Vikan


Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 5
hvers vegna — kannski hafði það verið kjáanlegt af honum — en hanii hafði alltaf talið víst að þau eignuðust börn. Það var að minnsta kosti það sem hann þráði. Hann þráði það vegna þess að hann elskaði hana. Börnin yrðu sýnilegur ávöxtur ástar þeirrar. Ef hann segði það við hana mundi hún segja aftur að hann væri væminn. Og húsgagnaverzlun var ekki rétti staðurinn til slíkra viðræðna. Auk þess þótti henni sýnilega leiðinlegt að tala um fjölskyldu hans. Hún hafði snúið sér við og skoðaði kommóðu frá tímum Önnu drottningar. — Hvar eigum við að setja þessa, Símon? — Færi hún ekki vel i herberginu mínu? — Hún hlýtur að kosta einhver ósköp. En ef þig langar að fá hana skiptir það kannski ekki máli. Hún bætti við: — Mikið er ég heppin að hafa náð mér í rikan mann. — Hefðir þú ekki vlijað giftast mér, ef ég væri fátækur? — Alls ekki. Hún hló lítillega og þrýsti hönd hans. Elskan þú veizt að ég hefði viljað það. Símon hugleiddi hvort hann gæti trúað henni. Og svo sagði hann reiðilega við sjálfan sig að það gæti hann auðvitað. Hvað var eignlega að honum í dag? Hvers vegna var hann að setja út á hana og vantreysta henni. Það var í fyrsta skipti, sem hann hafði gert það. Hann vonaði að þetta yrði líka í síðasta sinn. Honum þótti miður að þurfa að vantreysta fólki. • — Simon. — Já. — Það er mjög eðlilegt að mér þyki gaman að þú átt peninga. öllum stúlkum þykir það. Simon opnaði eina skúffuna, lokaði henni og opnaði næstu. Pollý dró út eina enn. Skyndilega rak hún upp lágt óp. Svipurinn á andliti hennar var gerbreyttur. — Símon, sérðu hvað þetta er? Hún benti á mynd, í blaði, sem lá neðst í skúffunni. Elskan, þetta er Nan. Símon skoðaði myndina. Var þetta Nan? Hann gat ekki trúað því. Pollý tók blaðið uppúr skúffunni og hélt þvi fyrir framan sig svo að þau gætu séð myndina betur. — Þetta er Nan. Og nafnið hennar. Annette Smith. — Ég vissi ekki að hún héti Annette. — Jú, þetta er hún. Lestu greinina. Símon tók við blaðinu og las. Og þegar hann hafði lesið greinina yfir mundi hann eftir þessu. John Cornell hafði verið við nám í Oxford um leið og hann. Hann hafði orðið mjög hryggur að heyra að hann hefði framið sjálfsmorð. Þar sem Cornell var frægur kringlukastari höfðu blöðin gert mikið veður út af atburðinum. — Hefurðu séð, hvað dómarinn segir um hana? Pollý benti á orðin um leið og hún las: Hr. Neath segir að það hafi verið mjög sorglegt að maður með slíkar gáfur og hæfileika skyldi verða ástfanginn af stúlku eins og Annette Smith. Þau höfðu sýnilega ólíkar skoðanir og áhugamál. Bréfið, sem hinn látni lét eftir sig hafði greinilega sýnt þau bitru von- brigði. Pollý leit á Símon. — Já, ég segi bara það að ekki yrði'ég ánægð ef svona væri skrifað um mig. Annars er ég ekkert undrandi. Eg er ekki blind, þegar um kyn- systur minar er að ræða. Blíðan og elskulegheitin hennar hafa aldrei haft minnstu áhrif á mig. Ég hef alltaf fundið að innst inni er hún — skepna. Nú dofnar kannski hrifningin á henni. Pollý lagði blaðið aftur í skúffuna og tók i hönd Símonar. — Við skulum koma. Ég held við ættum ekki að minnast á þetta við nokkurn mann. — Hamingjan sanna, nei, hrópaði Símon, sem óskaði að hann hefði ekki séð blaðið. — Þegar allt kemur til alls er þetta leyndarmál Nans, hélt Pollý áfram. Mér finnst hún hljóti að hafa rétt til að eiga fortíðina ein. Ég furða mig ekki á því að hún hafi aldrei sagt neinum frá henni. — Getur hr. Drewett fylgt Nan heim á eftir svo að ég geti hitt hann aftur, amma, af því að þetta er nú síðasta kvöldið mitt heima. — Já, vina mín, það hugsa ég. Lady Wadebridge brosti til Ronalds sem var kominn til að fá Nan i gönguferð. Komið þér inn augnablik. —• Þakka yður fyrir. Nan leit á klukkuna. — Ef við ætlum í gönguferð, er bezt að við förum strax. Klukkan er að verða sex og ég má ekki vera lengi í burtu. — Þú getur verið eins lengi og þú vilt Nan, sagði Lady Wadebridge. Hún sneri sér að Drewett. Nan leggur of hart að sér. — Vitleysa, sagði Nan hlæjandi. Mér hefur aldrei liðið eins vel og hér. Hún kyssti Jenný á ennið. Sé þig á eftir, vina. Þau gengu niður stíginn. Þetta var i fyrsta sinn, sem þau hittust sið- an á sýningunni. Það var ekki Ronald að kenna. Hann hafði hringt á hverj- um degi og beðið hana að hitta sig. En hún var alltaf svo önnum kafin. Hún gat ómögulega losnað. Fyrir klukkutíma hafði hann hringt og sagt að í þetta skipti væri þýðingarlaust að segja nei. „Ég hitti Pamelu niðri í þorpinu. Hún sagði að þér þætti gaman að fara í gögnuferðir, þegar þú værir búin að vinna.“ Hann hafði lagt símann á, áður en henni gafst tóm til að mótmæla. Hann dró hana til hliðar, þegar bifreið ók framhjá þeim. Símon, sem var við stýrið veifaði til þeirra. Pollý sat við hlið hans. — Þau voru i London í dag, sagði Nan. Voru að kikja í búðir. — Var þetta sonurinn, sem er trúlofaður Pollý Teesdale? — Já, það var Símon. Hann er mjög viðkunnanlegur. — Já, það var Símon. Hann er mjög viðkunnanlegur. — Ég fann á mér að þér félli vel við hann. Framhald í nœsta blaði. dieselvélar fyrir fiskiskip, 3 hö til 2500 hö. DEUTZ-dieselrafvélasamstæður. DEUTZ-verksmiðjan i Köln er nú ein stærst og reyndasta verksmiðjan i smíði dieselvéla. Á undanförnum árum hefur reynzt erfitt að fullnægja eftirspurn eftir DEUTZ-vélunum vegna langs afgreiðslutíma, en með gifur- legri framleiðsluaukningu munum vér framvegis geta útvegað flestar stærðir DEUTZ-dieselvéla fyrir íslenzk fiskiskip, fyrirvara- lítið, séu nauðsynleg innflutningsleyfi fyrir hendi. Leitið upplýsinga um DEUTZ-dieselvélarnar. Hlutafélagið HAMAR Tryggvagötu — Reykjavik. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.