Vikan


Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 9
^*^ FAGEIK MUNIE ÚB GUIXI OG SILFRI Senduin gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLIJN Laugavegi 22 A. — Sfmi 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MAEMELAÐI — SAFTIE MATAELTTUB — SÓSULTTUB EDIKSÝEA — BOEÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUB — Sendum um allt land — Efnagerðin Yalur h.f. Box 1313. — Sfml 19795 — Beykjavfk. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHREINSUN) SÓLVALLAGÖTU 74 • SIMI 13Z37 BARMAHLÍÐ S SÍMI 23337' Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Sfmar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. ftendum gegn póstkröfu um land allt. IB" Eg þakka þehn sem verzlað hafa í Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum síniun í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21A. Simi 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Oliukassa í báta og skip. Benzúigeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. Skoðanakönnun meðal reykvískra húsmæðra Ástin ekki talin undirstaða hjónabandsins, heldur gagnkvæmur skilningur, traust og virðing Erlendis tíðkast mjög að láta fara fram skoð- anakannanir um allt milli himins og jarðar. Enn sem komið er, hefur lítið verið gert af því hér á landi. — En nú hefur Heimilishornið snúið sér til nokkurra kvenna og þær hafa góðfúslega fallizt á, að svör þeirra birtist hér. Ætlunin var að birta nöfn þeirra, en þar sem ein þeirra var því mót- fallin, varð að hverfa frá því að þessu sinni. Þó má taka fram, að konurnar eru allar búsettar í Reykjavík. Síðar höfum við hugsað okkur að leita til kvenna úti á landi með ýmis konar spurningar. 1. Hvenær teljið þér hæfi- legt, að stúlkur giftist? 2. Hafið þér tru á langvar- andi trulofunum ? 3. Fóruð þér á húsmæðra- skóla áður en þér gift- ust? Ef ekki, hvernig hefur matseldin og bú- skapurinn gengið? 4. Hvað finnst yður hæfi- legt að hjón eigi mörg börn? 5. Hvern teljið þér grund- völl góðs hjónabands ? 6. Álitið þér, að börn og eiginmaður finni sig af- skipt, ef konan vinnur utan heimilis? 7. Hjálpar eiginmaðurinn yður við heimilisstörfin? 8. Helztu gallar eigln- mannsins ? 9. En yðar sjálfrar? Hér btrtast sviir kvennanna: Fyrst er A. Hún er 33 ára og a fjögur bðrn. Gifti sig 19 ára. 1. Mér finnst hæfilegt, að stúlkur giftist 19—22 ára. Auðvitað er ekki hægt að segja ákveðið um það, fer eftir efnum og astæðum og síðast en ekki sízt, þroska beggja. 2. Ég var sjálf trúlofuð í 1 og hálft ár og finnst það i stytzta lagi. Hins vegar held ég, aS vafasamt sé að draga giftinguna, þegar fólk hefur verið trúlofað í meira en 2—3 ár. 3. Nei, ég fór ekki I hús- mæðraskóla, en var á sníða- og matreiðslunámskeiðum og tel mig hafa lært n6g á þeim. 4. Ætti vitaskuld að fara eftir efnum hjóna, en það gleymist stundum að at- huga það, þegar hjón hrúgd niður börnum á hverju ári í 10—15 ár. Mín eru 14, 9, 6 og 2 og mig langar að eiga eitt í viðbót. 5. Ast til að byrja með; siðan traust vinátta og skilningur. 6. Þarf ekki að vera. Sjálf hef ég aldrei gert það og býst ekki við að byrja á því héðan af. Gæti kannski fengið vinnu við að skúra gólf í skrifstofum og búð- um, þegar krakkarnir eru orðnir fullorðnir og karlinn iagztur í kör. 7. Nei, það gerir hann yf- irleitt ekki, blessaður. Kem- ur þó fyrir, að hann þurrk- ar upp fyrir mig á afmæl- inu mínu. 8. Hann setur alltaf síga- rettuösku á gólfið, þegar hann nennir ekki að ná í öskubakka. 