Vikan


Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 9
 FAGREEt MUNIR ÚR GULLI OG SILFRI Sendam gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Simi 15272. VHÐ8KIPTI Framhald úr síðasta blaði Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTER MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR — Sendum uin allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1313. — Síml 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHREINSUN'1 BJ®RG SDLVALLAGOTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ G SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. lendum gegn póstkröfu um land aUt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa I Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Olíukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. Þá eru líka til aðrir, sem hafa svoleiðis hraðan á, að maður verður að vera í loft- köstum, hornanna á milli til að hafa við. Sumir þeirra eru svo mál- gefnir að þeir ætla ekki að geta hætt að tala. — Það er svo sem allt í lagi, ef fátt er í búðinni, en versn- ar nú heldur í því þegar yfirfullt er af fólki, sem bíður afgreiðslu. En hvernig með heiðar- leikann? Það kemur fyrir að við þurfum að skrifa hjá viðskiptavininum og í flestum tilfellum kemur hann og borgar. Suma sér maður aldrei meira. Allir góðir viðskiptavinir okkar, og það eru þeir flest- ir, eru ekki með óþarfa nöldur út af verðlagi eða gæðum vörunnar, nema þeir hafi ástæðu til og fyrir okkur er það ánægja að geta alltaf látið þá fá það bezta. Helst vildi ég að konur væri í meiri hluta, sem við- skiptavinir. Þær taka eftir verðlaginu og gæðunum og breyta samkvæmt því í inn- kaupum sínum. Það er ekki svoleiðis að karlmennimir séu með neitt röfl. Þeir hafa bara ekki vit á hvað þeir eru að kaupa. Það er ekki fyrr en þeir eru komn- ir heim, sem þeir setja allt á annan endann og skamma konurnar fyrir dýrtíðina. Ungu húsmæðurnar eru sparsamastar í innkaupum sínum og yfirleitt fljótar að ákveða sig. Leiðinlegastar eru þær, sem koma alltaf rétt fyrir lokunartíma þó þær hafi ekkert að gera allan dag- inn, en ganga um heima hjá sér. Og svo þær, sem koma sex til sjö sinnum á laugardögum, þegar mest er að gera. Kjólakaupmaðurinn: Leið- inlegustu viðskiptavinirnir ? Það eru þær konur, sem koma eingöngu til að fá hugmyndir, hvernig þær eigi að hafa næsta kjól í sniði. Ein frúin t. d., hélt afgreiðslustúlkunni alveg fyrir sig í hálfa aðra klukkustund og fékk að máta kvöldkjóla. Að lokum yar einn, sem klæddi hana með afbrygðum vel. Það fannst afgreiðslustúikunni líka. — Frúin snaraðist úr kjóln- um og sagðist ætla niður í búðina og kaupa sér efni og hvað hún væri fegin að hafa verið svona heppin með snið. Og þetta er ekk- ert eins dæmi. Ekki þar fyrir. Margir okkar góðu viðskiptavinir koma oft og athuga það nýjasta, án þess að kaupa nokkuð. En við vitum að þeir koma aftur ,þegar þeir hafa peningana til. Og það gleður okkur að sjá, að fólkið hefur áhuga fyrir fötum. Þær konur, sem hafa við erfiðleika að stríða, hvað vaxtarlag snertir, eru oft skemmtilegustu viðskipta- vinirnir. Þær sýna svo ein- læglega gleði sína og þakk- látsemi, þegar þær fá eitt- hvað, sem klæðir þær. Þær bestu? Það eru þær, sem sýna bros sitt og skiln- ing. Fyrir þær er engin fyrirhöfn of mikil. Hárgreiðsludaman: Á hár- greiðslustofuna hélt ég að kæmu bara geðgóðar og glaðar konur. En það er nú ekki alltaf, segir hún. Þær koma líka sem eru geð- stirðar og hafa fyrir ávana að berja sér. Sumar hafa alltaf eitt og annað til að setja út á unnin verk, en samt koma þær nú alltaf aftur. Ég er með árunum farin að hafa meðaumkvun með þeim, því ég geri ráð fyrir að