Vikan - 28.08.1958, Blaðsíða 10
Hún ætlafti ekki að láta .eika sig eins grátt og mamma hennar hafði verið leikin
T^STER smeygði sér inn um
dymar. Móðir hennar kom
á móti henni, áhyggjufull á
svip.
— Pabbi þinn er veikur. Þú
verður að hafa lágt.
O, enn einu sinni, hugsaði
Ester. Upphátt sagði hún:
— Er hann mikið veikur
núna?
— Mjög mikið. Hann er alveg
frá af kvölum. Hann liggur inni
á dívaniniun og ég veit ekki,
hvað ég á að gera fyrir hann.
— Hringdu í lækni.
— Góða barn, ef ég minnist
gangast að fá aldrei læknis-
vottorð, fyrst faðir hennar
vanrækti starfið, eins og hann
gerði. Hún hafði heyrt talað
um, að bezt yrði, að Knútur
fengi stöðu pabba hennar sem
bókhaldari, en hann aftur fyrri
stöðu Knúts.
Hún reis á fætur, gekk að
speglinum og burstaði á sér
hárið. Nei, Knútur myndi aldrei
samþykkja það. Hann var að
vísu metorðagjarn, en hann ýtti
aldrei neinum til hhðar, allra
sízt tilvonandi tengdaföðvu- sín-
um.
fljótlega. Ester horfði á föður
sinn. Hvers konar manneskja
var hann eiginlega að þurfa
alltaf að vera að rífast og
skammast.
Faðir hennar liorfði reiðilega
á hana.
— Hvað áttu við?
— Eg á við, að nú viljum
við Knútur ekki bíða lengur.
Við giftum okkur. Við getum
ekki haldið áfram að taka til-
lit til veikinda þinna í það ó-
endalega. Ef þú lægir ekki sí
og æ og lékir sjúkling, gætuð
þið hæglega, komizt af án mín.
Mœðgur eigast við
á það, verður hann öskuvond-
ur. En farðu nú og hvíldu þig,
vina mín, ég skal kalla á þig,
þegar maturinn er tilbúinn.
Pabbi þinn verður að hafa ró
og frið.
— Get ég ekki eitthvað hjálp-
að þér?
— Nei, nei, vina mín. Þú
hefur sjálfsagt haft nóg að
gera í dag.
Ester gekk inn í herbergi sitt
og lagði sig á rúmið. Knútur
hafði ætlað að koma í kvöld,
en það var bezt að segja hon-
um, að pabbi væri veikur. Hann
nöldraði og skammaðist í sí-
fellu, barmaði sér og stundi,
þegar hann fékk þessi ,,köst“.
Þau yrðu að láta sér nægja að
fara í bíó og síðan smágöngu-
ferð,
Henni myndi sjálfsagt ekki
líka það heldur, ef hann tæki
við starfi föðurins, því að henni
þótti náttúrlega vænt um hann.
En samt. Það var ekki til
einskis að hann hafði verið í
leikskóla á sínum yngri árum.
Það var auðséð á öllu, sem hann
tók sér fyrir hendur. En móð-
ir hennar dáðist að honum og
hafði gert það alveg síðan hann
féll á burtfararprófinu.
Já, hugsaði Ester, þó að þú
sért faðir minn sé ég greini-
lega, að þú ert lélegur leikari
og mamma er eini áhorfandi
þinn.
Þú gætir fengið næga auka-
vinnu á skrifstofunni, ef þú
bara nenntir að vinna.
— Ester mín. Rödd móður
hennar var biðjandi.
— Já, ég meina það sem ég
segi. Knútur og ég höfum tvisv-
ar ákveðið að gifta okkur og í
bæði skiptin hefur pabbi komið
í veg fyrir það, með því að
þykjast verða veikur og segjast
ekki geta verið án þeirra pen-
inga, sem ég borga heim. Hve
lengi á ég að halda áfram að
fórna mér fyrir ykkur? Þið
hafið engan rétt til að krefjast
þess endalaust.
Smásaga eftir MARÍU THORAS
Ef þau gætu bara gift sig.
Ef hún gæti sparað saman þá
peninga, sem hún borgaði heim,
myndu þau auðveldlega geta
klofið það. En í meira en tvö
ár hafði pabbi hennar marg-
sinnis komið í veg fyrir að þau
giftust.
Hún var orðin tuttugu og sjö
ára gömul og henni fannst mál
til komið að hún fengi að lifa
sínu eigin lífi. Og það gremju-
legasta af öllu var, að hún var
sannfærð um, að sjúkleiki föð-
ursins var ekkert annað en
uppgerð.
Hann varð alltaf veikur öðru
hverju. Þá lagðist hann fyrir
og þóttist hafa fengið tauga-
áfall, af því að honum þótti
notalegt að sjá konu sína snar-
snúast í kringum sig og dekra
við sig á allar lundir. Pabbi
hennar var hræðilega eigin-
gjarn og hefði átt að kvænast
skapmikilli og ákveðinni konu
í stað mömmu hennar, sem lét
kúga sig algerlega.
Hún hafði heyrt, að áður en
langt um liði myndi honum
verða sagt upp á skrifstofunni,
eða að minnsta kosti lækkaður
í tign. Og hún skildi ekki, hvers
vegna forstjórinn lét það við-
— Maturinn er til, Ester,
heyrði hún móður sína kalla, og
hún fann ilm af gulum baunum
og blóðbergstei.