9. Alltof uppstökk. B er 51 árs. Hún á átta börn. Gifti sig 23 ára. 1. Ekki yngri en 20 ára. 2. Alls ekki. Ég og mað- urinn minn vorum trúlofuð í hálft ár. Það var ágætt. 3. Nei, en ég hafði lært matreiðslu og fatasaum hjá móður minni. 4. Mér þykir prýðilegt að eiga átta. Hjón ættu að eignast sem flest börn, bara reyna að hafa 2—3 ár á milli. Mín börn eru 26, 25, 22, 20, 18, 17, 14 og 10. 5. Gagnkvæm virðing og fórnfýsi. 6. Mér finnst sjálfsagt að kona vinni utan heimilis nokkum hluta dags, ef f járhagur heimilisins er erf- iður. Og ég get ekki skilið að nokkur ætti að hafa illt af því. 7.x Það kemur fyrir, en viljugur er hann ekki. Ein- stöku sinnum þvær hann þó upp og vökvar blómin. 8. Hann er voðalega latur. 9. Ég tala alltof mikið og þykist alltaf hafa á réttu að standa. C er 24 ára. Hún á 2 böm. Gifti sig 17 ára. 1. Fer eftir ýmsu. Mér finnst ég einskis hafa farið á mis, þótt ég væri svona ungi þegar ég gifti mig. 2. Nei. 3. Nei, ég ætlaði að gera það, en kom því ekki í verk. Þegar ég var 19 ára gerði ég þó alvöru úr þvi og haf ði mjög gott af þvi, sérstak- lega hefur það komið sér vel að læra handavinnu. 4. Ég vil eiga a.m.k. 12. Mér finnst böm alveg dá- samleg. Mín eru 7 ára og 1 árs. Við biðum í þessi 6 ár til að geta sparað sam- an, erum nú búin að kaupa okkur sæmilega stóra íbúð og erum ákveðin I að fylla hana af krökkum á næstu árum. 5. Traust, hreinskilni og svo auðvitað börn. 6. Nei. Ég vann úti I 3 ár og varð ekki vör við neina breytingu til hins verra hjá manni eða barni. 7. Já, hann er dásamlegur og ég get aldrei fullþakkað tengdamóður minni. Hún kenndi honum að búa um rum, þvo gólf, bursta skó og pressa buxur og hann /. K. gerir allt þetta Ijömandi vel. Og það sem meira er, hann virðist hafa ánægju af þessu, þótt haxm geri það kannski meira til að hjálpa mér. Hann hjálpar mér yfirleitt við allt og hefur gert frá því v\ð gift- • um okkur. Það eina, sem hann hefur aldrei fengizt til að gera er að þvo upp! GRIMUKLÆDD EGG Skemmtilegur smáréttur Það, sem til þarf: Fjórar brauðsneiðar Smjör Salatblöð Tvö harðsoðin egg Mayonnaise Matarolía Átta sardínur Kapar (súrs) eða sítróna. Það, sem gera þarf: 1) Eggin soðin og skurnin tekin af. 2) Brauðið smurt 3) Mayonnaisið hrært vel. 4) Mayonnaisið hrært vel. hálft egg — skorið langsum. 5) Næst er mayonnisið sett á og á að hylja eggin alveg. 6) Loks eru sardínurnar settar á mayonnisið og skreytt með kapar eða sítrónúsneið eft- ir smekk. HUSRAD . . . Gömlum, storknuðum blóðblettum á gólfi, má ná burtu með því að nudda blettinn með vatni og brennisteinssýru (fjórir hlutar vatns móti einum af sýru). Síðan er farið aftur yfir blettinn með soðnu vatni. Ryð á hnífapörum hverfur, ef þau eru nudduð með hráum, skornum lauk. Ef mikil tóbakslykt er í herbergjum hverfur hún ef rakur svampur er hengdur upp í einu horni herbergisins. 8. Hann er óstundvís, en ekkert alvarlega. Ég man ekki eftir neinum öðrum. 