklu uppnámi. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer á fund samstarfsmanns Homers, og fær heldur kuldaiegar móttökur. Læknirinn tekur á móti honum með byssu í hönd! Sama kvöld er Eider læknir myrtur. GEORGIA gekk á eftii' fyrrverandi eiginmanni sínum út um skrif- stofudyrnar og yfir linoleum gólfið að litla skrifborðinu með grænu spjaldskránni. Hann dró stói að skrifborðinu. Þegar þau voru bæði setzt, opnaði hann viðtalsbókina og byrjaði í fletta í henni. ,,Að hverju ertu að leita, Max?“ „Ef til vill hefur áður verið minnzt á Saint Paul, ástin.“ Vonbrigðin skyggðu fallegt andlit hennar. „Clapp lögregluforingi fór i gegnum alla bókina i gær. Og líka gegnum bókina frá í fyrra.“ Thursday beit sig i vörina. Hann ygldi sig, lokaði siðan bókinni og dró að sér græna spjaldskrána. „Fór hann yfir spjaldskrána líka?“ „Já. ffig sagði honum að þetta nafn væri ekki til í henni, en hann fór yfir hana til þess að vera viss.“ Georgia lagði hönd sína aftur á fölan vanga sinn. „Mér líður ekki — ég held ég nái í vatnsglas." Þegar tifið frá nöktum fótum hennar hafði dáið út, sneri Thursday sér við og fór yfir spjaldskrána í djúpum þönkum. Það var ekkert spjald yfir Lester Gilpin. Hann valdi þau nöfn úr, sem höfðu komið miðvikudaginn áttunda febrúar. Daginn sem Tomrny var rænt. Það voru sorglega fá nöfn. Það var bersýnilega ekki mikið að gera á læknastofunni. Hann starði á eitt spjaldið lengi. Sjúklingurinn hafði fyrst komið mánu- dagnin tveimui' dögum áður en barnsránið var framið. Önnur og síðasta heimsóknin hafði verið á miðvikudaginn. Miðvikudaginn áttunda febrúar. Barni hafði verið rænt. Læknir hafði verið myrtur. Nafn þessa sjúklings var Angela Clifford. Heimilisfang: Bridgway hótelið. Föstudaginn 10. febrúar, kl. 8,15 e. h. Með spjald Angelu Clifford í hendinni, gekk Max Thursday yfir for- dyrið að eldhúsdyrunum. Hann mætti Georgiu í miðjum, dökkum ganginum. Henni brá og hún gaf frá sér niðurbælt óp, áður en hún þekkti hávaxinn likama hans. „Fyrirgefðu." Thursday rétti henni spjaldið. „Hver er þessi Angela Clifford?" Georgia tók spjaldið og hélt því á lofti til þess að ljósið frá eldhúsinu skini á það. Thursday sá aðeins útlinur höfuðs hennar bera við skímuna, en þegar hún svaraði, var rödd hennar breytt. „Hún býr á sama stað og þú, Max. Hvað getur það þýtt?“ „Ég veit það ekki. Hver er hún?“ „Ég hef ekki hugmynd um það. Hún var ljóshærð. Ekki sérlega falleg, fannst mér. Eg veit ekki hvað var svona einkennilegt við hana.“ Georgia haliaði sér upp að viðarveggnum í ganginum og drjúpti höfði. Hún var mjöróma, og rödd hennar hljómlaus. „Hvar er Tommy? Hvar er eigin- maðurinn minn ? Hversvegna finn ég þá ekki ? Hversvegna er ekki allt orð- ið eins og það var áður?“ Thursday tók spjaldið úr máttlausri hendi hennar og starði á það í myrkrinu. „Allir vegir liggja að ljóshærðu stúlkunni," tautaði hann. „Bridgway. Spagnolettibræðurnir. Ski'ifstofa dr. Elders. Alls staðar sem maður leitar þar er hún. Eins og i speglasal." Það skrjófaði í ugllarslopp Georgiu, þegar hún seig niður á gólfið. Eftir WADE MILLER Thursday kraup þegar niður að henni, hélt um höfuð hennar og þreifaði á slagæðinni. Það fóru krampadrættir um fölar varir hennar, þegar hún reyndi að tala. Það heyrðist frá henni lítt skiljanlegt orðaslitur. „Svefn- töflur," hvíslaði hún. „Tók þæi' áður en þú komst. Þarf svo mikið að sofa. Sjáðu um mig, Max.