Vikan


Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 10
Atvinna hennar var þess eðlis að hún gat með engu móti leitað á náðir lögreglunnar, þegar hún fékk þessi skilaboð: Haustkvöld nokkuð kom kona á fimmtugsaldri inn á aðalbrautarstöð- ina í Róm og steig upp í næturlest- ina til Parísar. Hún gekk inn í svefn- klefa, settist á rúmstokkinn og tók af sér hattinn. Hún var mjög þreytu- leg. Það var eilífðar tími síðan hún hafði ferðast með lest, og í þetta sinn var hún beinlínis neydd til þess, þar sem hún hafði ekki fengið sæti í flugvélinni. Hún hafði þó ekki mest- ar áhyggjur af því, svo að hún herti sig upp og reyndi að hrista af sér drungann og fór að leita að vega- bréfinu og farmiðanum, áður en eft- irlitamaðurinn kæmi. Á vegabréfinu stóð nafnið Madame Rémy, en fyrir nokkrum klukkustundum hafði hún heitið öðru nafni og þegar svo stóð á, var þriðja nafnið einnig til taks. Hún var löngu hætt að finna til 'östyrks eða kvíða vegna hinna sí- felldu nafnabreytinga. Það var áreið- anlega enginn, sem tæki sérstaklega eftir því, vegna þess að hún var á- kaflega venjuleg kona. Hún var hvorki há né lág, hvorki ljóshærð né öokkhærð og hvorki ljót né falleg. Hið eina, sem var sérstakt við hana var, að hún talaði sex tungumál reip- rennandi óg hafði frábært minni. Þegar . dyrnar opnuðust var madame Rémy ekki enn búin að taka;fram öll plöggin. Án þess að lítái upp; bað hún eftirlitsmanninn að biða áugnablik. Þegar hann svar- aði ‘ékkl,- leit hún snöggt upp. Hún sá' ’að maðurinn var óeinkennisklædd- Urj sékúndubroti siðar var hann horf- inn. Hún hafði séð að hann var klæddur gráum jakkafötum og hafði blátt hálsbindi. Madame Rémy elti hann ekki, því að hún hafði skilið erindi hans og tók upp pappírskúlu, sem hann hafði látið detta á gólfið. Hún breiddi gætilega úr miðanum og las: Það er maður í lestinni, sem hefur skipun um að myrða yður. Hún Vöðlaði miðanum vandlega saman aftur og gekk út á ganginn og stóð þar og horfði niður á illa upplýsta brautarstöðina. Það væri heimsku- legt að fara úr lestinni aftur. Maður, vopnaður hnífi, myndi eiga auðvelt með að ljúka verkefni sínu og læð- ast burtu i hálfrökkrinu, án þess að nokkur sæi. Hún varð hvað eftir annað að hörfa upp að veggnum, þegar farþegarnir gengu fram hjá henni. Hún virti einkum fyrir sér karl- mennina, sem stigu uppí iestina. Hún athugaði í laumi hávaxinn mann, sem klæddur var dökkum frakka. Þá heyrðust hróp. Hávaxni maðurinn stanzaði skyndi- lega og hún skauzt fram hjá hon- um og út að glugganum. Það sem hún sá virtist næsta ótrúlegt. Allir stóðu hreyfingarlausir og störðu á fjóra grímuklædda menn, sem þok- uðust hægt að stiganum sem lá nið- ur úr lestinni. Hávaxni maðurinn við hlið hennar fnæsti svo fyririit- lega að hún vissi, að hann var ekki morðingi. Þegar lestin fór í gang gekk hann inn i klefa sinn og, lét hana um að horfa út. Það var ekk- ert sérstakt að sjá í augnablikinu mennirnir fjórir voru komnir niður úr lestinni og ró og spekt komin á aftur. Skyndilega sá hún mann, sem hélt sér dauðahaldi í handriðið en missti svo jafnvægið og þeyttist af og skall á teinana þegar lestin brun- aði