Vikan


Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 11
— Minnstu þess að nú er ég kær- astinn þinn. Við héldum áfram að drekka fram á rauða nótt. Þá spurði hann mig: — Hvar heldurðu til í nótt. — Eg held til í ibúð vinar míns, sagði ég. — Það er einmitt þar sem ég ætla að gista, sagði hann. UM morguninn vaknaði ég í örm- um hans. 'Ég var orðin ástfangin af honum. Hann bauð mér heim til sín og kynnti mig fyrir dætrum sín- um frá fyrra hjónabandi og ömmu þeirra. Ég vonaði að hann mundi kvænast mér. Ég fór með honum i verzlunarleiðangur norður í land og við komum saman til London aftur. Við fengum okkur hótelherbergi i úthverfi London og enn vonaði ég að hann mundi kvænast mér brátt. En það varð hlutskipti mitt síðar að bíða dögum saman á þessu hóteli eftir þvi að hann hringdi. Hann hringdi aldrei og hvenær sem ég reyndi að ná sambandi við hann var mér sagt að hann væri aldrei við. Loks kom hann í símann einn morguninn. — Hefuðu ekkert hugsað þér að koma aftur? spurði ég. Eitt andartak svaraði hann ekki. Þá kom reiðarslagið: — Nei, sagði hann, það er allt búið á milli okkar. Við erum búin að skemmta okkur vel, nú skulum við bara gleyma þessu. Ég varð örvilnuð. Ég átti ekki eyri í eigu minni. Eini hluturinn sem ég átti eftir og metinn varð til fjár, var hringur. Ég skrifaði honum bréf. Ég var enn einu sinni farin að hugleiða að binda endi á þetta allt og þetta var kveðjubréfið. Ég skrifaði á þessa leið: — Ég elska þig heitar en ég hafði ímyndað mér að hægt væri að elska nokkurn mann. Ef til vill áttirðu ein- hvern snefil af hjartahlýju í minn garð. A. m. k. vildi ég mega trúa þvi. Ég mun elska þig alla eilifð. Þakka þér fyrir drauma mína og vonir . . . Ég fór til gullsmiðs í Soho og seldi honum hringinn á 1 pund og 8 shill- inga. Síðan keypti ég þann hlut sem átti að binda endi á sorgir mínar. Það var hnífur — svipaður þeim sem ég hafði gefið Jimmy tveimur árum áður. Hnifurinn kostaði 1 pund. EG gerði úrslitatilraun til þess að ná í David. Frá símaklefa í Soho hringdi ég í klúbbinn. — Hann er ekki við, sagði sá sem kom í símann. Ég vissi með sjálfri mér að hann vildi ekki tala við mig. Sú hugsun gerði mig svo örvæntingarfulla að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég hafði ekki gert neina áætlun um hvar ég ætlaði að binda endi á líf mitt, en nú datt mér í hug að gera það tafarlaust þar sem ég stóð. Ég fann ekkert til þeg- ar hnífurinn smaug gegnum brjóstið. Allt varð að þoku fyrir sjónum min- um og ég hné niður á gólfið í síma- ltlefanum. Það næsta sem ég man er að mér fannst einhver halda utan um mig. Ég sá óljóst móta fyrir lögreglu- hjálmi. Framhald a bls. 14 SUMARLEIKHÚSIÐ SPRETTHLAUPARINN Gamanleikur eftir Agnar Þórðarson Leikstjóri: Gísli Halldórsson Sumarleikhúsið valdi sér að þessu sinni leikritið ,,Spretthlauparnin“ eftir Agnar Þórðarson, sem þjóð- kunnur er orðinn fyrir leikrit þau, sem hann hefur skrifað fyrir útvarp og svið jöfnum höndum. Agnar er óþarft að kynna almenningi. Hann er einn þeirra fáu rithöfunda sem kann þann galdur að ná eyrum f jöld- ans, án þess að slaka á þeim listrænu kröfum sem hann hefur sett sér. 1 verkum hans er ekki að finna þá yfirskilvitlegu dulúð og hástemmdu ,,heimshryggð“, sem