þær séu bara svona alls- staðar og geti ekki að því gert. Leikarar: Fyrir þá er það kannske ennþá meira virði, að ná sambandi við fólkið, en fyrir kaupmanninn. Þó það virðist, sem allir séu steyptir í • sætin, á áhorf- endasvæðinu, er ekki þar með sagt, að leiksýningin hafi mistekist. Það er svo misjafnt, eftir því hvar í heiminum stykk- ið er sýnt. Sumsstaðar er það ekki siður að láta tilfinningar sínar í ljós. — Þegar mað- ur ekki þekkir til, getur manni brugðið. En eftir sýninguna kemst maður að því, að allir hafa skemmt SHO G. K. sér prýðilega. Og við hlökk- um til að koma aftur. Stundum þegar um er að ræða stykki, alvarlegs efn- is, kemur fyrir að maður heyri kurr í unga fólkinu, — en nái maður þvi, að fá það til að hlusta, er áhugi þeirra vakinn og þau lifa sig inn í það, sem fram fer. Hjá lœkninum: Þá geðstirðu, einnig þá sem haldnir eru eilífum barlómi, þekkja læknarnir vel. Svo eru það líka aðrir sjúklingar. Það eru þeir, sem eru vingjarnlegir og kurteisir í framkomu. Og svo þeir, sem haldnir eru lífskrafti og þeir, sem eru mótstöðulitlir. Sjúklingurinn verður að hafa það hugfast, að tala hreinskilnislega við lækni sinn. Hann er ekki ókunn- ugur embættismaður heldur vinur hans, sem gerir allt til að hjálpa. Danskur kvenlæknir seg- ir: Þegar sjúklingur situr andspænis lækni sínum, þá er hugsun læknisins, að þarna sé einmitt manneskj- an, sem hann vilji allt gera fyrir og hjálpa. Hvað samtalið tekui' langan tíma hefur ekkert að segja. En með því kem- ur allt ósjálfrátt fram, sem læknirinn þarf að vita og eftir verður skýr mynd af sjúklingnum. Hæfileikinn kemur með árunum að geta hlustað svo sjúklingurinn finni að maður er honum heill og vill skilja hann og hjálpa. Þvi er það, sem sjúklingurinn má aldrei verða bara númer á spjald- skrá. Við vitum að það liggja ástæður til alls. — Og þá ekki síður fyrir óánægju eða barlómi. Hver er svo munurinn á kvenmönnum og karlmönn- um, sem sjúklingum ? Jú. Karlmenn virðast í fljótu bragði ímyndunar- veikari en kvenfólkið. — En það ei' ekkert nema gott um það að segja. Þeirra sjúkdómur er þvi oft á byrjunarstigi. Kvenfólkið þolir og sætt- ir sig frekar við þjáningar en karlmenn en af því leiðir að þær leita læknishjálpar stundum of seint. En ekki þar fyrir, það eru ekki síður til menn, en konur sem bera sig með sérstökum kjarki og dugn- aði í meiriháttar veikind- um. Læknirinn segir mikinn mun á undanförnum árum hvað allt hreinlæti snertir hjá fólki. Það hugsar um að þrífa sig og föt sín. — Eins hefur það meiri áhuga fyrir hollustu í mataræði. En fólk er ekki eins sjálf- stætt og áður fyr. Það er sent eftir lækni, bara vegna smávegis hita, eða það hefur fengið kvef í nös. — Það var ekki eins al- gengt áður fyr. Er fólkið með geðillsku, ef það þarf að bíða of lengi á biðstofunni? — Sumir eru það sjálfsagt. — En við gefum hverjum og einum Það er ekki óalgengt, að bæði börn og fullorðnir, verði einhverntíma á æfinni fyrir því, að drekka eða borða eitthvað, sem veldur eitrun í líkamanum og jafn- vel dauða ef ekkert er að- hafst í tæka tíð. — Slíkt, er oft bein afleiðing hugs- unarleysisins og kæruleys- is. Hér eru nokkur dæmi: Terpentina er ekki óal- geng í notkun á heimilum og finnst oft á ótrúlegustu stöðum í húsinu. — Henni er ekki sjaldan hellt á gos- drykkja- eða saftflöskur, án þess að skipta um miða. Börn smakka, borða og drekka það sem er í slíkum flöskum eða öðrum pökk- um, sem þau kannast við, sem eitthvað hefur að geyma og er ætilegt. — Það var líka lítið barn, sem drakk rottueitur, sem geymt var í bolla. Annað fann rauðlituð korn og hélt þau vera einhverja nýja tegund af brjóstsykri. En þau voru til að