Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 14
Hentugur
kiæðnaður
Framhald af bls. 8.
Því styttri sem jakkinn
er, því smekklegri og klœði-
legri er hann. Þér getið haft
hann stuttan til að byrja
með en smásíkkað hann.
Þér getið og notað við hann
mjótt belti (sjá mynd 5).
Þá kemur víddin meira fram
i bakinu og ber minna á
maganum.
Pilsið á að sýnast þröngt.
Að aftan gerið þér fellingu
til að eiga hægt með gang.
Framan eru gerðar tvær
fellingar, ein hvoru megin
og þar verður pilsið að vera
síðara, því að maginn lyftir
pilstnu upp, þegar hann
stækkar.
Saumið fellingarnar fimm
sentimetra undir, en látið
hitt liggja laust. Efst setjið
þér samskonar bönd og
hnappa og á buxurnar til
að auðvelt sé að víkka pilsið
og verður þá vitanlega að
gæta þess að hafa stykkið
breiðara efst.
Hvítur kragi á slopp eða
blússu er alltaf til mikillar
prýði.
Að síðustu: notið axlar-
púða. Og ef þér eruð
brjóstalítil ættuð þér að
svindla ofurlítið og nota
svamppúða inní brjósthald-
aranum og lyfta brjóstun-
um vel upp, þvi að fátt er
■eins hvimleitt og slapandi
brjóst. Á það bæði við hjá
Ófrískum konum og öðrum.
Leikaraspjall
Framhald af bls. 9.
krafðist, að hún yrði dæmd
sér. Eins og kunnugt er á
Lana aðeins þessa einu dótt-
ur. Hún hefur hvað eftir
anað orðið vanfær, en alltaf
misst fóstrin eða börnin
fæðst andvana. Þegar hún
var gift Bob Topping varð
hún tvisvar ófrísk. 1 fyrra
skiptið missti hún fóstrið á
fjórða mánuði, en hið síðara
fæddist andvana. Árið 1955
giftist hún LEX BARKER
og stóð hjónabandið í tvö
ár. Á þessum tveim árum
varð hún fjórum sinnum
vanfær, en missti fóstrið á
3.—5. mánuði.
Hjónaband DEBBIE
REYNOLDS og EDDIE
PISHER er sagt vera að
fara út um þúfur. Sjálf
hafa þáu ekki gefið neitt
upp varðándi það.
Minnstu munaði, að
hjónaband PIER ANGELI
og VIC DAMONE endaði
með skilnaði fyrir skömmu.
Ástæðan var sú, að móðir
Pier hafði sezt að hjá þeim
hjónum og þótti Vic hún
einum of stjórnsöm og af-
skiptasöm. Pier tók málstað
móður sinnar og hótaði Vic
skilnaði, ef hann sætti sig
ekki við móðurina. Að lok-
um var það þó gamla konan
sjálf, sem sá, að við svo
mátti ekki standa, og flutti
burtu. Nú kemur hún í
heimsókn einu sinni til
tvisvar í viku og er Vic
hinn ánægðasti með þau
málalok. Þau hjón eiga
þriggja ára gamlan son,
sem virðist hreinasta undra-
barn. 1 fyrsta lagi er hann
sagður einstaklega músík-
alskur og hefur yndi af
klassískri tónlist. I öðru
lagi talar barnið hvorki
meira né minna en þrjú
tungumál — ítölsku við
móður sína, ensku við föð-
urinn og frönsku við barn-
fóstruna!
Tvíburasystar Pier,
MARISA PAVAN, hefur á-
GUÐRÚN
Framhald af bls. 6.
lærðum ýmislegt sem að
gagni má koma starfínu,
ensku og dönsku, hjálp í
viðlögum, fæðingarhjálp,
landafræði og snyrtingu svo
eitthvað sé tínt til.
Vinnudagurinn hefst
snemma. Við erum venju-
lega komnar út á völl kl.
7 að morgni til að undir-
búa ferðina. Við vinnum
tvær og tvær saman. Við
þurfum að sjá um að næg-
ar matarbirgðir séu til
ferðarinnar, ennfremur höf-
um við það embætti á hendi
að taka út tóbak og áfengi
handa farþeguum, slíkt er
vitanlega gert í viðurvist
tollvarða. Matinn fáum við
tilbúinn frá Síld og Fisk.
Þá þarf að sjá um að nóg
sé af teppum og púðum. Að
því loknu eru farþegar kall-
aðir inn og lagt af stað kl.