sum nútíma- skáld á Islandi temja sér, Agnar yrkir um gæja og pæjur, róna og heildsala, tæknisinnaða heimilisfeður í húsabraski og glysgjarnar húsfreyj- ui og fer eins nærfærnum höndum um þessar persónur og væri hann að fjalla um sjálfan Hamlet. Hann leið- ii fram á sviðið fólk sem við þekkj- um öll, hjónin á háaloftinu, kaup- sýslumanninn í hornhúsinu, stelpurn- ar úr næstu götu, prestinn að norðan og fina manninn frá útlöndum. Agnar hefur kynnt sér leiksviðs- tækni með ágætum árangri, lært að notfæra sér þau tækifæri sem sviðið bj'ður. Leikrit hans mega öðrum leikritum fremur heita sjónleikir. Hann hefur eninig gert sér ljóst að sjónleikjahöfundur verður að eftir- láta leikurunum nægjanlegt svigrúm fyrir þeirra eigin sköpunargáfu. Ýmsir íslenzkir leikritahöfundar virð- ast. alls ekki hafa gert ráð fyrir því, að leikarar ættu eftir að fjalla um verk þeirra, þeir hafa íþyngt hlutverkunum svo að hlutur leikar- ans vei'ður varla annað en bláber framsögn og labbitúrar um sviðið. Og um fram allt er nauðsynlegt að leikstjóri og leikarar hafi frjálsar hendur í gamanleik, höfundur verður að draga sig mest í hlé eftir að hann er búinn að gefa tóninn, þau orð sem hann skrifar á pappírinn eru vai'la annað en undirleikur leik- endanna. Þetta hefur Agnar Þórðarson leyst af hendi af mestu prýði. Og þá kem- ur til kasta leikaranna. 1 Sprett- hlauparanum fá þeir upp í hendurnar ýmis matarleg viðfangsefni. Goggi bifvélavirki, hi'einn og beinn og blátt áfram, allur á kafi í enskri knatt- spyrnu og gömlum bílskrjóðum, elsk- ai' konuna sína þrátt fyrir allt og á þá ósk heitasta að húsið fyllist af böi-num. Katrín kona hans, hefur fengið sitt andlega fóður að mestu úr amerískum kvikmyndum og reyn- ir sjálf að búa sér til þann draum- heim í veruleikanum sem hún hefur kynnst á breiðtjaldinu. Hún hefur komið sér upp virðulegum yfirstétt- arbreta hjá líftryggingarfirma sem elskhuga og ,,screen-rómansinn“ leið- ir hana jafnvel til þess að klæða breyskan sveitaprest úr hempunni. Guðmundur Pálsson (t. v.) sem presturinn eftir sinnaskiftin og Steindór Hjörleifsson ccm prófasturinn. Sveitapresturinn fyrir sinnaskiftin (Guðmundur Pálsson). Þessir tveir berjast um ástir kon- unnar, en bifvélavirkinn verður þó hlutskarpastur í lokin, og heimtir konu sina aftur heim, Jensína ráðs- kona sækir sveitaprestinn og yfir- stéttarbretinn snýr heim aftur til ætt- jarðai'innar og frænkunnar siðvöndu. Allt fer vel að lokum eins og vera ber. Gísli Halldórsson er leikstjóri og hafði á hendi eitt aðalhlutverkið, Gogga bifvélavirkja. Gísli vann frækilegan sigur sem lengi mun í minnum hafður. Leikstjórnin öll var í bezta lagi, yfir sýningunni hvildi léttur og hressilegur blær, græsku- laust gaman og iðandi fjör. Fyrsti og síðasti þáttur báru af, miðþáttur- inn var öllu þunglamalegri enda ó- þarflega langdreginn og fremur lit- laus frá hendi höfundar. En það var leikur Gísla sem vakti þó enn meiri aðdáun. Honum tókst að gera bif- vélavirkjann að lifandi persónu, sterkri og sannri. Hann hafði þaul- unnið hvert smáati'iði í hlutverki sínu, hreyfingar, raddblær og fram- ganga var unnið af slíkri alúð að Framhald á bls. 14 VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.