Vikan


Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 13
æðgur eigast við köst. Mamma hennar getur ekki verið án hennar, hún þarf að hafa hana til að hjálpa sér. Hann lét fallast aftur í dív- aninn og stundi mæðulega. — Ég er fárveikur, ég þoli ekki að tala meira. Móðirin reis á fætur og hag- ræddi púðanum undir höfði hans og hún leit svo ráðaleys- islega út, að Ester hugsaði gröm: Að nokkur kona skuli láta kúga sig aðeins vegna þess að henni þykir vænt um mann. Skammarlegt. Hún hvíslaði að Knúti: — Vertu ákveðinn, Knútur, haltu áfram. En Knútur hristi höfuðið. — Ég GET það ekki. Hann er dauðsjúkur. Þá reis Ester á fætur og gekk að dívaninum, krosslagði hend- urnar og sagði: — Veiztu, hvað það er, sem þú getur ekki verið án, pabbi? Það er ekki ÉG og ekki sú hjálp sem ég get veitt mömmu. Þér er nefnilega alveg sama um hvort hún stritar ein eða ekki. Það eru PENINGARNIR mínir, sem þú getur ekki séð af. — Á ég að þola þetta af mínu eigin barni ? Hann greip um hjartað. — Mamma, segðu henni að þegja. Hún drepur mig. Fýéttu mér vatnið eins og skot. Móðirin rétti honum glasið og hjálpaði honum að lepja nokkra dropa. Ester sá, að hún skalf frá hvirfli til ilja. — Veslings, veslings pabbi, veslings pabbi. Ester mín, farðu inn í herbergið þitt. Knútur reyndu að fara með hana út. Pabbi þinn þolir ekki svona. — Ég fer ekki fyrr en ég hef sagt honum álit mitt. Knútur tók í hana. Láttu pabba þinn vera í friði. Hann þarf að vera í næði. Komdu, Ester. — Næði, segirðu. Ester ýtti honum frá sér. O, nei, það eina, sem hann þarf, er að fá einu sinni að heyra sannleikann. Pabbi hefur kúgað mömmu alla tíð. En ég hef ekki verið eins blind og hún — ég hef hvað eftir annað séð, að ef það er' eitthvað, sem hann sjálfan lang- ' ar til, þá er ekkert að honum. Framliald af bls. 10. Þegar bróðir hans kom frá Ameríku, var pabbi sprækast- ur allra, var úti að skemmta sér með honum og ámóta skemmti- legu fólki frá morgni til kvölds. En jafnskjótt og hann var far- inn, lagðist hann aftur og þótt- ist vera veikur. Ester sneri sér að föður sínum: — Þér finnst bara þægilegra að liggja hér eins og klessa og snúa aumingja mömmu í kring- um þig og láta hana vorkenna þér. Þú gætir unnið þér inn þrefalt meira en þú gerir, ef þú bara nenntir. En þér finnst betra að binda mig hér og láta mig halda þér uppi. — Ester, komdu nú. Knútur var kominn fram að dyrum. — Ég vil ekki hlusta á meira. —Farðu þá! Hún hafði sagt þetta áður en hún vissi það, og strax og hurð- in lokaðist á hæla hans, iðrað- ist hún. Nú hafði pabba henn- ar loksins tekizt að egna þau hvort á móti öðru. Hún kipraði saman augun og horfði í augu föðursins: — Sjáðu nú til pabbi, annað- hvort giftist ég Knúti og fer með honum til Árósar, eða . . . — Eða hvað? — Eða Knútur fær ÞÍNA stöðu. Faðirinn reis seinlega upp. — Viltu vera svo væn að end- urtaka þetta. Hann var hikandi á svip. — MÍNA stöðu, Knút- ur? MÍNA STÖÐU ? Ertu brjál- uð, stelpa — þessi hvolpur? Veiztu ekki að ég er bókhaldari fyrirtækisins. — Jú. Ester horfði á hann og lét ekki bilbug á sér sjást, — en ég veit líka að forstjórinn sagði um daginn, að það þýddi ekkert að hafa heilsulausan mann í þessari stöðu og . . . ---- Heilsulausan mann! Faðirinn lamdi af alefli í borð- ið. Heilsulaus . . . Og að . . . — Og hann væri að hugsa um að segja þér upp, láta Knút fá stöðuna og þig ef til vill hans fyrra starf. Hann var staðinn upp og eld- ur brann úr augum hans. Móð- irin snökkti og hélt dauðahaldi í hann. — Leggðu þig, góði minn. I guðs bænum leggðu þig. Þú ert fársjúkur elskan mín, leggðu Stúlkan lagoi hendurnar yfir andlitið og hallaði sér upp að veggnum. Axlir hennar skulfu. „Hann er dauður," sagði Thursday rólega, „og einu sinni hef ég þó fjarvistarsönnun.