útrýma smámúsum. —- Lítið barn tók skeið og sleikti. En hún hafði verið notuð til að blanda eitruðum blóma- áburði. Tetraklor er ágætt til hreinsunar og ekki óal- gegnt á heimilum. Það er scrlega eitrað og ætti ekki að nota nema utandyra, eða þar sem sérlega góð loft- ræsting er. Það nær engri átt að geyma eitur i eldhússkáp- góðan tíma, svo hann hafi ekki á tilfinningunni að hann verði að flýta sér allt hvað af tekur, sem getur svo leitt til þess að hann gleymi meiru eða minna af því, sem hann ætlaði að segja. Já þannig er það þá, sem við tökum okkur út i aug- um annara. — Okkur finnst allir erfiðleikarnir í viðskiptum vera hjá okkur. -— Við ætlumst til skilnings illra og allsstaðar. En skyld- um við sjálf alltaf sýna nær- gætni og skilning í viðskipt- um okkar við aðra? Við skulum reyna að minnast þess, að þeir eru menn eins og við. unum. Börn hafa ánægju af að klifra upp á stóla og borð og ná í það, sem er að finna og smakka. Þegar um eitranir er að ræða, verður að ná í lækni strax. Aðeins læknirinn getur vitað hvað þarf að gera í hverju tilfelli. — Ef sjúklingurinn þarf að fara á sjúlcrahús til aðgerðar þá munið að taka ílátið með eitrinu með. Þá veit lækn- irinn samstundis hvað á að gera. Eitranii' eru margs- konar og þurfa því mis- jafna meðhöndlun. En meðan beðið er eftir hjálp, er hægt að reyna að fá sjúklinginn til að kasta upp, með því að setja fingurna niður í kok. Eins má revna að gefa sjúkl- ingnum mjólk. 1 apotekum er hægt að fá ,,kol,“ sem er duft, ágætt að eiga í meðalaskápnum og gott við margskonar eitrunum. An áhættu er óhætt að gefa af því 10 gr. sem hrærð eru út i vatni. Jafnvel þó sjúklingurinn nái bæði að kasta upp og fá þessa blöndu, er það ekki nóg. Það getur eitthvað verið eftir og því má ekki sleppa þvi að ná í lækninn. Munið því, að hafa öll meðul og eiturlyf í sínum réttu umbúðum og lokuð kirfilega inn í slcáp þar, sem hver og einn getur ekki haft aðgang að þeim. Með því er auðvelt að fyrir- tygg’ja þvílík slys. EITRANIR % srjön\rsn\ VATNSBERINN: (20. janúar—18. febr.) Ef þér hafið það á tilfinning- unni, að þér hafið staðið vel í stöðu yðar, Þá getið þér farið fram á kauphækkun, eða kraf- ist þess að verða hækkaðir í stöðunni. Ef þér fáið löngun til að gera einhvem að trúnaðarvini á næstunni, þá varið yður á vin- konu yðar, sem hefur svart hár, þar sem þér hafið rekist á, að hún er ekki áreiðanleg. Manneskja, sem hefur ekki lifað sólarmegin í lífinu mun leita til yðar um hjálp. Neitið henni ekki um hana. — 1 þess stað munið þér eignast góðan vin allt yðar líf. FISKARNIR: (19. febr.—20. marz) Verið viðbúin, að á næstunni verði einhverjar breytingar í daglega lífinu. Kannske verða þær eitthvað í sambandi við ó- vænt ferðalag, eða enihverjar- breytingar innan fjölskyldunn- ar. — Kannske fáði þér mót- vindi í yðar aðal áhugamál. — En þér skulið samt láta til skara skríða og framkvæma hlutina eins og ákveðið var. Föstudagur verður sérstakur gleðidagur. HRÚTSMERKIÐ: (21. marx— 20. apr.) Gerið yður engar grillur út af smámunum, því þér þurfið á allri yðar orku að halda, ef þér ætlað að klára verkefnið, sem þér hafið tekið að yður og mun færa yður mikla gleði. Misskilningur milli yðar og góðs vinar, sem varð í fyrri mánuði, getur auðveldlega lag- ast, ef þér sýnið vilja yðar til, að svo verði. — Varið yður í peningamálunum og gætið sparnaðar. NAUTIÐ: (21. apr.