9. Þeir eru óteljandi. Ég er frek og mér er sagt að ég sé montin. Svo er ég kærulaus, rubba öllu af í hvelli án þess að nenna að vanda mig. Ég fer fljótt í fýlu, , ef eitthvað er sagt við mig. Og ég er víst allt- of pjöttuð, það segir eigin- maðurinn að minnsta kosti, en ég held ég sé að lagast. D er 29 ára. Hún á einn son. Gifti sig 26 ára. 1. Tuttugu og þriggja til sjö. 2. Já. 3. Já. 4. Ekki fleiri en tvö. Ég á einn, sem er rúmlega þriggja ára. Og ég held ég treysti mér ekki til að eiga fleiri, mér finnst ég hafa nóg að gera með þetta eina og auk þess að sjá um eig- inmann og hugsa um íbúð- ina. Svo er ég hrædd við að eiga fleiri, mér fannst svo erfitt að eiga strákinn, að mér finnst ég geti ekki lagt það á mig að kveljast svona óskaplega aftur. 5. Hjálpsemi og nær- gætni. 6. Mitt álit er að kona eigi eingöngu að helga sig heimili sínu, barni og manni. Og það er áreiðan- legt, að barn getur oft beð- ið varanlegt tjón ef móðir- in er burtu frá því dag- langt. 7. Já, hann gerir það stundum. Þvær upp og stundum burstar hann skóna sína. 8. Hann er nöldrunarsam- ur og ósanngjarn. Skilur aldrei, að ég hef nóg að gera með heimilið og bam- ið og auk þess að þjóna honum, gera við föt og margt og margt. 9. Veit það ekki. En mað- urinn minn segir að ég kunni ekki að strauja skyrt- ur. Hann f er alltaf með þær heim til mömmu sinnar. Og hver verður nú út- koman? 1) Eiginmennimir eru sýnilega ekki sérlega viljugir við heimilisstörf. 2) Allar, nema ein, eiga eða vilja eiga mörg börn. 3) Þær telja, að heimilið þurfi ekki að bíða tjón þótt hús- móðirin stundi vinnu utan heimilis. 4) Og ást er ekki talin aðalundirstaða hjóna- bands, heldur traust, virð- ing og gagnkvæmur skiln- ingur. LEI KARA5 PJ A LL Marlon Brando orð inn heimiíiskær Marlon Brando skiptir á barninu sínu . . . Hugh O'Brian stígur í vænginn við fyrrverandi konu Sinatra . . . Paul New man leikur með Liz Taylor . . . Rossano Brazzi heldur partí á hverju kvöldi . . . Deborah Kerr skilin . . . Pat Boone tek- ur fóstursyni . . . „Hver er þessi de Gaull e?" Marlon Brando, sem hef- ur verið einn „óþægasti" leikarinn i Hollywood er sagður haf a róast mikið síð- Lydia og Bossano Brazzi — halda partí á hverju kvöldi an sonur hans fæddist. Hann er mjög umhyggju- samur faðir, skiptir oft á barninu, gefur því að borða og fer út að aka með það, þegar 'hann hefur frí. Bing Crosby og kona hans eiga von á barni inn- an skamms. Bing vonar að barnið verði dóttir. Hann átti fjóra syni með fyrri konu sSini, Carol Lee. Hún lézt fyrir nokkrum árum. Lita og Bory Calhoun eiga von á bami númer tvö innan skamms. Þau vonast til að það verði drengur. Frumburður þeirra er telpa, sem er 17 mánaða gömul. Hjónaband Litu og Rorys hefur staðið í meira en 10 ár og eru þau sögð mjög hamingjusöm. Hugh O'Brlan er eitt mesta kvennagullið í Holly- wood. Hann hefur aldrei gifzt en fyrir 14 árum var hann trulofaður stúlku, sem hann hafði þekkt frá barn- æsku. Hún dó skömmu áður en brúðkaupið skyldi hald- ið og hefur Hugh aldrei getað gleymt henni. Hann hefur upp á síðkastið mikið sézt með fyrrverandi eigin- konu Frank Sinatra og seg- ist vera mjög hrifinn af henni. En það er ekki búizt við að þau giftist og aðal- ástæðan er sú, að Nancy er kaþólskrar trúar og þótt hún hafi sjálf samþykkt að veita Frank skilnað á sín- um tíma, telur kirkja henn- ar þau enn hjón, þar sem kaþólska kirkjan viður- kennir yfirleitt ekki hjóna- skilnaði . Joanne Woodward, sem hlaut Oscarverðlaun s. 1. árs er gift Paul Newmann. Hann er sagður einn allra efnilegasti leikari ,sem fram hefur komið á síðustu ár- um, og var almennt