af stað. Þegar hann datt sá hún að hann var klæddur gráum fötum og hafði blátt hálsbindi. Madame Rémy gekk aftur til klefa síns og bað bæn fyrri sálu hans. Hún leit á hendur sínar og sá að þær skulfu. Svo fór hún að hugsa um hvað hún gæti tekið til bragðs. Auð- vitað gat hún hringt á eftirlitsmann- inn og sýnt honum miðann, sem hún hafði fengið, en .... Hún ákvað loks að aðhafast ekk- ert. ,,En hvað ég er heppin" tautaði hún hálfhátt. Hún hallaði sér aftur á bak upp að veggnum og endurtók ,,en hvað ég er heppin". Henni hafði fundist allt svo von- laust. Hún var ekki í minnsta vafa um hvers vega læknirinn, sem hún hafði farið til í Róm, hafði sagt henni að láta þegar taka röntgenmynd. Sjúkdómurinn var ættgengur og fað- ir hennar hafði fyrir nokkrum árum látizt af völdum hans. Svo voru peningavandræði, sem sífellt öngruðu hana og komust aldrei í lag, hvernig sem hún reyndi að samræma tekjur og gjöld. Hún hafði elskað eiginmannn sin heitinn svo innilega, að hún hafði ekki getað neitað dóttur þeirra um neitt. En Madaleine var frek, eigingjörn og þrjózk og hún hafði ekki hætt fyrr en móðir hennar gaf samþykkí sitt til að hún giftist hálfgerðum iðju- leysingja og hafði nú eftir aðeins fárra ára hjónaband, átt með hon- um þrjú börn. Eini hæfileiki Made- leine var sá, að geta eytt ótrúlega miklum pepingum í ekki neitt. Mad- ame Rémy sá ekki aðra leiðtilaðgeta borgað síðasta reikningabúnkann en að selja þá fáu gimsteina, sem hún átti eftir, eða litla húsið í Passy þar sem hún og eiginmaður hennar höfðu búið á góðu, gömlu dögunum. I báð- um tilfellurh yrði það fórn, sem myndi enga gleði færa henni, því að Madeleine líktist föður sínum ekki hið allra minnsta. Ennfremur hafði Madame Rémy gert sér ljóst að vináttu hennar og Claudes var lokið. Skömmu áður en hún fór frá París, hafði hún heyrt orðróm um, að hann ætlaði að kvæn- ast ríkri amerískri konu og þegar hún spurði hann, fór hann undan í flæmingi, svo að hún var viss í sinni sök. Þar með höfðu síðustu fimm árin misst það gildi sitt, sem hún hafði talið þau hafa. Hún hafð'i all- an tímann talið sér trú um að hún hefði tekið þetta starf að sér, vegna þess að hún og háttset’tur fransk- ur embættísmaður í frönsku utan- ríkisþjónustunni væru ástfangin hvort af öðru, og fannst þetta því vera rómantískt ævintýri. En nú hafði hún grun um að áðurnefndur embættismaður hefði fengið hana til ásta við sig, vegna þess að hún hæfði vel í starfið. Þó að hún vissi að Claude þótti vænt um hana, skildi hún, að hér eftir gat hún aldrei hugs- að til samverustunda þeiri’a, án þess að finna til auðmýkingar. Jafnvel starfið hafði misst aðdráttarafl sitt. Hið einasta, sem beið hennar, þegar húri kom heim úr ferðum sínum var sársauki og einmanaleiki, svo að það væri enginn skaði skeður, þótt hún kæmi aldrei aftur. Hún uppgötvaði, að eftirltismaður- inn stóð við hlið hennar og beið eftir að sjá vegabréfið og farmiðann. Hún rétti honum seðilinn og hönd hennar var orðin örugg og styrk á ný, og hún vissi að koma hans var eina tækifærið sem hún fékk til að bjarga lífi sínu,' en hún greip það ekki. Hann bauð henni góða nótt og