8. Á leiðinni aðstoðum við
farþega eftir þörfum, sjáum
um að öllum líði vel, allir
hafi eitthvað að lesa, allir
fái eitthvað að borða og
yfirleitt er reynt að upp-
fylla allar óskir farþeg-
anna.
Og það má taka það fram
að það er ekki til neitt sem
heitir „flugfreyjubros“ eins
og sumir virðast halda, við
setjum ekki upp neitt spari-
bros handa fólki, reynum
aðeins að koma eðlilega
fram.
Klukkustund fyrir lend-
ingu er farið að selja tó-
bak og áfengi og fær eng-
inn meira en ákveðinn
skammt. Oftast er komið
við í Glasgow á leiðinni
tii Kaupmannahafnar og
Hamborgar og þar bætast
alltaf við nýir farþegar en
aðrir ganga úr skaftinu. I
sumar hefur verið óvenju
annasamt hjá Flugfélaginu.
Þegar komið er á ákvörð-
unarstað förum við alltaf
kveðið að hætta kvik-
myndaleik til að helga sig
einvörðungu fjölskyldu
sinni og heimilisstörfum.
Hún er gift franska leikar-
anum JEAN-PIERRE
AUMOUNT og eiga þau lít-
inn dreng. Auk þess átti
Jean dóttur frá fyrra hjóna-
bandi og er hún 12 ára
gömul. Hún býr hjá föður
sínum og stjúpmóður. Fyrri
eiginkona Jean var hin
fagra MARIA MONTEZ.
Hún lézt fyrir sjö árum.
JAMES STEWART átti
fimmtugsafmæli fyrir
stuttu. Hann hélt upp á af-
mælið heima í fæðingarbæ
sinum, Indiana og sýndu
borgarbúar honum marg-
víslegan sóma í tilefni dags-
ins.
beint upp á hótel og hvíl-
um okkur rækilega eftir
ferðina, síðan getum við
skoðað okkur um í borg-
inni og verzlað, því aldrei
er styttri viðdvöl en einn
sólarhringur.
Aldrei nein vandræði með
farþega ?
Ekki hef ég lent í neinu
slíku, svarar Guðrún, yfir-
leitt er fólkið sem ferðast
með íslenzku vélunum
ákaflega þægilegt og létt
verk að gera því til hæfis.
Beztu farþegarnir eru þeir
sem mest hafa ferðast, þeir
eru öllu vanir og kunna
tökin á flestu sem viðkem-
ur millilandaferðum.
Ekkert minnisstætt kom-
ið fyrir þig í starfimj?
Ekki minnist ég þess,
svarar Guðrún, þetta hefur
allt gengið að óskumu. Þó
man ég ekki eftir einu
skoplegu atviki. Ég var þá
á vakt á flugvellinum
sjálfum og átti að taka
á móti farþegum sem voru
að fara með flugvélum til
ýmissa staða. Þá ber þar
að bil og út úr honum
stígur kona sem kemur að
máli við mig. Hún spurði
mig hvort nokkuð væri því
til fyrirstöðu að hægt væri
að taka tvo drukkna far-
þega út á land. Eg sagði
henni sem var að reglur
félagsins mæltu svo fyrir
að stranglega væri bannað
að taka drukkið fólk upp
í vélarnar. Hún varð stein-
hissa og spurði hverju það
sætti. Eg sagði henni að
drukkið fólk gæti haft illt
af þvi að ferðast í háloft-
unum og þar að auki væri
aldrei að vita upp á hverju
það tæki, það gæti stofnað
öryggi allra i stórkostlega
hættu.
„Þeir gera varla mikið
af sér þessir," sagði konan,
„þeir eru báðir steinstof-
andi út í bíl.‘
Hefurðu í hyggju að
halda áfram flugfreyju-
starf inu ?
Eg veit það ekki enn,
svarar Guðrún, mig langar
mikið til að fara til út-
landa, helst til Englands
eða Frakklands og læra
tungumál. Svo hef ég líka
hugsað mikið um að fara
í Kennaraskólann en ekki
veit ég ennþá hvað af því
verður.
Hvað hefurðu starfað
annað ?
Eg vann lengi á skrif-
stofu hjá Tollendurskoðun-
inni. Eg hef líka afgreitt
í verzlunum um jólin og
svo hef ég verið eitt sum-
ar í síld.