Hún gekk inn í stofuni.
— Sæll, pabbi.
— Sæl. Svo að þú hefur verið
að slóra enn einu sinni.
Hann reis með erfiðismun-
um upp af dívaninum og gekk
þyngslalega að borðinu.
— Ég fékk eftirvinnu.
— Þú hefðir frekar átt að
koma heim og hjálpa mömmu
þinni ?
— Ester hefur nú nóg að
gera á skrifstofunni. Sjáðu,’ er
þetta ekki eftirlætisrétturinn
þinn?
— Ja, ég veit ekki, hvort ég
þoli að borða hann. Gular baun-
ir eru þungméltar. En það er
ekki verið að hugsa mn mig.
Ester leit upp.
— Er nokkurn tíma hugsað
um annað en þig?
— Ef þú ert hortug, geturðu
farið.
— Svona, svona. Ester var
bara að spauga.
— Heldurðu, að ég sætti mig
við ókurteisi?
— Þú losnar líka við mig,
— Ester, Ester mín, mundu
að pabbi þinn er veikur. Hann
getur ekki sofið í nótt, ef þú
æsir hann svona upp.
Faðir hennar barði í borðið.
— Hypjaðu þig út, öskraði
hann, og komdu ekki aftur fyrr
en þú getur hegðað þér sóma-
samlega.
Ester stóð upp og studdi
handleggjunum á borðið.
— Gamali leikari, ekki satt,
sagði hún háðslega. — Bless,
mamma, ég fer þá.
— En þú ert ekki búin að
borða, barn.
— Þakka þér fyrir. En ég
missi matarlystina þegar ég sé
þennan ,,sjúkling.“ Þar með var
hún horfin út um dymar.
Hún hljóp út og niður göt-
unua og hugsaði með sér, að
það væri gott að hún hefði einu
sinni sagt honum hreinskiln-
islega hvað henni fannst. En
brátt minnkaði ofsinn og hún
varð hálfskömmustuleg. Hann
var nú faðir hennar. Heiöra
skaltu fööur þinn og móöur,
stóð einhvers staðar. Já, það var
svo sem gott og blessað, en til
þess að hún gæti heiðrað föð-
ur sinn, mátti hann ekki hegða
sér eins og hann gerði.
En kannski var hann sjálf-
um sér verstur.
Hún gekk inn í símaklefa og
hringdi til Knúts og bað hann
að hitta sig. Síðan skyldu þau
fara heim og reyna að tala ró-
lega við foreldra hennar.
Ester kom broeandi inn í
stofuna og Knútur rétt á eftir.
Þau buðu gott kvöld og settust
við borðið.
Faðir hennar muldraði í barm
sér, þar sem hann hafði lagt
sig aftur á dívaninn.
— Sérðu ekki, að Knútur
er með, pabbi?
— Nú, já, gott kvöld, Knút-
ur. Mér líður bölvanlega. Seztu
bara niður. Það ætti að vera
óhætt.
Og faðirinn hélt áfram að
lesa.
— Knútur er kominn til að
tala við þig, pabbi.
— Það var svo sem fallegt,
en mig langar ekkert til að tala.
Látið J>ið mig í friði, ég vil
lesa. Eg er miklu veikari, en
nokkurt ykkar gmnar.
— Fyrirgefðu, tengdapabbi,
en það er áríðandi, sem við
Ester þurfum að tala um.
Faðirinn lagði bókina á mag-
ann á sér og stundi.
— 1 hamingju bænum talið
þið þá. Ég er fársjúkuur. En
enginn hugsar um það. Og hvað
á það líka að þýða að gefa
manni gular baunir ?
Knútur þagnaði, þangað til
faðirinn hafði lokið við að vor-
kenna sér í bili.
— Forstjórinn talaði við mig
í dag.
— Svo?
— Og hann sagði — hann
spurði mig, hvort ég gæti hugs-
að mér að fara til Árósa og
taka við sem framkvæmdastjóri
í útibúinu.
— Já, en það var bærilegt.
Faðirinn ljómaði af feginleik.
— Gæti ekki verið betra, dreng-
ur minn. Taktu tilboðinu á
stundinni.
— Já, sagði Knútur og ræskti
sig vandræðalega, þá gætum
við Ester . . .
En faðirinn greip framí:
— Þú ættir ekki að þurfa að
hugsa þig um, Knútur. Gerðu
þér í hugarlund hvað það verð-
ur mikils virði fyrir þig að hafa
þessa stöðu, þegar þið Ester
giftist einhverntíma. Fram-
kvæmdastjóri útibúsins í Árós-
um — stórkostlegt.
Faðirinn hafði setzt upp og
virtist hafa gleymt sjúkleika
sínum.
— Tengapabbi, þú segir ein-
hvern tíma. Ég átti vitanlega
við, að Ester og ég giftmn okk-
ur strax og hún komi með mér.
Ánnars tek ég ekki tilboðinu.
Faðirinn beit á vör sér og
hnyklaði brýnnar.
— Ester getur ekki farið,
meðan ég held áfram að fá þessi
Framh. á bls. 13.
10
VIKAN