Vikan


Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 13
Spangolettarnir losuðu sig við hann. En þá fórst þú að skipta þér af. Hvernig stóð á því?“ „Elder hélt að ég væri frá Spangoletti-bræðrunum. Hann kjaftaði strax frá.“ „Ágætt, ég var einmitt að hugsa um að losa mig við hann.“ Iillgirnis- legur hlátur kom frá litla munninum. „Nautheimskur. Hélt að hann fengi heilt hlass af peningum fyrir að kjafta frá. Jæja, góði, nú verðum við að grafa upp Homer Mace. Þriðjungur milljónar er í veði.“ „Ertu viss um að þú hafir sagt mér allt. Viss um, að þú vitir ekkert um Stitch Olivera —- sem þú hefur sleppt?“ Clifford virtist hissa. Einnig Angel. „Cliff er búinn að segja þér allt, Max.“ „Ertu viss, Clifford? Því áð ef þú getur sagt mér dálítið í viðbót, skal ég segja þér hvernig ljóshærða stelpan þín ætlar að svíkja þig.“ Angel stökk á fætur og gretti sig. „Hvern fj... — hlustaðu ekki á hann, Cliff, elskan!“ Marin hendin fikraði sig hikandi undir koddann'. Thursday greip hana. „Þú ert í verri klípu en þú heldur, Cliff, elskan Spagnolettarnir vita hvar þú ert. Angel vinnur fyrir þá — ekki þig. Hún heldur i þig, þangað til Rocco og Leo ná í perlurnar. Þá fylla þeir þig af blýi.“ Angel sagði snöggt: „Hvað er hann að reyna, elskan? Stía okkur sund- ur og hirða perlurnar sjálfur?“ Clifford var skjálfraddaður. „Maður gæti haldið það. Ég veit ekki nema hann sé Saint Paul.“ Hann reyndi að losa hendina. Thursday greip fastar utan um hendina og fann lítil bein núast saman. „Þú verður að finna upp á fleiri svörum, Clfiford. Lögreglan er á eftir þér. Spagnolettarnir vilja ná í þig. Og ég get komið þúr úr klipunni, ef þú aðeins svarar nokkrum spurningum. En við verðum að losa okkur við þá ljóshærðu. Hún er of skæð. Hún rotar þig með klóral á hverjum degi, þegar hún fer að heimsækja Rocco og Leo. Hún þolir ekki að vera í herbergi með þér. Hún elskar þig svo heitt.“ Maðurinn í rúminu rétti úr sér og kjökraði: „Góði maður. Þú ert eitt- hvað einkennilegur. Við Angel ætlum að gifta okkur. Hún fer til Spagno- letti-bræðranna, svo að þá gruni ekki, að ég sé hjá henni." Konan hallaði sér upp að hurðinni og dró djúpt að sér andann. „Þetta er rétt, elskan. Ég elska þig. Segðu honum að klóralið hafi verið þín hug- mynd.“ „Klóralið var mín hugmynd. Mig klæjar djöfullega undir þessu gifsi. Og ég er að drepast í löppinni. Ég gat ekki sofið.“ Thursday brosti háðslega. „Einmitt það? Spurðu Angel hvað hún hafi verið að gera í gærkvöldi. Spurðu hana hversvegna hún hafi verið að gæla við mig og hversvegna hún hafi verið að tala um að losna við þig, Clifford.“ „Hann lýgur þessu, elskan. Trúðu honum —.“ Clifford urraði: „Þú lýgur þessu. Þú veizt, að ég tók sjálfur inn eitrið. Það hefði getað verið samkvæmi hérna í gær, án þess að ég vissi það.“ Rautt andlit hans skein af svita. „Hversvegna talarðu svona, Thursday? Við erum heiðarleg við þig. Angel er heiðarleg við mig. I guðanna bænum — farðu varlega með hendina?