Vikan


Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 4
UGGA EFTIR RENEE SHANN NAN SMITH er einkaritari Sir Keginalds Wadebridge á Highland Hall og liún er ástfangin af syninum SlMONI. Nan á sér Ieynd- armál. Hún var trúlofuð ungum manni, John Cornell, sem yfirgaf hana vegna POL.LÍAR, sem var vinkona Nan. En Pollí sveik John og hann framdi sjálfsmorð. Hann skildi eftir sig bréf, sem hófst á „Elskan mxn ...” og allir héldu að hann ættl við Nan. Hún hlaut fyrirlitningu fóllcs og var álitin samvizkulaus og grimm, en hún var svo örvingluð og ráðvana að hún sagði ekki frá hinu sanna — — að bréfið hafði verið til Pollíar, — þó að hún hataði hana. Símon trúlofar sig og kemur með unnustu sína heim til foreldr- anna. I>að er mikið reiðarslag fyrir Nan, þegar hún kemst að þvf, að stúlkan sem í annað sinn hefur rænt hana hamingjunni er .... POLLÍ. — Ég hélt þú værir erlendis, sagði hún og rétti honum glasið. — Ég hitti Mavis um daginn og hún sagði, að þú værir á Majorca. — Ég var þar. Ég kom til London i kvöld. Ég sá gamalt eintak af The Times og las um trúlofun þína. — Ég skil. Þú óskar mér þá kannski til hamingju. — Það er maðurinn, sem þyrfti að fá hamingjuóskir. Ekki mun af veita. — Þú ert ekki sérlega kurteis. — Ég er hreinskilinn. Ég þekki þig vel, elskan. Þú verður ómöguleg eiginkona. Ef þú villt fá vottorð um það, skaltu senda kærastann til mín. Pollí varð órótt. Asninn hann Bob, hugsaði hún bitur. Og fjandinn hirði foreldra Símonar að setja tilkynninguna í blaðið. Hún leit á Bob og furðaði sig á, hvers vegna hún hefði verið svo hrifin af honum að hann þurfti ekki annað en veifa litla putta til að ná henni frá öðrum manni. Fyrst hafði hann tekið hana frá John. Tekið hana frá John á jafn misk- unnarlausan hátt og hún hafði tekið John frá Nan. En Bob og hún fóru ekki eftir neinum lagabókum, þegar um ást var að ræða. Hamingjan góða, hvað það hafði verið skelfilegt! Hún varð að gleyma því tímabili í lífi sínu. Hún hélt líka að hún hafði gleymt því, alveg þangað tiil hún hitti Nan aftur. -— Ætlarðu virkilega að giftast honum ? spurði Bob. — Vitaskuld. — Hvers vegna? — Af því að ég elska hann. — Vitleysa. Þú getur ekki elskað. Og ef þú kannt að elska þá elsk- arðu mig. Ef til vill gerðirðu það. Hann nálgaðist hana og breiddi út faðminn. — Heyrðu, Bob, mér er alvara. Og hvernig dirfist þú að heimsækja mig á þessum tíma sólarhringsins. Hann hló. — Ég kom ekki til London fyrr en klukkan tíu. Ég hringdi en eng- inn svaraði. Ég gekk hingað og sá þig koma akandi í lúxusbíl. Ég gerði því skóna, að það væri unnustinn, sem æki, svo að ég taldi' öruggara að biða. Ég er búinn að ganga fram og aftur og bíða eftir að hann kæmi sér burtu. Mér finnst það satt að segja fallega gert af mér að koma ekki strax þjótandi inn. — Jæja, nú ertu búinn að tala við mig. Ég vildi helzt að þú færir. Ég var að fara í rúmið, þegar þú komst. Og mér þætti mjög ánægjulegt að losna við frekari heimsóknir. Hann lyfti brúnum og brosti háðslega. — Heldurðu virkilega að þú losnir svona auðveldlega við mig? Hjarta hennar barðist ákaft. Hún hélt það ekki. Hún þekkti hann. Og hún hafði áður reynt að losna við hann. En hingað til hafði hún alltaf tekið á móti honum aftur, hamingjan mátti vita, hvers vegna. En hún hafði verið mjög hrifin af honum. Hún fann að hún vkr það ekki lengur. 