Vikan


Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 14
Þú verður myrt Framli. af bls. 10 búinn gat hann ekki laumast burtu án þess að vekja grun. Hún var ekki i vafa um, að þetta var maðurinn, þegar hún sá hina krampakenndu drætti í andliti hans. Hann vissi sýnilega vel, að það sem hann átti að gera var glæpur, en reyndi að sannfæra sig um að hann gerði rétt. Enn hreyfði hann sig ekki. Hann stóð grafkyrr og starði á hana. Aum- ingja drengurinn, hann er svo ung- ur, hugsaði hún og þorði ekkerxt að gera, af hræðslu við að hann hætti við áform sitt. Enn hreyfðist hann ekki. Hvers vegna flýtir hann sér ekki , hugsaði hún og hugleiddi, hvort það væri hnífur eða snara, sem hann væri að fitla við i vasanum. Andar- tak datt henni i hug, að berjast fyr- ir lífi sínu, en þá minntist hún skurð- arborðsins, sem hún myndi brátt eiga að leggjast á, heyrði frekjulegt taut Madeleine, þegar hún heimtaði að hún borgaði skuldir hennar og minntist blíðulausra atlota Claudes. Ósjálfrátt rétti hún báðar hendurn- ar á móti honum, og brosti til hans eins og hún vildi segja honum að hún ásakaði hann ekki og hún vildi óska að hann lyki þessu af sem fyrst. En í stað þess að koma nær sner- ist hann á hæli og hvarf hljóðlaust út um dyrnar eins og hann hafði komið. Hún sat eftir og starði á lokaðar dyrnar. Henni hafði orðið á hlægileg mistök. Þetta hafði aðeins verið einn farþeganna, sem hafði far- ið klefavillt. Og hún hafði imyndað ..•fiðr að hún hefði séð þessi svipbrigði I aneUiti hans, vegna þess að hún átti von á morðingja sínum. Þetta voru henni vonbrigði, en það varð svo að vera. Hún hugsaði til manns- ins í gráu fötunum með bláa háls- bindið þegar hann þeyttist af lest- inni og henni leið eins og barni, sem hefur verið lofað einhverju. Full undrunar og hryggðar skildi hún, að ókunnugur maður hafði fórnað lífi sínu fyrir hana. Og hún slökkti ljósið og lagðist út af aftur. Þó að hún hefði ekki ástæðu til að ætla 1 að maður kæmi fyrr eða síðar um nóttina til að myrða hana gat hún ekki gert að því þótt svefninn yrði ásæknari og ásæknari og loks sofn- aði hún og hana dreymdi um skíða- ferðir i ölpunum með eiginmanni sínum. —o— Næsta morgun gekk ungur mað- ur, sem nýlega var kominn aftur til Róm inn í hótelherbergi til að gefa yfirmanni sínum skýrslu. Hann var með gleraugu og hatturinn dreginn niður í augu. — Madame Rémy var ekki með lestinni, sagði hann. Okkur hafa orðið á mistök. Að vísu var þar kona, sem kom heim við lýsinguna, en þegar ég ruddist inn i klefann sá ég að það var aðeins í útliti, sem hún líktist henni. Hún var alls ekki þreytuleg og virtist miklu yngri en madame Rémy. Auk þess virtist hún vera í sólskinsskapi. Ef Ferrero hefur tekist að finna madame Rémy í lest- inni hlýtur hann að hafa varað hana við. En þessi kona var ekki ögn hrædd. Hún hafði ekki einu sinni læst dyrunum. Ég hafði á tilfinning- unni að hún væri hálfgerð léttúðar- drós. Hún var máluð og vel