“ Leo Spagnoletti lá endilangur á bakinu á miðri káetunni. Blóð lak úr vitum hans niður á græna teppið. Silkiskyrta hans var rauðlituð á brjóst- inu. Einstaka hagl hafði rifið jakkalöfin á sportjakka hans. Munnur Leos var opinn og andlitsvöðvarnir máttlausir. Thursday hugsaði með sér, að nú gæti maður séð hve gamall hann væri, og hann gat ekkert við því gert. Hann lagði hendina hughreystandi á öxl stúlkunnar. Andlit hennar var fölara en nokkru sinni fyrr. Judith greip andann á lofti og leit upp. Hún horfði með fjólubláum augum sínum á Thursday. Hún vildi ekki líta á líkið á gólfinu. Framhald í næsta blaði. þig. Ester, af hverju læturðu ekki pabba þinn í friði. Sérðu ekki, hvað hann er veikur? — Veikur. Faðirinn glennti upp augun. Veikur? Ég skal sýna þeim. Bara af því að mað- ur er einstöku sinnum örlítið slappuur. — Og taugarnar. Ester gekk til dyra. Og öll aukavinnan. Forstjórinn sagði, að þú gætir ekki . . . — Einmitt. Get ég ekki? Og annan í mína stöðu? Ho, við skulum sjá til. Ég skal sýna þeim þessum þrjótum. Mamma, komdu með bindið og jakkann og frakkann og skóna og hatt- inn. — Já, en elskan, leggðu þig. Þú þolir þetta ekki. — Bindið, skóna, jakkann, frakkann og hattinn, heyrirðu það. ------Já, já, nú skal ég ná í þetta . . . Hún lagðist á hnén og teygði sig undir dívaninn til að ná skónum. — —0, mamma, láttu hann nú einhvern tíma bjarga sér sjálfan. Ester var eldrauð af reiði að sjá móðurina skríð- andi á fjórum fótum til að upp- fylla óskir eiginmannsins. — Já, já. Þú skalt þegja góða mín. Farðu til Árósa með þess- um drenghvolpi og hananú, en hann skal ekki fá mína stöðu, öskraði faðirinn. — Ekki æsa þig upp, vinur minn, taugarnar, kvakaði móð- irin eymdarlega. Mundu, hvað þú ert veikur. — Veikur? Smávegis slapp- leiki. Ég skal standa mig og hananú. Ester hljóp brosandi út og stefndi til matsölustaðarins, þar sem Knútur bjó. Hann lauk upp fyrir henni, en hún veitti því athygli að hann var kulda- legri en hann var vanur. — Reiddistu af því að ég sagði þér að fara? Þau sátu saman úti við gluggann og horfðu út. — Nei, sagði Knútur. Ég hef bara aldrei séð þig svona áð- ur, — svona miskunnarlausa. — Já, en skildirðu ekki? — Jú, ég skildi. En ég þekki þig ekki. Þetta var einhver stúlka, sem ég þekki ekki. Ester reis á fætur. — Ég skal fara, sagði hún. — Nei, gerðu það ekki, sagði hann. Því það? — Ef þér þykir ekki vænt um mig lengur. — Kannski viltu ekki giftast mér? — Vitleysa. — Já, en skilurðu ekki, að ég sagði þetta vegna hans sjálfs. — og vegna mömmu. Hann er EKKI veikur. Hann hefur leik- ið þetta aftur og aftur frá því ég man eftir mér, en ég held honum sé batnað núna. Ég sagði honum, að forstjórinn hefði boðið þér hans stöðu. — Hvernig dettur þér slíkt í hug. Það er alls ekki satt. — Forstjóranum hefur a.m.k. dottið það í hug. Það segja stelpurnar. — Það er annað mál. — Já, en það hjálpaði. Hann fór strax á skrifstofuna til að vinna. :— Það var illmannlegt, Est- er, illmannlegt. Þú ert griinm. — Átti ég ekki að hjálpa mömmu? Kona getur ekki ver- ið þekkt fyrir að láta kúga sig svona gegndarlaust. Hann horfði á hana um stund og sagði síðan: — Ætlar þú líka að véra svona við mig, þegar ég eldist og langar til að fá frí einstöku sinnum. Hún roðnaði og sagði blíð- lega: — Svona við ÞIG ? Hún þrýsti sér að honum. — Aldréi að ,ei- lífu. Ég gæti það aídrei af því að ég elska þig svo heitt. Og hún skildi móður sína nú. Hún hafði elskað mann sinn aíla tíð og Ester hugsaði: svöna er- um við — veika kynið. — Elskan, við förum ekki í bíó í kvöld. — Nei, sagði hann, satt að segja nenni ég ekki. —Þú ert þreytulegur, ástin. Farðu úr skónum og kíæddu þig í inniskóna. Hvað hefurðu gert af þeim? — Ég held þeir séu einhvers- staðar undir dívaninum. — Bíddu, elskan, nú skal ég. Hún lagðist á magann og teygði sig eftir skónum. — Héma em þeir, elskan. Komdu ég skal hjálpa þér í þá! BLÓÐSUGUR Framliald aí bls. 7. Það virtist með öllu óhugs- andi að lík sem svo lengi hafði legið í gröfinni, væri svo blóm- legt sem raun bar vitni. And- litið var með ljósu yfirbragði og holdið volgt viðkomu, og ekki einu sinni farið að slá i það. Og á vörunum gat að líta ferskt blóð. Þeir sem stóðu kringum gröf- ina sáu nú unnustu Arnolds þar sem hún reikaði í áttina til þeirra ein síns liðs og döpur í bragði. „Þessi Arnold þinn gekk aftur og gerðist blóðsuga," hrópaði einhver eins og það væri henni að kenna hvernig komið var. „Það verður að bora kross- marki gegnum hjarta hans og brenna Ííkið til ösku,“ mublraði cinn af læknunurn. Réttarskýrslan ti’grcinir. :aá- kvæmlcga hvcrnig húh sneri sér að þorpsbúum og sagði fullum rómi: „Já, þið verðið að gera það. Ég elskaði hann og mun elska hann um alla eilífð en það verð- ur þó að binda endi á þennan hrylling.“ Síðan snerist hún á hæli og gekk hægt á braut. Lík þeirra f jögurra sem orðið höfðu fyrir biti blóðsugunnar voru brennd til ösku á sama hátt og ófreskjur þessar gerðu aldrei framar vart við sig í þorpinu Meduegna. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.