Vikan


Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 3
917. krossgáta VIKUNNAR J AZZ Capone stjórnaði hljómsveitinni — Dixieland á Islandi ÞAÐ KVAÐ við skot í dyra- gættinni. Skotinu var svarað með vélbyssuhrið. Glösin hrukku af borðunum og dönsuðu eftir gólf- inu. Wettling beygði sig í keng og kúrði bak við trommurnar sínar. Mezzrow lét fallast á gólfið og notaði tækifærið til að fá sér drjúgan sopa úr vínglasi, sem Freemann hafði falið þar í skoti. Stólum var kastað til og frá. A1 Capone steig upp á hljómsveit- BJÖRN R. — fyrsta dixieland-sveitin arpallinn. „Haldið áfram að spila — og spilið sterkt. . . áfram nú . . . spilið af öllum kröftum." Þeir hlýddu. Svona höfðu þeir aldrei leikið áður. FJÖRUTÍU MlNUTUM seinna hömuðust þeir enn eins og þeir ættu lifið að leysa. Þá hættu ó- lætin jafn snögglega og þau höfðu byrjað. Glæpamannaforinginn Capone gekk aftur til drengjanna í hljómsveitinni. ,,Þakka ykkur fyrir drengir — þið hafið staðið ykkur vel,“ sagði hann um leið og hann rétti hljóm- sveitarstjóranum 10 dollara. „Nú skulið þið leika eitthvað fallegt." 1 þessu andrúmslofti þróaðist jazzinn i Chicago. Þetta var árið 1922. Svo liðu 23 ár, næstum fjórði hluti af öld. KLUKKAN ER AÐ verða niu og dansgestirnir þyrpast að. Einn eftir annan koma gangándi eftir Kirkjustrætinu í hauströkkrinu, beygja upp stíginn hjá Alþlngis- húsinu og kaupa sér miða i Lista- manpaskálann. Hljómsveitin mun eiga að vera skipuð kvenfólki líka, en ekki er nema lítill hluti hennar mættur til leiks, þegar klukkan fer að halla i tíu. Það er leikið á trommu og saxafón, en gestirnir eru sár- óánægðir með músíkkina. Þeim finnst þeir ekki fá nóg fyrir krón- urnar, sem þeir greiddu við inn- ganginn. ENN LlÐUR tíminn og kurr- inn í hópi gestanna magnast. Hússtjórnin velt ekki hvað til bragðs skuli taka. Hljómsveitar- mennirnir eru enn ekki mættir allir. Þá minnist einhver nokkurra skólapilta, sem hann heyrði leika á dansæfingu nýlega. „Þeir voru svo ágætir.“ Það er hringt í piltana. „Myndi þeim lítast á að bregða sér niður í Listamannaskála og leika þar i kvöld?“ Jú, þeir eru áhugasamir Dg vilja gjarnan reyna. Áhuginn er meira að segja svo magnaður, að ekkert er rætt um kaupið. ÞEGAR FYRSTU gestirnir eru komnir fram í fatageymslu til þess að ná í yfirhafnir sínar — „hér er ekkert gaman að vera“ — kemur í ljós griðarstór tromma í gættinni. Að baki hennar sér á kollinn á ungum manni, sem gengur með ferlíkið inn á hljóm- sveitarpallinn. Á eftir honum koma í einfaldri röð menn með hljóðfæri — básúnu, trompet, gít- ar og klarinett, einn heldur meira að segja á harmóníku. Þeir koma sér fyrir á pallinum, meðan hin hljómsveitin tínist út, það er stappað fyrir, einn, tveir, þrír, fjórir, og Lady be good hljómar út um salinn, leikið á einhvern nýjan hátt, sem bókstaf- lega heillar menn til að hlusta — og dansa. Gestirnir sem voru að fara, hætta við það. Áðrir, sem eru á gangi eftir Kirkjustrætinu og heyra tónana, bergða sér í Skálann, þótt þeir hafi ekkert ætlað sér að fara á ball. Og drengirnir halda áfram að leika. ENGIN VÉLBYSSUSKOT- HRlÐ hefur kveðið við, en merk- ur atburður gerzt i sögu dixieland- jazzins á íslandi. Hljómsveit Björns R. Einarssonar hefur verið ráðir. í einn aðaldansstað bæj- arins, hljómsveit, sem aðallega leikur dixieland. Með Birni í fyrstu jazzhljóm- sveitinni íslenzku, sem ráðin var á veitingastað 1945, voru þeir Gunnar Egils, sem lék á klarinett, Haraldur