—20. maí) Yður finnst, sem þér séuð í sjálfheldu og sjáið enga leið til að losna þaðan. — Hugsið með ró um Það. Yður opnast leið úr ógöngunum, á sérkennilegan og einkennilegan hátt, sem yður hafði síst órað fyrir, innan skamms. — Einhver mann- eskja reynir að fá yður út í rifr- ildi við sig, en þar, sem þér vit- ið fyrirfram, að lífsskoðanir ykkar eru gjörólíkar og að þið komist aldrei að niðurstöðu, þá frá 20. júlí—21. ágúst sleppið öllum viðkvæmum mál- um í samræðum við hana. TVlBURARNIR: (21. maj—20. júní) I ölum bænum látð tiilfinn- ingarnar ekki endalaust hlaupa með yður í gönur. — Reynið heldur að leyna þeim betur, en þér gerið, að öðrum kosti verðið þér fyrir miklum vonbrigðum. — Einhver reynir að standa í vegi fyrir framtíðaráformum yðar, en það þýðir ekkert að ætla sér að bera hann burtu með hamagangi, því þá verður enginn hlutur sem fellur yður í skaut. — Notið heldur kurteis- lega framkomu ásamt skapstill- ingu. KRABBINN: (21. júní—20. júlí) Þér eruð með öll hæstu spilin á hendnnii og spilið þér rétt þá náið þér settu marki, löngu fyr, en þér höfðuð reiknað með. Finnst yður einhver vera yður til trafala, þá afgreiðið hann með virðulegri og heiðarlegri framkomu. — Munið það, því annars mun yður iðra Þess allt Ifið. Það er sendibréf, sem þér fenguð fyrir löngu síðan. — Nú skulið þér láta verða yðar fyrsta verk, að svara því. LJÓNIÐ: (21. júlí—21. ágúst) Mánuðurinn úir og grúir af ástarævintýrum hjá þeim ungu og ógiftu. — En það er ekki þar með sagt að þau leiði til hjóna- bands. — Takið þau því ekki of hátíðlega. — Þér fáið góðar fréttir í byrjun næstu viku. — Takið atvinnu yðar ekki, sem aukavinnu. — Aðeins með dugnaði og útheldni náið þér áfram í lífinu. MEY J ARMERKIÐ: (22. ágúst—22. sept.) Já, því miður. Það fer ekki hjá því, að margt gengur á afturfótunum næstu viku, fyrir yður. — T. d. verðið þér, en þó alveg óvart, fyrir því, að koma vinkonu yðar i svo vont skap, að það virðsti ekki séð fyrir endann á því, hvenær hún losn- ar úr því aftur. — Við þetta bætast smávegis örðugleikar öðru hvoru, svo þér þurfið sann- arlega á skapstillingu yðar að halda. — Er henni fyrir að þakka, birtir líka upp svo um munar eftir vikulokin og end- ist lengi. VOGASKÁLIN: (23: sept.—22. okt.) Munið: Það er í dag, sem þér lfið en ekki í fortíðinni. Hættið því þessum eilífu samlíkingum milli nútíðar og fortíðar, því enginn borðar brauðið í dag, sem hann átti fyrir tíu árum. Ljúkði því nú við eitthvað af því, sem þér ætluðuð fyrir löngu að vera búin að gera. — Og sjá- ið til. Skapið tekur stórum breytingum til hins betra og dugnaðurinn eykst um helming. — Fáið yður svo nýjan hatt, þér hafið góð efni á því í næstu viku. - SPORÐDREKINN: (23. okt.—22 nóv.) Þér látið aðra nota krafta yðar um of. — Hvílið yður á því um stundarsakir, og snúið yður að yðar eigin málum. — Ef þér eigið heimili, þá helgið því kröftum yðar og þér munið hljóta mikla gleði af Því. — Vandið framkomu yðar, því þó yður finnist það vera vitleysa, þá samt, ef þér gerið það ekki, getið þér auðveldlega komist mlili tannanna á slúðurberum. Eldri frænka yðar bíður með óþreyju, að þér skilið henni því, sem þér fenguð lánað fyrir nokkru. BOGAMAÐURINN: (23. nóv.—20. des.) Það hendir yður mikið happ í peningamálum, næstu viku. Notið þá á skynsamlegan hátt. — Atvinnuhorfur eru í blóma. — Þar virðist, að fyrir atbeini einhvers góðs vinar, fáið þér stöðu, sem þér hafið lengi ósk- a.ð eftir. 1 ástamálum, er yður bezt að koma til dyranna eins og þér eruð klæddir. — Spilið úr spilunum og munið að fylgja réttum lit. STEINGEITIN: (21. des.—19. jan.) Hvílið yður í nokkum tíma frá skemmtanalífinu. — Þér þurfið þess með. — Verið ekki með_ afskipti af málum annara. — I vikunni gæti skeð að Þér yrðuð fyrir einhverjum leiðind- um. — En þeir, sem sjá skop- legu hliðarnar á tilverunni, sleppa. — Happadagur yðar verður 20. júlí. 8 VIKAV VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.