Við kveðjum Guðrúnu
og óskum henni alls góðs í
starfinu, hún virðist búa
yfir þeim kostum sem flug-
freyjur eiga helzt að
prýða, alúðleg og hlýleg í
viðmóti og svo hefur hún
fallegt bros. En það er
ekkert „flugfreyjubros"
atvinnunar vegna, heldur
hennar eigið bros.
ÁSDlS
Framhald af bls. 6.
verið í Svíþjóð í sumar og
leikið þar í hljómsveit. Viltu
segja mér nánar frá því?
— Já, ég fór til Svíþjóð-
ar á vegum félags, sem heit-
ir Ungdoms Orkestran. Við
vorum tvö, sem fórum héð-
an. Félagið starfar I Lundi
einn mánuð. Á hverju sumri
koma þangað um níutíu
unglingar frá Norðurlönd-
um.
— Hvernig vildi það til,
að þú fórst þangað?
— Félagið skrifaði Tón-
listarskólanum og mæltist
til þess að einhverjir Is-
lendingar kæmu þangað og
ég og Jakob Hallgrímsson
vorum svo heppin að fá að
fara.
—• Á hvaða aldri er fólk
þetta helzt.
— Það er frá fimmtán til
tuttugu og fimm ára og
flest ef ekki öll búin að
læra I mörg ár.
— Hver var aðalstjóm-
andi hljómsveitarinnar ?
— Það voru tveir Svíar,
sem skiptust á að stjórna
en auk þess kenndu þeir
nokkrum nemendum hljóm-
sveitarstjórn og þeir æfðu
svo aftur á okkur öðru
hverju.
— Hvað var æft lengi á
dag?
— Við æfðum saman
fimm klukkutíma daglega,
en svo urðum við að æfa
okkur heima líka. Við
bjuggum flest á heimilum,
nokkur fengu þó inni í tón-
listarskólanum þarna.
— Voru haldnir nokkrir
opinberir hljómleikar?
— Já, já, alltaf tvisvar í
viku. Þeir stóðu svona einn
Unga fólkið —
tíl tvo tíma og við spiluð-
um verk eftir ýmsa stór-
karla svo sem Beethoven,
Mozart, Bach og marga
fleiri.
— Og hvað hefurðu nú
hugsað þér, þegar þú ert
búin með Tónlistarskólann ?
— Eg veit það ekki. Mig
langar til að fara út og
læra meira, en það er allt
óákveðið enn þá.
— Og tónlistin er auðvit-
að stærsta og einasta á-
hugamál þitt er það ekki?
— Jú, tvímælalaust það
stærsta en alls ekki það
eina. Ég hef til dæmis ó-
skaplega gaman af hestum.
— Hvað æfirðu lengi á
dag, þegar þú ert hér
heima ?
— Það er mjög 'misjafnt,
fer alveg eftir skapinu!
Þeir, sem vit hafa á tón-
list eru yfirleitt á einu máH
um það, að Ásdís sé bráð-
efnilegur fiðluleikari og
verður fróðlegt að fylgjast
með ferli hennar á næstu
áruhi.
ÞÓRÓLFUR
Framhald af bls. 6.
þrisvar tekið þátt í slíkum
utanferðum og lært mikið.
I eitt skiptið var ég ásamt
íslenzkum strákum á viku-
námskeiði í Danmörku þar
sem fyrrverandi landsliðs-
menn Dana þjálfuðu okkur
allan daginn frá morgni til
kvölds.
Það má skjóta því hér inn
í að Þórólfur var talinn einn
hinna allra beztu á þessu
námskeiði en i þvi tóku þátt
fleiri hundruð drengir.
— Hver eru annars helztu
áhugamál þín fyrir utan
knattspyrnuna ?
— Það er lítið annað en
knattspyrnan sem rúmast í
kollinum á mér, svaraði
Þórólfur, þó hef ég tekið
þátt í handknattleik og hef
afar gaman af skíðaferðum.
— Og ólofaður ennþá?
— Biddu fyrir þér, ég hef
engan tíma til að hugsa um
svoleiðis, knattspyrnan tek-
ur allan tíma minn. En það
kemur þó fyrir að ég
skreppi á ball.
Þórólfur kveður okkur
með ljúfu brosi, hann ber
það með sér að hann hefur
síður en svo ofmetnast af
þeim frækilegu sigrum er
hann hefur unnið ungfur að
aldri. Við árnum honum alls
góðs og óskum honum til
hamingu með þau afrek sem
hann hefur unnið.
Krossgátan
er á bls. 3.
14
VIKAN