Guðmundsson á trompet, Árni Isleifs á píanó, Axel Krist- jánsson gítarleikari og Guðmund- ur, bróðir Björns, sem trommaði. S• Ldrétt skýring: 1 á húsi — 4 móðgast — 8 hlíf — 11 vökvi — 12 ríkidæmi — 13 ílát -— 15 holdadýr — 17 dimmviðri — 19 búa e. n. mat — 21 höfuðborg — 22 persónufornafn - - 23 rúmfat — 24 ílát, þf. — 26 mynni — 27 hár — 28 án undantekningar — 31 nær enda — 33 athuga — 35 tusku — 36 hugboð — 37 eldsneyti þ. f. — 38 sannfæring — 40 leifar — 41 lík — 42 hegðun — 43 gangur — 44 auður blettur — 45 hreyfing — 46 hvarf á brott — 49 ilát — 52 skapnaöur - 54 fisk — 55 mcgni — 56 kraftur — 58 á seglskipi — 59 líkamshluti — 60 áburður — 62 kyn — 64 forsetning — 66 kvað — 67 óhreinka — C9 mannsnafn — 71 dvöl --73 flutt til — 75 fóðurílát — 76 mannsnafn þf. - 78 andúð - 79 pela — 80 bárur — 81 rauf — 82 taldi úr — 83 ættarnafn. Lóðrétt skýring: 1 nytsamt — 2 glerílát — 3 ódyggð - 4 ekki öll — 5 skollar — 6 tæp — 7 for — 8 óreið'a — 9 kemur á móti bragði - 10 á litinn — 14 biblíunafn — 16 væn — 18 karlmannsnafn þf. — 20 í heild — 22 matur — 25 snemma 26 scin á fæti — 29 samhljóðar — 30 utan — 31 beita — 32 úttekið — 34 tímamark — 37 nautar —■ 39 er fjöldi af - 42 til sölu — 45 þögull — 46 varö að is — 47 keyröum — 48 bók — 49 viðdvöl — 50 óhrekjanleg — 51 ýkjur - 53 varð ósléttur — 56 jökull — 57 tvihljóði — 59 snúningur — 61 iðnaðarmaður — 63 dropi — 65 grjót — 68 mál - 71 fugl — 71 draga — 72 slétt — 74 óheyrilegt verð — 76 óveður — 77 fæði. Lausn á krossgátu nr. 916 Lárétt: 1 cs — 3 dukunarlítill — 13 lát — 15 mora — 16 ryði — 17 drukkni — 18 aöfara — 20 uss — 21 Nolfi —• 24 káma — 27 ásælnina -— 29 gaufinu — 31 ert — 32 niu -— 33 ranglæti — 35 snuð — 36 dá -— 38 ln — 39 lit — 40 sv. 41 ra — 42 eril — 44 farikjöt — 47 inn —• 48 err — 49 rjólinu — 50 landnemi 52 árur — 53 glata — 55 Jón — 57 eflast -— 59 rukkari — 61 Keli — 62 bani — 63 nón — 64 veiðarfærinu -— 65 J. G. Lóðrétt: 1 öldungadeild — 2 sárs — 4 umkominn ■— 5 kon — 6 urin — 7 na — 8 ráðfæri — 9 Ira -— 10 tyrfinn — 11 iða — 12 li — 14 tuskur — 18 alsettir — 19 filt. — 22 oa - 23 rauðamulning — 25 áfall — 26 ang — 28 niur — 30 ullarmat — 34 æir — 35 svölu — 37 árna — 40 sjórekin -— 43 innyfli — 44 frelsar — 45 kjá — 46 tirjan — 48 enga — 51 it -—• 54 arar — 56 órói — 57 eee — 58 lið — 60 Uni — 61 kv. — 62 bæ. Hundurinn Labbi. Fjölskylda ein í Hveragerði átti hund einh er Labbi var nefndur. Börnin höfðu hið mesta dálæti á hundi þessum og máttu varla af honum sjá stutta stund í einu. Það slys varð að hundurinn varð fyrir bifreið og dó. Móðir barnanna var i öngum sínum og vissi ekki hvern- ig hún skyldi færa þeim þessi harma- tíðindi. Að lokum ákvað hún að ganga hreint til verks. Þegar börnin komu heim úr skólanum, tók hún á móti þeim í dyrunum með svofelld- um orðum: „Krakkar minir, það varð leiðinlegur atburður rétt áðan. Hann Labbi varð undir bíl og dó.“ Konunni til mestu furðu létu börnin þetta ekkert á sig fá, heldur fóru út i garð að leika sér þegar þau voru búin að borða. Konan varð harla glöð við að börnin skyldu ekki taka þennan hörmulega atburð nærri sér. En hálf- tima seinna komu krakkarnir hlaup- andi og grétu nú hástöfum. „Mamma, mamma, hann Labbi varð fyrir bíl og dó,“ sögðu þau og voru óhugg- andi. „En ég var að enda við að segja ykkur þetta," svaraði móðirin undr- andi. „Okkur heyrðist þú segja pabbi,“ var svarið. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.