Vikan


Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 2
Grindavík í júlí. Kæra Vika! Ég sá um daginn tvær vísur, eftir Isleif Gíslason i Vik- unni. Þá datt mér i hug tvær vísur eftir Isleif sem eru ortar í sama formi, og datt í hug að Vikan og lesendur hennar myndu hafa ánægju af þeim. Þær eru svona: -----Þóroddur þjónaði.... Tomma ,,“ Guðmundur og Gudda; 1 við : setti sá, í (vann hann mikið) gekk svo á gegnum —• Lesandi Vikunnar. Við þökkum lesanda Vikunnar fyrir þessar skemmtilegu vísur, ráðningu þeirra er að finna á bls. 14. Ritstjórnin á í fórum sínum fleiri vísur eftir Isleif Gísla- son, hagyrðing á Sauðárkróki. Hér eru nokkrar vísur og munu flestir geta sér til hvernig þær hafa orðið til. Leikritin Sú afbrýðissama er dóttir þeirrar tannhvössu og gift grátsöngvaranum. TJr Daybók Önnu Frank vjer fengum fregnirnar af heimilinu; Afbrýðissöm eiginkona öllu spillti samlyndinu. Hún æddi um húsið upp og niður ýmsa muni hafði brotið. Gudda sagði að Grœna lyftan gæti engrar hvíldar notið. Glerdýrin á flóttá fóru friður ailur virtist í'ofinn, þutu svo í allar áttir ekki hjelt þeim Litli kofinn. Grátsöngvarinn rak upp rokur runnu tárin böls og nauða, af því Tannhvöss tengdamóðir taiaði hispurslaust við kauða. Isleifur Gíslason Almennar tryggingar 15 ára. Almennar Tryggingar h.f., urðu fyrir skömmu fimmt- án ára og var þess minnst á aðalfundi félagsins sem hald- inn var 12. þ.m. Formaður félagsins hefur frá upphafi verið hr. aðal- ræðismaður Carl Olsen. Þessi 15 ár sem félagið hefur starfað hafa verið mikil umbrotaár í sögu þjóðarinnar, en féiagið hefur ávalt leitast við að sinna þeim þörfum og veita þá þjónustu, sem hver timi hefur krafist. 1 10 ár hafði félagið brunatryggingar á öllum húsum í lögsagnarumdæmi Reykjavikur eða þar til bærinn yfirtók þær tryggingar sjálfur. Alls hafa iðgjöld numið 130 millj. kr. þessi 15 ár sem félagið hefur starfað en útborguð tjón hafa orðið rúmar 90 miiljónir. Á árinu 1957 urðu iðgjöld félagsins 16 milljón krónur en útborguð tjón 18 millj. 750 þús. krónur. Félagið varð fyrir 2 stórtjónum á þvi ári, öðru þegar botnvörpungurinn Goðanes fórst við Færeyjar og hinu þegar Trésmiðaverk- stæðið Víðir brann og voru þessi tvö tjón rúmlega helm- ingur allra greiddra tjóna að upphæð. Iðgjöld skiftast þannig milli deilda félagsins að 6,5 milljónir tilheyra sjó- deild félagsins, 4,5 milljónir brunadeildinni, 4,5 milljónir bifreiðadeildinni og 500 þúsund lífdeildinni. Framkvæmdastjóri félagsins hefur verið frá upphafi Baldvin Einarsson, en stjórn félagsins skipa nú: Carl Olsen, aðalræðismaður, formaður. Gunnar Einarsson fram- kvæmdastjóri, Jónas Hvannberg, kaupmaður. Kristján Siggeirsson, kaupmaður og Sigfús Bjarnason, stórkaup- maður. Fyrv. eiginmaður Birgitte Bardot fær sér nýja eiginkonu — og hún er alveg eins og sú fyrri. Shelly Wintes í megrunarkúr . . . James Stewart heldur upp á 8 ára giftingarafmæli sem er algert met í Hollywood . . . Hver er barnsfaðir Belindu Lee? . . . Gina kaupir 270 model- kjóla á rúmu ári . . . Doris Day á von á barni . . . SHELLEY WINTERS, sem lék etit af aðalhlutverk- unum i myndinni „Dagbók Önnu Frank" tók hlutverk- ið svo alvalega, að hún fitaði sig um 13 kíló. Hún lék hlutverk frú Dean og sú mun hafa verið heldur þybbin og vildi Shelley líkj- ast henni sem mest. Nú er myndatökunni fyrir nokkru lokið, en Shelley gengur illa að grenna sig á ný. Hún hefur miklar áhyggjur af þessú og lét sig ekki muna um' að fá taugaáf all vegna þessa og var um tíma und- ii læknishendi. Eignimaður hennar Tony Franciosa sagði blaðamönnum fyrir skemmstu, að góðar horfur væru á að