til höfð og þegar hún sá mig rétti hún báðar hendurnar á móti mér og brosti. Ungi maðurinn roðnaði ofurlitið,- Ef ég hefði verið kyrr í klefanum, hefði ég áreiðanlega fengið góðar móttök- ur. Yfirmaður hans, sem ekki lét sann- færast, lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Og þegar ungi maðurinn kom út hafði honum verið sagt upp stöðunni. Um þetta leyti sat Madame Rémy í matarvagni hraðlestarinnar til Parísar og drakk morgunkaffi. Hún hafði ætlað að fá kaffið inn í klef- ann en skyndilega fylltist hún löng- un til að sjá sem mest af umhverf- inu og mögulegt var. Þegar hún vaknaði hafði hún fundið til óskilj- anlegrar gleði og léttis. Hún fann að hún vildi gjarnan lifa dálítið lengur. Hún minntist þess að hún hafði heyrt um ýmsa sem lifað höfðu samskonar uppskurð af. Og hvað Madeleine viðvék þá skyldi hún sjálf súpa seyðið af heimsku sinni og eyðslusemi. Hún ætlaði að minnsta kosti ekki að selja húsið né gimstein- ana. Og starfið. Hún ætlaði að hætta því og fá sér rólegra starf. Tízku- húsin höfðu hvað eftir annað gert henni girnileg tilboð og hún var ákveðin í að taka einhverju þeirra. Og hvers vegna skyldi hún vera að syrgja Claude? Ef hún þurfti karl- mann þá nægðu endurminningarnar um Lois henni fullkomlega. Hún brosti og leit út um glugg- ann. Aldrei hafði henni fundist lands- lagið eins hrífandi fagurt og þennan morgun. Ráðning vísna á bls. 2. Þankastrika Þóroddur þjónaði punktum Tomma gæsalappa Guðmundur og Gudda semikomma. Einn við tvípunkt setti sá í svigum vann hann mikið gæsalöppum gekk svo á gegnum þankastrikið. Happdrætti DAS Framh. af bls. 7. Við spyrjum hvort Ragnheiðui' hafi sjálf valið miðann sinn. „Nei, við hjónin völdum miðann af handahófi," segir frú Elín, „við keyptum fjóra miða daginn sem happdrættið tók fyrst til starfa, þar á meðal þennan. Maðurinn minn var sjómaður áður en við giftum okkur og þess vegna fannst okkur vel til fundið að styrkja byggingu dvalar- heimilisins." Þau hjónin, Elín og Sigurhans, hafa verið gift í 5 ár og geta því haldið brúðkaupsafmælið hátíðlegt í nýju íbúðinni í haust. Undanfarið hafa þau búið ásamt annarri fjöl- skyldu í 5 herbergja ibúð en aldrei séð sér fært að ráðast í húsbyggingu sjálf. Húsaleigan gleypti meginhlut- ann af tekjunum. Þau höfðu í hyggju að flytja í gamalt húsnæði á Nönnu- götu, þar sem húsaleigan var minni, í því skyni að spara saman fyrir nýrri íbúð. Þau voru meira að segja búin að segja upp húsnæði á Hofs- vallagötunni nokkru áður en örlaga- dísirnar gripu í taumanna. 