“ „Þykir þetta leitt, Clifford. Við verðum víst að hittast í Market-götu. Kannski getur þú svarað spurningum Clapps. Þú hefði eflaust gott af því.“ Angel greip litlu regnhlífina við hurðina og hélt báðum höndum utan um hlífina. Grá skíman frá glugganum endurvarpaðist á glerhandfanginu. Thursday greip fast utan um lausu hendnia á Clifford og hélt hinni hend- inni uppi, til þess að verjast höggi. Angel hikaði. Clifford opnaði munninn í angist. Hann lyfti særða handleggnum og rak hann af öllú afli í kvið Thursdays. Granni maðurinn beygði sig í keng og stóð á öndinni. Clifford öskraði: „Sláðu hann, Angel. „Max Thursday heyrði þytinn í regnhlífinni. Hann reyndi að forðast höggið og henda sér áfram, en gipsið lá um fætur hans og hann gat ekki hreyft sig. Glerhandfangið skall á hnakka hans. Laugardagurinn, 11. febrúar, kl. 12,30 e.h. Súld grúfði yfir gangstéttum Broadway, svo að umferðin varð hægari. Vindurinn blés mistrinu framan í Thursday, þar sem hann gekk eftir Fjórðu götu og flýtti sér norður C-stræti. Hjá horninu var veitingastaður- inn New Rendezvous. Hann opnaði tvöfaldar dyrnar og gekk inn í langan salinn. Barinn var fullur af fólki. Básarnir voru fullir af kaupsýslumönnum, skrifstofustúlkum og fólki, sem var að koma úr búðum. Diskaglamur rauf öðru hverju kliðinn í fólkinu og stundum heyrðist skær rödd þjónustustúlk- unnar. Thursday gekk eftir salnum. Hann var nærri kominn að barnum, þegar hann kom auga á mann með grábrúnt hár í síðasta básnum. Thursday staðnæmdist hjá honum. „Flökkumaðurinn,“ sagði maðurinn. „Fáðu þér sæti, Max. Við vorum einmitt að tala um þig.“ Thursday settost hjá stóra manninum og leit yfri borðið á Georgi. Hún brosti til hans veiku, feimnislegu brosi. Hún var föl, en vel máluð undir gráum hatti. Hún var í grárri ullardragt með púðalagðar axlir. Silfur- hnappar lágu niður á mjótt mitti hennar. Thursday leit af konunni á manninn og siðan aftur á kouna. Honum fannst hann hafa stöðvað samtalið í miðjum klíðúm. Clapp sagði, meðan hann lék sér að salatinu: „Hvernig fannstu okkur?" „Hringdi á skrifstofuna. Ég fullvissaði Crane um, að það væri áríðandi. BÓKMENNTIR Boðskapur nýrrar aldar Þegar útvarpsstöðvar heimsins hinn 4. október 1957 báru mönn- um fregnina um Sputnik I., þurftu þeir hvorki sigri hrósandi Krusjeff né felmtri sleginn Eisen- hower til að fullvissa sig um, að ný öld var gengin í garð. Örðug- asti hjallinn var að baki, steinsnai' til tunglsins og við eigum fyrir höndum ævintýri furðulegra en nokkurn órar fyrir. — 1 hinni Gísli Halldórsson nýju bók Gísla Halldórssonar verkfræðings*) fáum við að heyra ávæning af ýmsu því, sem vísindamenn telja geimfara fram- tíðarinnar eiga í vændum. Af al- kunnu imyndunarafli leiðir hug- vitsmaðurinn okkur inn í heim, harla ólíkan þeim, sem við frá degi til dags höfum fyrir augum og álítum alla jafna allra heima eðlilegastan. Við fáum að heyra að gervitunglin, sem nú þeysa stolt um himingeiminn eigi sér í rauninni lengri sögu en þá, sem rakin verður aftur til siðastliðins hausts. Það er saga hugmyndar- innar, brautryðjendanna, athlægi hinnar heilbrigðu skynsemi, sem stundum revnist næsta brigðul. Við lesum um fálmandi hendur, sem verða æ öruggari að hverri fenginni reynslu. Og loks er draumurinn að rætast og jafnvel hin hagsýna stétt, lögfræðingar, er nú ekki látin liggja á liði sinu, en þess i stað tekin til við að leggja drög að umferðalögum og réttarreglum, sem gilda eiga á himnum uppi. — Bókin er í þrem- ur köflum. 