Vikan - 28.05.1959, Side 7
Leður- og skinnkápur og -jakkar eru mjög í tízku í ár.
Sérstaklega notað í ferða- og sportklæðnað. Það er fleira en
eitt sem er þess valdandi að leðrið er eftirsótt í yfirhafnir, t. d.
það krumpast ekki, g er regnhelt, óhreinindi er hægt að þurrka
eða bursta af. Ekkert sem festist í fatnaðinmn. Svo er þetta svo
sterkt að það þolir miklu meira en flezt önnur efni.
Litaúrval er orðið fjölbreytt og eins gerð efnisins. Það er hægt
að velja mn ýmsar þykktir, mött eða gljáandi leður eða skinn
•. s. frv.
Hér er mynd af nýtízku útifötum
sérstaklega heppilegum fyrir dömur
sem hafa gaman af lax eða silungs-
veiði. XCiunig er hann heppUegur í
stuttar f jallgöng^ir á, heitum sumar-
degi og eiginlega nothæfur við
hvaða sport sem er út við sjó eða
uppi í sveit.
Það er hægt að hafa bæði buxur
og jakka í sama iit. Einnig sitt í
hvorum lit t. d. svart og hvítt.
Buxurnar svartar, jakkinn hvítur
Aðallega er notað í þcnnan fatn-
að bómullarefnin sem svo mjög eru
í tízku nú. Þau eru blönduð með
þessum nýju efnum nylon og dacron
og þess vegna krumpfrí og ekkl þarf
að strauja þau sem er ekki svo lítill
kostur þegar verið er á ferðalagi.
Hugsið ykkur bara að geta þveg-
ið fötin sín um kvöidið og farið I
þau alveg eins og maður vill þau
líti út að morgni. Þvílík þægindi
á löngu eða stuttu ferðalagi!
I’etfa er svokallaður — nappa — leðurjakki. Með upp-
slög á ermunum, lltinn kraga, og löf sem leggjast út á
jakkann. Taskan og hanskarnir eru úr sama efni og í sama
lit.
Svo kemur hér leðurjakkinn. Jakkana úr öll-
um mögulegum efnum þurfum við ekki að kynna
fyrir hinum yngri íslenzku dömum. I>á sjáum
við daglega hér á götunum — í apaskinm og
molskinni.
I’essi jakki er í bláum lit með stórum hnöpp-
um, litlum kraga og kvart ermum.
SUMARTÍZKAIM
i FERÐA- OG SPORTFATNAÐI
VIKAN
7