1 stað þess var komin önnur tilfinning. Hún fann kait vatn renna milli skinns og hörunds þegar hún leit í augu hans. Hún vissi að hann var hættulegur óvinur. Og allt í einu þreif hann hana í fangið. Hún reyndi að verjast en gafst upp og lét undan og endurgalt kossa hans. Hann þrýsti henni ofsafengið að sér, tók hana í fangið og lagði hana á sófann. Hún brauzt um góða stund, skildi að það var þýðingarlaust. Hann ýtti henni afturá bak í sófann og hún tók andköf, þegar hann þrýsti sér að henni, fas.t, fast----- Loks reis hann upp. Pollí var eldrjóð I andliti. Hún reyndi að lagfæra föt sín og leit reiðilega á hann. — Farðu, farðu, hrópaði hún. Hann stóð upp og horfði glottandi á hana. Hann var háðslegur á sVip. -— Ástin min, ekki svona hátíðleg. Þú þarft ekki að vera hrædd. Satt að segja kom ég hingað til að fá smálán hjá þér, en þegar ég sá þig, mundi ég að mér hefur alltaf þótt gaman að kyssa þig. Augu hennar skutu gneistum. Hún mátti vita þetta. Hann hafði fengið peninga lánaða hjá henni áður. Ef það var þá hægt að kalla það lán, því að hann borgaði aldrei aftur. — Ég á ekki eyri, Bob. — Þú ætlar að giftast rikum mar.ni. Og ég veit, hvers vegna þú ætlar að giftast honum. — Ég hef rétt peninga til að borga húsaieiguna þangað til ég flyt. Ég er hætt að vinna. — Hvers vegna? — Símon vill ekki að ég geri það. — Símon ? Æ, já, þú meinar lukkuprinsinn. En fallegt af honum. Þú þarft ekki að segja honum frá því. Hún sagði reiðilega: — Ef þú heldur að ég ætli að fara að vinna aftur bara til að útvega þér peninga, þá skjátlast þér. Hann leit fast á hana. — Kannski þú viljir nú samt gera það. Til að ég þegi. En ég sé ekki að þú þurfir að vinna. Þú ert með Ijómandi fallegan hring. Ég fæ álitleg- an skilding fyrir hann. , Hann lagði hendurnar fyrir aftan bak. — Þú getur sagt, að þú hafir týnt honum, sagði hann rólega. -— Þú varst hirðulaus hér áður með hluti og ég býst ekki við að þú hafir lagast. — Hvernig dettur þér í hug að koma og reyna að múta mér. Ég get ekki látið þig fá neina peninga og þú getur ekkert sagt um mig. — Allt í lagi. Hann gekk til hennar og horfði ákveðið á hana. — Allt í lagi, endurtók hann. Þá höfum við ekki um meira að tala. Ég hélt að þú værir kannski á móti því að unnusti þinn féngi vitneskju um samband þitt við mig. Ég hélt líka að þú vildir helzt ekki að hann kæmist að neinu um þig og John Cornell. Eða hefurðu gleymt John Cornell? Hann var einn af gömlu kærustunum þínum. Ef þú manst ekki eftir honum þá get ég frætt þig á, að hann var kringlukastarinn frægi, sem framdi sjálfs- morð. Hvað hét hún aftur stúlkan, sem hann var trúlofaður? Annette, var það ekki? Það verður ánægjulegt að rabba ofurlítið við unnusía þinn, Ginger. Ég lít inn til hans og kynni mig fyrir honum á morgun. Pollí greip andann á lofti. — Þú ert skepna, Bob! Hann brosti vinalega. — Þú ert ekki kurteis við gamlan vin. Hún horfði á hann og hatrið skein úr augum hennar. Hún vissi að hann hafði sigrað. Hún dró hringinn af fingri sér. — Þakka þér fyrir. Bob stakk hringnum í vasann. — Jæja, það er. bezt ég fari. Ég skal ekki ónáða þig í bráð. — Farðu til helvítis, hrópaði Pollí æf af reiði. Hún reif upp dyrnar fyrir hann, andlitið var náfölt af heift. Hann klappaði henni stríðnislega á kinnina og hún sá rautt af vonzku. Enginn hafði eins gott lag og Bob að gera hana öskrandi vonda. Hann stanzaði þegar hann var kominn fram í forstofuna. — Veit kærastinn, hvað þú ert hræðilegt skass? ■—- Farðu. — Allt í lagi. Ég er að fara. Hann lyfti hendinni í kveðjuskyni og hvarf út í myrkrið. 4 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.