Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 12
lEinn á
móti mlíum
FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er skil-
inn og lagstur í drykkjuskap. Hann hefur ráðið sig sem löggæzlu-
mann á hrörlegu hóteli fyrir mat og glstingu. Georgia, kona hans
sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað til
h&ns. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún
þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns
Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er
læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ítalska bræður,
að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar
lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan
vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsim. Max kemst nú
að því, að stúlka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti-
bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og hann. Hann reynir
nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann hafði fundið í
skrifborði Elders læknis.---------
Thursday reyndi að láta rödd sína vera sefandi. „Getur ekki verið.“
En hann hlustaði eftir fótataki í stiganum.
Hún kjökraði af örvæntingu. ,,Ó — þessir fjandans hnútar.“
„Róleg, vinkona. Farðu þér hægt. Hvar eru ættingjar þínir?“
„Ég á enga.“
„Mér þykir það leitt.“
Hún brosti við og leit til hans. „Það er allt í lagi. Það er alveg satt.
!6g þekkti aldrei foreldra mína, svo að ég get ekki saknað þeirra.“
„Nokkra ættingja?"
„Bara styrktarfé úr bankanum. Það eru ættingjar mínir.“ Hún talaði
eins og hún hefði sagt þessa setningu oft. „Ég hef verið alla ævi í
stelpuskóla fyrir austan og hérna. Ég hef verið í Dei Mar, síðan ég
vai- elléfu ára.“
vHvað értu gömul núna?“
„Tuttugu og eins. Eða næstum þvl. Eftir tvo mánuði."
„Hver hugsar um þig?“
„Skólinn. Og bankinn í bænum — þetta eru fjárhaldsmenn mlnir, geri
ág ráð fyrir. Eg er dóttir Strandarbankans." Fingur hennar voru orðnir
stöðugir, og andardráttur hennar á nakinni öxl hans var reglulegur. Hann
hélt áfram að tala, til þess að hleypa ekki þögninni að.
„Foreldrar þínir hljóta að hafa átt einhverja peninga."
„Jamm. Hreyfðu þig ekki — þetta er að koma.“ Judith beit sig I
vörina og einbeitti sér að hnútunum þegjandi. „Svona!“ Vinstri hand-
leggur hans var laus. Thursday lét handlegginn falla máttlausan með
hliðinni um leið og hann kreppti hnefana, til þess að koma blóðrásinni
í gang. Judith Wilmington færði sig úr stað, til þess að leysa hnútana á
hægri hendi hans.
„Hvernig nældi Leo Spagnoletti I þig?“
Hún starði á hann þegjandi. „Þú þarft alltaf að færa allt út á verri
veg, Thursday."
„Fyrirgefðu. Og kallaðu mig Max. Ég er alls ekki þannig á mig kom-
inn að ég geti verið óvinur þinn I bili.“
Hann hefði ekki átt að minna hana á hættuna. Það skein hræðsla
úr fjólubláum ai'gum hennar á ný. Hún hvíslaði: „Élg vildi að það væri
einhver hávaði. Ég vildi heldur heyra eitthvað en að heyra — ekkert."
Thiírsday sagði strax: „Hvernig kynntistu Leo?“
„Hann bauð skólanum á bátsferð. Við töluðum saman og likaði vel
hvoru við annað. Hann heimsótti mig nokkrum sinnum. Síðan skrifaði
hann mér bréf og bað mig um að koma í samkvæmi á „Panda 1 kvöld.
„Hversvegna komstu?"
Augu þeirra mættust og hún sagði: „Vegna þess að mig langaði til
þess.“
„Hann er frægur kvennabósi. Einkum, þegar fallegar stúlkur elga í hlut.“
„Heldurðu að ég geti ekki séð um mig sjálf?“
„Geturðu það?“
Judith gretti sig faman í þráan kaðalinn og sagði ekkert.
„Hvað er langt síðan bróðir Leos fór í land? Og hitt fólkið?“
”fig veit það ekki. Nokkuð langt síðan. Eitthvað nálægt átta eða
kortér yfir átta.“
„Ertu ekki vissari en þetta."
