Vikan


Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 3
Haukur — bensínið í botn! Fyrir nokkrum vikum var efst á vinsældalista dægurlagaí Banda- ríkjunum lagið Wear My Ring Around Your Neck, sungið af Elvis Presley. Fór það sem sinu- eldur um Vesturheim, en eldurinn breiddist líka út til Islands, þar sem það hefur verið raulað og rokkað upp frá því. Islenzkir út- gefendur hljómplatna hugðu hér vera komið nýtt tækifæri til að slá út sölumet Bjössa á mjólkur- bílnum og Öla Rokkara og í skyndi voru gerðir textar við lag- ið. Þólt sölumöguleikar hér séu mjög svo takmarkaðir og plötu- fyrirtækin fá, hefur svo til tekizt áður, að tvö fyrirtælci hafa gefið út sama lagið í senn. Þetta bar við, þegar Haukur Morthens söng inn Bjössa á mjólkurbílnum, því að um sama leyti gaf Tonika út sama lag undir nafninu Indæl er æskutíð, sungið af Ölafi Briem og Öddu Örnólfs. Nú er uppi orð- rómur um, að þetta hafi endur- tekið sig. Haukur Morthens fór utan fyrir nokkrum vikum, og syngur í sumar í Fólkapörkunum í Svíþjóð, en á leiðinni þangað mun hann hafa komið við í Kaup- mannahöfn til að syngja inn á plötur fyrir hljómplötudeild Fálk- ans. Það er sagt, að eitt aðallagið, sem Haukur söng í ferðinni, sé einmitt Wear My Ring Around Neck, við íslenzkan texta eftir Loft Guðmundsson, og vænzt sé mikillar söiu á því þegar það kem- ur á markað hér. Jörn Gauen- gaard mun annast undirleik hjá honum. Svo er líka uppi orðróm- ur, að Ragnar Bjarnason sé búinn að syngja lagið á plötu fyrir Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur með aðstoð K.K. sextetts- ins og söngkvartetts. Islenzku hljómplötufyrirtækin eru löngum i vandræðum meðaðfá sæmilega þjónustu í plutugerðinni utanland. Oft tekur það marga mánuði að fá pressaða plötu, og skapast það vafalaust af því, að útlendu fyrirtækin láta Island sitja á hakanum, því að Islands- viðskpitin eru vafalaust í þeirra augum smámunir einir. En nú stendur bardaginn milii fyrirtækj- anna Fálkans og Hljóðfæraverzl- unar Sigríðar Helgadóttur um það, livort fyrirtækið verður á undan með plötuna á markaðinn. Reikna má með, að sú sem á undan kemur, liljóti meiri sölu. Fálkinn lætur gera sína plötu hjá His Masters Voice í Bretlandi, og þar verður henni vafalaust eitthvað flýtt frá því sem venju- legt er. Þessari ógnun hefur Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur að því er sagt er, mætt með þ'ví að gera einhverja sér- staka samninga við norskt fyrir- tæki, sem ætlar að pressa þeirra plötu á mettíma. Ragnar Bjarna- Ragnar — pressað ur á mettíma? son og Haukur Morthens munu þannig berjast um lýðinn með plötunni. Það hefur ekki vitnazt hvaða lag verður hinum megin á plötu Hauks, en orðrómur er uppi um, að Ragnar hafi sungið hið vin- sæla Tequila hinum megin á sína, og með því gerzt fyrstur manna til að syngja þetta lag, sem áður hefur ekki heyrzt sungið, svo vit- að sé, heldur aðeins leikið. Líklegt er að það selji plötu Ragnars ekki síðui' en hitt lagið, svo að ef til vill er það einn plús fyrir hann. Það verður gaman að fylgjast með kapphlaupinu um Wear My Ring Around Your Neck á Islandi. gaukur. íslenzkur bardagi uirr amerískan metsöng Britt Á leið ti! Langasands. Þessar fríðu stúlkur tylltu hér niður tánum á leið sinni frá Norð- urlöndum að Langasandi. Britt Gárd- man (19 ára) var kosin fegurðar- drottning Sviþjóðar. Ólofuð, Stund- ar bókmenntanám. Greta Andersen (20 ára). Fegurðardrottning Noregs. Skrifstofustúlka. Trúlofuð norskum Evy flugmanni, sem er mótfallinn þátt- töku hennar. Hún hefur aldrei komið út fyrir landsteinana fyrr. Evy Nord- lund (20 ára) var kosin fegurðar- drottning í Danmörku. Sýningar- stúlka. Trúlofuð leiknema. Hún vill ólm taka tilboði um kvikmyndaleik ef henni verður boðið það. — Mynd- irnar tók Oddur Ólafsson á Reykja- vikurflugvelii, hann tók einnig myndina af H. C. Hansen forsætis- ráðherra Dana neðar á síðunni. Greta H. C. Hansen hugsar málið. Eins og mönnum er kunnugt var H. C. Hansen, forsætis- og ut- anrikisráðherra Dan- merkur á ferð hér á Is- Iandi fyrir skömrnu. Kom hann hér við á leið inni frá Færeyjum til Grænlands á dönsku her- skipi og hugðist fljúga héðan til Grænlands með amerískri herflugvél. Þessi för forsætisráð- herrans var almennt tal- in standa í sambandi við landhelgismálið, þótt ráð- herrann sjálfur neitaði þvi að svo væri, kvað hann förina hafa verið ráðna löngu áður en séð var fyrir ráðstafanir Is- lendinga í þeim efnum. En að sjálfsögðu mundi hann ræða þau mál við íslenzka stjórnmálamenn úr því hann væri ■ hér á feröinni um þetta leyti. Lítillega var minnst á handritamálið við H. C. Hansen með hann dvaldi hér á landi. Myndin sem hér fylgir er tekin af ráðherranum i veizlu í danska lega við sér óg hugsað: sendiráðinu hér i bæ. Það er engu ,,Æ, hver skrambinn, hvað er nú líkara en Hansen hafi raknað skyndi- hægt að segja fallegt um handritin." VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.