“ Hún deplaði myrkum augum sínum af áreynzlu, síðan lokaði hún augun- um rólega. Andardráttur hennar var reglulegur. Thursday hélt tveim fingr- um um úlnlið hennar lengi. Slagæð eðlileg. Hann tók veikbyggðan likama hennar upp eins og fis. Naktir fætur hennar sveifluðust til og frá. Höfuð hennar valt ofan á brjóst hans. Hár hennar ilmaði enn jafnkunnuglega. Við dyrnar fálmaði hann eftir eldhús- slökkvaranum og gekk varlega upp breiðan stigann. Aðrar dyr á vinstri hönd lágu að svefnherbergi hennar, sem sneri út að bakgarðinum. Thui'sday lagði hana varlega á rúmið og losaði um beltið á ullarslopp hennar. Georgia virtist bai'nslega saklaus, nema hvað bleik flónelsnáttfötin höfðu undizt fast upp að líkama hennar á leiðinni upp. Þögn þessa gamla húss virtist umlykja hann, þegar hann slétti úr efninu utan um heitan líkama hennar. Hann fann að hendur hans skulfu. Minningar liðinna tíma sóttu að honum — minningar um hjónaband, samveru og ást. Mjúkar varir hennar vor.u hálfopnar, þegar hann beygði sig yfir hana. Veikur andardráttur hennar gældi við andlit hans. Thursday lét fingur sína leika um andlit hennar eins og til þess að reyna að þurrka burt áhyggjuhrukkurnar, sem höfðu komið fram á andliti hennar síðustu dagana. Án þess að hann gæti að gert greip hann um ávalar axlir hennar undir náttfötunum og hann hallaði hrjúfri kinn sinni að henn- ar. Hann heyrði andvarp við eyra sitt og heyrði Georgiu hvisla nafn eigin- manns sins. Hann sleppti takinu. Hann rétti hægt úr sér og stóð og horfði niður á sofandi stúlkuna, og skuggarnir í herbei'ginu gerðu það að verkum að hann sýndist enn grennri en áður. Þá lyfti hann máttlausum líkama hennar snögglega, dró sængurfötin tii hliðar og bjó um hana í rúminu. Hann leit á hitastillinn, slökkti á rúmlampanum og gekk til dyra. Ferhyrnt ljósið frá ganginum lék innilega um dúðaðan líkamann. Hann lokaði svefnherbergis- huðinni reiðilega og gekk eftir ganginum og hneppti að sér jakkanum. Thursday staðnæmdist í fordyrinu við skrifborð Georgiu. Hann hamraði með fingrunum á málmlokið á grænu spjaldskránni. Gólflamparnir gáfu frá sér hreina birtu. Einn ljósgeislinn skein inn í herbergi dr. Elders á stóru málmspjaldskrána. Granni leynilögreglumaðurinn dró spjaldið úr vasanum á ný. Angela Clifford. Ljóshærð. Hún hafði komið á Mace-Elder læknastofuna um morg- uninn. Dr. Randolph Elder hafði verið myrtur þetta sama kvöld. Læknir- inn hafði gert ráð fyrir að ná tali af einhverjum eða fara eitthvað. Saint Paul. Max Thursday hvíslaði upphátt: „Ætli Saint Paul hafi haft það af?“ Skyndliegt andvarp næturvindsins gleypti orð hans. Hann neri enni sitt ringlaður, eins og hann væri að reyna að núa einhverri vitneskju inn í höfuðið. Staðreyndir, getgátur, athafnir manna —■ hvernig samsvaraði þetta sér?“ Litill maður með pergament-andlit hafði legið meðvitundai'laus á gólf- inu, þegar skuggaleg persóna með haglabyssu þrýsti hlaupinu upp að kvið hans. Læknirinn hafði falið dýrmæta pei'lu í skrifborði sínu. Blað úr n)innisbókinni var horfið. Barni hafði verið rænt. Thursday vætti þurrar varir sínar. Hann hugsaði um Georgiu, mjúka og freistandi í rúmi sínu. „Hversvegna er ekki allt oi'ðið eins og það var áður ?“ hafði hún spurt. Hendur hans skulfu aftur. Honum fannst líkami 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.