„Nei. Þau fóru öll saman. Ég tók ekki svo eftir þvi.“
Eftir WADE MILLER
\
„Um hvað töluðu Rocco og Leo, þegar ég var farinn ? “
„Ekkert sérstakt. Þeir litu bara hvor á annan. Ég held að þeir hafi
verið reiðir." Judith fitjaði upp á nefið. „Mér er illa við hitt fólkið.“
Hún leit niður eftir særðu baki hans og sagði snögglega, eins og til þess
að verja sig. „En ég kann ennþá mjög vel við Leo. Hann hefur verið
ákaflega góður við mig.“
„Hversvegna komstu eiginlega hingað inn i klefann ?“
„Það var einhver að koma um borð. Það er tæki á bryggjunni, þar
sem hægt er að hringja inn í káetu. Ef ekki er farið rétt að, hringir ein-
hver .'jalla. Einhver hringdi. Leo sagði að það væri Rocco og hann þyrfti
að tala við hann um viðskipti í nokkrar mínútur. Svo að ég reikaði bara
um bátinn. Og hafnaði hérna.“
Stúlkan stundi af feginleik. „Þá er það búið.“ Thuraday riðaði við,
lét síðan hægri handlegginn falla máttlausan að hliðinni, meðan Judith
leit á hann kvíðafull. Hann brosti veiklulega og neri á sér upphandlegg-
inn. „Það er ekki allt búið enn.“
„Hvað meinarðu?" Hún var aftur orðin kvíðin.
„Ég verð að fara þangað og sjá hvað kom fyrir. Þú getur verið eftir
hérna ef þú vilt.“
„Nei,“ hvíslaði hún strax og greip fast utan um handlegg hans. „Nei,
ég vil vera með þér. Gerðu það — Max! Ég hjálpaði pér!“
Thursday reif af sér slitrin af jakka sínum og skyrtu. „Jæja.“ Hann
hreyfði á sér bakvöðvana.
„Er það — voða vont?“ Judith Ieit I burtu.
„Djöfullegt. En það er allt á sínum stað.“
„Það blæðir úr þér.“
„Smávegis. Bláæðar. Missi ekki mikið með því móti.“
Hann slökkti ljósið og stúlkan hélt sér fast upp að honum. Hann fann
að öxl hennar skalf. Hávaði heyrðíst í stefninu á skipinu, eins og einhver
berði með spýtu í handriðið. Þau kipptust bæði við.
„Við erum kannski nógu fljót," muldraði Thursday og opnaði hurðina.
1 ganginum fann hann langa exi, sem notuð var í eldsvoða. Hann
tók hana af veggnum og gekk hljóðlega upp stigann. Það heyrðist tif
í háum hælum Judith, þegar hún steig upp í fyrsta þrepið. Hún beygði
sig þegar i stað niður og tók af sér skóna.
Aftur heyrðist hávaðinn. Thursday var nú kominn upp stigann og út
á þilfarið. Hann hélt sig sem næst káetuveggjunum. Þokan var horfin.
Ef til vill myndi hann ekki rigna. Golan lék um hálfnakinn líkama hans,
ísköld og nöpur, og hátt á lofti þutu geigvænleg svört ský.
Hann vó þuga öxina milli handa sér og læddist áfam. Þilfarið var
mannlaust. Bryggjan var mannlaus. Aðeins nokkrir bílar þutu eftir
Hafnargötu. Ljósin frá borginni gerðu það að verkum, að „Panda" virtist
enn einmannalegri en ella. Þarna var lif hérna var ekkert líf. Það fór
hrollur um Thursday.
Vindurinn greip afturhurð káetunnar og sveiflaði henni fram og aftur.
Judith gaf frá sér veikt andvarp. Hann hvíslaði yfir öxl sína: „Bara vind-
urinn, elskan. Það lítur út fyrir að við séum hérna ein.“
En hann hélt öxinni á lofti, þegar hann læddist áfram eftir þilfarinu.
Thursday komst að káetuhurðinni og hratt henni upp. Hann hélt henni
opinni og beið. Ekkert skeði. Heitur ljósgeisli féll út úr káetunni, en það
heyrðist ekkert.
Skyndilega gekk leynilögreglumaðurinn að hurðinni og inn. Hann stóð
hreyfingarlaus og starði. Eftir örlagaþrungna sekúndu, heyrðist rödd
Judith kvíðafull utan úr myrkrinu: „Thursday. Max!“
Hann lagði öxina upp að grænum veggnum. Það heyrðist hálfkæft
óp frá Judith. Thursday sagði kuldalega: „Hann er dauður."
12
VIKAN