ætlaði að fara, er hún kallaði á hann aftur, því að henni datt allt í einu i hug, að það væri ekki rétt, að hann missti af drykkjupeninginum sínum næsta morgun, einungis vegna þess að hún væri dáin þá. Hún rétti honum nokkra smápeninga og sagðist held- ur vilja láta hann fá þá núna, því að kannski gleymdi hún því i öllu atinu daginn eftir. Og allan tímann hugsaði hún um að hann væri senni- lega næstsíðasti maðurinn, sem sæi hana á lífi. Jafnskjótt og hann var horfinn út úr dyrunum brenndi hún pappírs- snepilinn og dró gluggatjöldin til hliðar, til að geta virt fyrir sér landslagið. Hún stóð út við gluggann um stund og sökkti sér niður í endurminning- ar. Síðan dró hún tjöldin fyrir á ný og afklæddist. Hún fór í fallegasta náttkjólinn. Hún hafði aldrei notað hann fyrr, þótt hún hefði alltaf haft hann með sér á hættulegustu ferð- um sínum — nú skildi hún hvers vegna. Hún þvoði sér í framan og púðraði sig og málaði varirnar lítið eitt, burstaði hárið þangað til það gljáði og smeygði sér þá upp í kojuna. Hún hafði slökkt loftljósið og hafði aðeins ljós á litla leslamp- anum fyrir ofan rúmið. Dyrnar voru ólæstar. Hún fann, að hún var úrvinda af þreytu. Síðustu dagarnir höfðu ver- ið erfiðir, en nú var verkefninu lokið og skjölin komin í sendiráðið. Hún hugsaði til Claude og Madeleine og fann, að hún kærði sig ekki hætishót um að sjá þau aftur. Hún reyndi að rifja upp eitthvað skemmti- legt, sem hún gæti hugsað um þess- ar síðustu mínútur og varð þá á að hverfa alla leið til hinna hamingju- ríku hjónabandsára sinna. Þaðan átti hún margar hugljúfar minningar; hún minntist þess þegar maðurinn hennar kom heim á kvöldin með rósa- vönd handa henni og þau drukku te fyrir framan arininn meðan myrkrið féll smám saman á. Þau höfðu far- ið til Sviss og rennt sér á skíðum í Ölpunum og á sumrin fóru þau til Noregs, veiddu fiska og fóru i fjall- göngur. En Lois var dáinn og það voru mörg ár, síðan hann dó. Hin einu, sem biðu hennar, þegar hún kæmi heim, voru Madeleine og Claude. Lestin hægði ferðina og nam stað- ar á lítilli brautarstöð. Flautan hljómaði, hátt og hvellt, tvisvar sinn- um, en maðurinn, sem átti að myrða hana, lét ekki sjá sig. Madame Rémy slökkti ljósið á les- lampanum og bað, að hann kæmi sem fyrst. Enn einu sinni ýtti hún hugsununum um Madeleine og Claude frá sér og sökkti sér aftur ofan í endurminningarnar frá hjúskaparár- um sínum. Hún var alveg að sofna, þegar hún heyrði komið við hurðina, og hún glaðvaknaði. Hún fann til ó- skaplegrar, óvæntrar hræsðlu. Hver taug var spennt til hins ýtrasta. Hún herti sig upp og sagði við sjálfa sig að hana langaði mest til að deyja og síðan kallaði hún hljóðlega: Entrez! Entrate. Dyrnar voru opnaðar og lokað hljóðlaust aftur. Hún fann aftur til óstjórnlegrar hræðslu og flýtti sér að kveikja á leslampanum. Maijurinn var ungur og mjög grannur. Hatt- inn hafði hann dregið alveg niður i augu og brett upp kragann. Hún brosti með sjálfri sér og gat ekki annað en vorkennt honum. Svona Framhald á bls. 14 ..#*« rerdnr myrt í nótt! Spennandi smásaga eftir REBECCU WEST 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.