Shelley tækist að losna við aukakílóin áður en mjög langt liðið. Shelley var áður gift ítalska leikar- anum Vittorio Gassmann. Þau voru svo ástfangin, að slíkt hafði aldrei sézt í Hollyvood og er þá mikið sagt. En svo varð Shelley ófrísk og þá nennti Gass- mann þessu ekki lengur og skildi við hana strax og barnið var fætt. Shelley og núverandi eiginmaður henn- ar eru sögð mjög hamingju- söm . . . JAMES STEWART og kona hans GLORIA héldu nýlega hátíðlegt 8 ára giftingarafmæli. Þau eiga tvær dætur, sem eru tvíburar. Auk þess á Gloria tvo stálpaða syni frá fyrra hjónabandi. Hjóna- band James og Gloriu er sagt vera eitt af fáum traustum hjónaböndum í kvikmyndaborginni. . . . Ung leikkona LILO PULVER þykir sýna góðan leik í nýjustu mynd sinni sem hetiir „A Time To Love And a Time To Die.“ Þetta ei' fyrsta stóra hlutverkið, sem Lilo er fengið og spáir frammistaða hennar mjög góðu. . . . GENE KELLY fór fyrir nokkru að heim- sækja dóttur sína, sem er í heimavistarskóla i Sviss. Enis og kunnugt er þykir Gene einn bezti dansari í Hollywood, en ekki reyndist hann að sama skapi góður fjallgöngumaður. Dag einn fór hann með dóttur sinni í fjallgöngu, hrasaði og braut á sér ökklánn. Hafa orðið miklar tafir á nýjustu mynd hans en þar dansar hann og syngur eitt aðal- hlutverkanna. . . . Sjálfs- morðstilraun ensku leik- konunnar BELINDU LEE Birgitte Bardot — ekki lengur óviðjafnanleg og ítalska furstans ORSINI hefur vakið geysilega at- hygli. Þau eru bæði gift — en ekki hvort öðru. Þeim var bjargað á síðasta augnabliki. Belinda þessi eignaðist barn fyrir ca. 7— 8 mánuðum og hefur ekki gefið upp föðurinn. Fólk þykist þó vita hver faðir- inn er, nefnilega fyrrnefnd- ur fursti. . . . Emilio Schu- berth, sem er frægur tízku- fi'ömuður á Italíu segir GINU LOLLOBRIGIDA vera langbezta viðskiptavin sinn. Á rúmu ári hefur hún keypt af honum 270 model- kjóla. . . . Söngdísin fræga DORIS DAY og eiginmaður hennar Marty Melcher eiga von á barni í nóvember. Þau hafa verið gift að minnsta kosti 7 ár og hafa el«ki eignast barn. Doris á einn son 17 ára gamlan. Faðir hans er A1 Jordan, sem var eiginmaður Doris- ar númer 2. Melcher er þrðiji, en ekki munum við nafnið á númer eitt.. .. HARRY BELAFONTE, sem flestir unglingar kann- ast við, varð fyrir skömmu ao ganga undir augnaupp- skurð. Það var sá fjórði á stuttum tíma. Uppskurður- inn heppnaðist vel og ekki útlit fyrir að aumingja Belafonte þurfi að ganga undir enn nýja aðgerð á næstunni. . . . EDDIE FISH- ER, þykir syrgja mikið Mike Todd. Eddie kveðst hafa verið nánasti vinur hans og einn af fáum, sem þekkti Todd. Eddie virðist vera mjög viðkvæm sál, því að hann þarf ekki annað en heyra mynd Todds auglýsta (Umhverfsi jörðinaá80dög- um), til að fara að vatna músum. Eddie er kvæntur hinni vinsælu leikkonu Debbie Reynolds. . . . Eins og sést hefur í hérlendum blöðum hefur fyrverandi eiginmaður kynbombunnar Bii'gitte Bardot, gengið að eiga danska stúlku, sem heitir ANNETTE STROYS- BERG. Hún er sögð lík Bardot í útliti. Annette og Roger eiga eina dóttur, hálfsárs gamla. Við birtum hér myndir af Annette og Bii'gitte og getið þið, les- endur góðir, þá dæmt um, hvort ykkar finnst svipur með þeim eða ekki.. . . Birgitte hefur fengið mis- jafna dóma fyrir síðustu myní sína. Sumir gagn- Anette Stroysberg — hættulegur keppinautur? rýnenda lofsyngja hana fyrir snilldarlegan skap- gerðarleik, aðrir láta sér fátt um finnast. Myndin heitir „In Ihren Augen Ist Es Immer Nacht“ eða í augum hennar er ætíð nótt. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaóur: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.