915. krossgáta VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 flýti —: 4 boi'g á ítalíu — 10 róleg — 13 skinn (forn rith.) — 15 gjálfra — 16 lán — 17 ritað mál — 19 nestispoka — 20 tímabil — 21 kettir — 23 litar 25 heigulshátturinn — 29 samhljóðar — 31 vörueining sk.st. — 32 heimsfrægur norskur stjórnmálamaðui' — 33 beygingarend- ing — 34 sex — 35 utan — 37 landshluti — 39 viðstaða — 41 ómegin — 42 sjávardýr — 43 norrænt kvennablað — 44 vindur — 45 gælunafn — 47 búfjárafurðir — 48 enskur titill — 49 beygingarendíng — 50 tónn — 51 tímamark — 53 tónn -— 55 frumefni — 56 sölustaðurinn — 60 þrá — 6 ekki neinan — 63 nes — 64 tyfta — 66 vegurinn — 68 líffæri —-69 — 70 gaman — 71 skussi — 72 mannsnafn — 73 úrgangsefnið — 74 gagn. Lóðrétt skýring: 1 dönsk eyja — 2 klæddust þeir sem voru i sorg — 3ekki þessir — 5 fornafn — 6 ekki öll — 7 skipsenda — 8 vond — 9 frumefni — 10 rign- ingin — 11 reiður — 12 skrítinn .. 14 stórir menn — 16 höfðingjar — 18 háværum stað — 20 brot í pilsi — 22 tímarit — 23 samstæðir -—■ 24 skjólflík — 26 veitt eftirför — 27 veiðitæki — 28 stjómarmeðlimir — 30 tré — 34 vélbátur — 36 drep — 38 Kínverji — 40 máttarvöld — 41 á húsi — 46 greinir — 47 kvenmannsnafn þf. — 50 grípa — 52 asi — 54 ilmar — 56 enginn (fornt) — 57 íþróttafélag —- 58 tónn — 59 mannsnafn ■— 60 kaup — 62 fangamark alþjóðastofnunar — 63 efni — 64 spendýr — 65 mannsnafn — 67 óþrif — 69 samhljóðar — 70 vörueiningin sk. st. Lausn á krossgátu nr. 90. Lárétt: 1 undanvillinginn — 13 óleik — 14 iljar — 15 lit — 16 mál — 18 dunar — 20 þulir — 23 klór — 25 ríkur — 27 nýta — 29 eim — 30 mök — 31 múr — 32 iður — 34 nurla — 36 eira — 37 rámar — 39 aspir — 41 set — 42 kem — 44 gatan — 46 Muður — 49 skor — 51 nemar — 53 ræsi — 55 kol — 56 sól — 57 son — 58 utan — 60 siðir — 62 tign — 63 næmið — 65 kögur — 67 Lón — 68 roð — 70 firar — 72 þorri — 75 virðingarstaðan. Lóðrétt: 1 um —- 2 dó — 3 allur — 4 nein -r- 5 vitar — 6 ik — 7 li ■—-8 ilmur — 9 Njál — 10 galin — 11 ir — 12 né — 17 skeið — 18 dómur — 19 rímur — 20 þukla — 21 rýmir — 22 Marat — 24 Iið — 26 kör — 28 túr — 33 rásar — 34 Natan — 35 Askur — 36 eimur — 38 met — 40 peð — 43 ískur — 44 golan — 45 nesið — 46 Malik — 47 Ræsir — 48 linna — 50 kot — 52 móð -— 54 Sog — 59 nælið — 60 sinan — 61 Röros — 62 tuðra — 64 Móri — 66 gort — 69 vv — 70 fr. — 71 rg — 72 þr — 73 ið — 74 en. Lausn á krossgátu nr. 914 Lárétt: 1 kveinka — 7 geldast — 14 rof — 15 vamm — 17 taugar — 18 egna — 20 smita — 22 gala — 23 draug ■— 25 asa —■ 26 sat ■— 27 dí — 28 Mön —■ 30 uggir — 32 dð — 33 uss — 35 fýsileg — 36 gúl — 37 maul — 39 buna — 40 velgerðarmann — 42 föll — 43 auðn — 45 ell — 46 gagnast — 48 ata — 50 11 — 51 forug — 52 trú — 54 rt — 55 las — 56 S.U.N. — 58 aðför — 60 tros — 62 útnes — 64 arna — 65 raftur — 67 afar — 69 aum — 70 aftalir — 71 skammra. Lóðrétt: 1 kreddur — 2 vogrís — 3 efna — 4 nv —-5 kas — 6 amma — 8 eta — 9 la ■— 10 dugar — 11 agat — 12 sal — 13 trauðla — 16 mis- mirðinguna — 19 aum — 21 tagl — 24 göfug —- 26 sig — 29 nýlegar -— 31 getrast —- 32 dúnn — 34 smell — 36 Gunna —- 38 all — 39 bað — 40 völl — 41 mutra — 42 felmtra — 44 hatrama — 46 gos — 47 gust — 49 trönur — 51 fasta — 53 úða — 55 loft — 57 nefs -— 59 Fram — 61 raf — 62 úri — 63 sak — 66 ul — 68 ra. Gerist áskrifendur VIKUNNAR! 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.