1 meginkaflanum er m. a. eðli eldflaugarinnar lýst, gérvitunglum og þeim hugmynd- um og áætlunum, sem menn gera sér um tunglferðir þær, sem farn- ar vera von bráðar. Síðan sækir höfundur á dýpri mið og lætur sér jafnvel ekki nægja svigrúmið í sólkerfi okkar. Hann er hér í ess- inu sínu og gerir heillandi efni prýðileg skil. Annar kafli greinir nánar frá tækninni og er eölilega ekki allur jafn fjörlegur. Síðasti hluti þess kafla ætti ef til vill bet- ur heima í fyrsta kafla bókarinn- ar. Þai' eru dregnar fram líkur á lífi á öðrum hnöttum, eða öllu heldur á tilveru pláneta utan okk- ar sólkerfis. En hér hafa fæst orð minnsta ábyrgð og óskhyggjan vr.rrs'Jm, þótt fleira yrCi til að rr.ii'.r. ctoCum undir fullvissu Gísla, svo sem sköpunarkenning Fred Hoyle’s. Þriðji kafli bókarinnar og hinn síðasti er ekki síður hug- vekjandi. Höfundur gerir þar til- raun til að lýsa í stuttu máli helztu niðurstöðum nútímavísinda; — að vísu skuggamynd glæstrar og vandrataðrar byggingar, hug- smíðar, sem snillin hefur einna hæsta reist. Ætla mætti að bók, sem segir frá sigri manna í baráttu þeirra við náttúruöflin og fífldjörfum á- formum, .hvetji menn til að of- metnast og hreykja sér hátt. En að loknum lestri siðasta kaflans erum við orðnir næsta litlir fyrir okkur þrátt fyrir allt og stöndum rökþrota frammi fyrir þeim furðu- heimi, sem við í rauninni lifum i og hrærumst. Hver ráðin gáta vekur fjölda nýrra og sú leiða hugsun læðist inn, að okkur mönnunum sé ýmislegt annað betur gefið en skilja til hlítar innsta eðli hlutanna, Hin ágæta bók Gísla flytur okk- ur tvennskonar skilaboð frá eðlis- vísindunum, önnur vísa á veginn, sem liggur á brott frá okkar ást- kæru jörð til ókunnra heima hin kalla okkur heim úr þeirri útlegð, sem aðsópsmiklir sann- leiksboðendur 19. aldar dæmdu mannskepnuna í. Er ekki tíma- bært, að menn fari að gegn því kalli ? Ekki virðist efnishyggjan vera vísindamönnum a. m. k. haldgóð lengur. Hefi Gísli þökk fyrir þessa bók. Það er of algengt hér á landi, að fróðir menn grafi pund sitt í jörðu. Bókina gætu allir lesið. Hún er skrifuð á ljósan og lifandi hátt, myndii' til skýr- ingar og prýði, skrá yfir tæpt hundrað hugtaka. Því miður er bókin ekki laus við prent- og málvillur. („Krefur til mergjar'V) * Gísli Halldórsson: Til fram- andi hnatta. Almenna bókafélagið. 1958. Þ. Afsakið.“ Thursday teygði sig yfir borðið og náði þar i öskubakka, og Georgia sá hvítt sárabindið bak við hægra eyra hans. Hún gaf frá sér hálf- kæft óp. „Max. Höfuðið á þér — hvað kom fyrir —“ Framhald i nœsta blaði. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.