talið, að hann myndi hljóta Osc- arverðlaunin um leið og kona hans, fyrir leik sinn í myndinni „Long, Hot Sum- mer". Fyrir þá mynd hlaut hann sérstaka viðurkenn- ingu á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Nú leikur Paul með Elizabeth Taylor í myndinni „Cat On A Hot Tin Roof". Nýtt nafn í Hollywood: Joanne Woodward — hlaut Oscarverðlaunln s. I. ár. John Gavln. Hann er sagð- ur hár, dökkhærður og myndarlegur. Hvort hann þyki góður leikari fylgir hins vegar ekki sögunni. Tab Hunter og Venetia Stevensson eru orðnir góðir vinir aftur og er að sjá að það séu kærkomin tíðindi i Hollywood. Þau voru mikið saman á tímabili, en svo slitnaði uppúr og þau hafa ekki talazt við lengi. En nú er allt sem sagt orðið gott aftur. Við skulum vona aS það endist. Italski leikarinn Rossano Brazzi virðist kunna vel við sig í Hollywood og hann og Lydia kona hans eru sögð með afbrigðum vinsæl þar í borg. Og ástæðan er: þau halda partí á hverju kvöldi. Nýjasta mynd Glenn Fords heitir „Imitation General". Aðalmótleikari hans er ung leikkona, Taina Elg. Hún er sögð sýna mjög þokkalegan leik. Hjónaband Ann Blyth og James McNulty er sagt eitt af beztu hjónaböndum í Hollywood. Þau eiga tvo litla drengi. Enski leikarinn James Mason hefur hneykslað eft- irminnilega amerískar kven- félagskonur. Hann birtist sem sé i einum frægasta næturklúbbi Hollywood með átta ára gamla dóttur sína uppá arminn. Þótti þeirri Htlu svo gaman að hún fékkst ekki til að fara heim fyrr en komið var nokkuð yfir miðnætti. Það hefur vakið geysilega athygli, að Deborah Kerr er skilin við mann sinn, Tony Bartley. Þau haf a ver- ið gift í 12 ár og hjóna- band þeirra hefur verið tal- ið mjög farsælt. Bartely segir að rithöfundurinn Pet- er Viertel hafi ginnt konu sína frá sér. Rithöfundurinn mótmælir ásökununum mjög eindregið. Deborah og Tony Bartley eiga tvær dætur. Eins og kunnugt er munu Jeff Chandler og Esther Williams hafa i hyggju að ganga í hjónaband, þegar geng^ið hefur verið frá skilnaði beggja frá fyrri mökum þeirra. I blaðavið- tali sagði Jeff, að mesta vandamálið yrði börnin. Hann á tvö með konu sinni og Esther 3 með Ben Gage. Ben hefur neitað að láta böminx af hendi og krefst þess að þau verði dæmd sér. Það vill Esther ekki una við og heimtar að hún fái 60 börnin. Svipaða sögu er að segja hjá Jeff. Hann vill Kim Novak — loksins giffc ekki missa sin böm, en fyrrverandi kona hans hsef* ur neitað að láta hann fá þau. Söngvarinn frægi Pat Boone og Shirley kona hans hafa tekið tvo. fóstursyni, annar er ítalskur hinn þýzk- ur. Auk þess eiga hjónin fjórar ungar dætur, sú yngsta er aðeins hálfs árs gömul. Pat Boone olh miklu umtali fyrir rúmu ári, er hann í fyrstu kvikmynd sinni neitaði að kyssa aðal- kvenmótleikara sinn. „Ég kæri mig ekki um að kyssa aðrar stúlkur en konuna mína", sagði hann. Rokksöngvari einn arrj";- riskur heitir Jerry Lee. Hann var á ferð í London um það leyti þegar blöðin skrifuðu sem mest um hugsanlega valdatöku de Gaulle. Rokksöngvarinn vakti heljarmikið hneyksli, er honum varð það á að spyrja: „Hvaða maður er þetta eiginlega, þessi de Gaulle?" Elizabeth Taylor ætlar að selja Rolls Royce bifreiðina, sem Mike Todd gaf henni. Hún segir að það vekji of margar viðkvæmar minn- ingar að eiga bílinn áfram. 8 vTKAAT VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.