Vikan - 28.05.1959, Side 13
ÖTTAST FLEST FÖLK RAUNVERULEIKANN?
Liklega ekki. Flest fólk hneigist til að sjá hlut-
ina eins og það vill að þeir séu, ekki eins og þeir
eru. Þetta stafar meira af skorti á hæfileika að
sjá þá en ótta við raunveruleikann. Þessi hæfi-
leikaskortur er eins konar leifar af bax'naskap
og orsakar yfirleitt meira óhamingju en nokk-
ur annar galli í fari mannanna.
Hinn óraunsæi einstaklingur tekur hlutunum
■ekki eins og þeir koma fyrir, en righeldur í þá
barnalegu blekkingu, að hægt sé að breyta þeim
með óskhyggju. Dæmi um þetta er starfsmaður,
sem er óánægður vegna þess að honum finnst
hann fá minna kaup en hann á skilið. Ef til vill
er það svo, en þá verður hann að horfast í augu
við þá staðreynd, annaðhvort með því að ympra
á því við húsbónda sinn eða fá sér vinnu annars
staðar þar, sem hann myndi uppskera réttlát
laun fyrir hæfileika sina. Þangað til hann gerir
•eitthvað af ofangreindu, getur hann aldrei orðið
annað en óánægður launþegi.
Að sjálfsögðu geta konur einnig verið óraun-
sæjar. Húsfreyjan, sem stöðugt kvartar og
kveinar yfir óreglusemi barna sinna í umgengni,
er annaðhvort hrædd við eða mistekst að horfast
í augu við raunveruleikann andspænis sér. Hún
lítur á þetta eins og vill, að það sé, en ekki eins
og það er. Það er staðreynd, að heilbrigð börn
eru heldur óreglusöm í umgengni og hlýtur
heimilið þess vegna að bera þess nokkur merki.
Hú'n getur ekki lagað sig eftir þessu nema því
aðeins að kannast við þetta. Þegar hún einu
Sinni hefur gert það, getur hún hætt að kenna í
brjósti um sjálfa sig og orðið betri eigrinkona og
móðir.
Það er oft erfitt að horfast í augu við raun-
veruleikann, en það borgar sig, er fram í sækir.
Okkur langar öll í ýmislegt, sem ekki verður
fengið, og við komumst öll sæmilega af, ef við
könnumst við það. Þegar við gefmn okkur ósk-
hyggjunni á vald, sköpum við okkur sjálfum og
öðrum erfiða og hamingjusnauða ævi.
Er mikill persónuleik lœknum nauðsynlegur?
Vissulega getur hann Verið það. Lækningar
eru hvorttveggja í senn, list og visindagrein.
Persónuleikinn er reyndar ekki þýðingarmikið
atriði hvað snertir vísindahliðina, en hins vegar,
þegar læknirinn þarf að fást við andlega og
líkamlega sjúkt fólk af ýmsum gerðum, getur
persónuleiki hans oft orðið eitt bezta tækið í
baráttunni.
Frægur læknir hefir sagt, að persónuleiki lækn-
is sé yfirleitt „eitt af eða jafnvel bezta meðalið,
sem hann getur notað.“ Sjúklingar nálgast lækna
með ýmsu móti, sumir hafa beyg af þeim, aðrir
búast við einhverri töfralækningu og enn aðrir
leita meðaumkunar og samúðar. Læknirinn hef-
ur sína eigin hleypidómi og veiku hliðar. Hann
getur verið óþolinmóður, óákveðinn og ekki viss
á, hvernig beri að útskýra eða túlka sjúkdóms-
lýsingu fyrir sjúklingnum. Ef honum, samt sem
áður, tekst með samúð og skilningi að ávinna
sér trúnað og traust sjúklings sins, stuðlar hann
að andlegri velferð hans, sem svo oft stendur í
nánum tengslum við líkamlegt heilbrigði.
Sami læknir sagði: „Hver einasti læknir beitir
sállækningum hvort sem hann veit af því eður
ei. Þær geta verið góðar og slæmar og er það
komið undir framkomu hans, látbragð, hæfileika
íil að hlusta og þekkingu á að vita hvað beri að
segja og hvenær. Ef sálfræðiþekking á ýmsum
jþýðingarmiklum þætti læknavísindanna væri bet-
ur og skýrar látin læknastúdentum í té, mætti bú-
ast við miklum framförum á sviði læknisfræðinn-
ar . . . . Mörg þessara frumatriða eru ekki notuð
í hinu daglega starfi, jafnvel ekki af þeim lækn-
um, sem þekkja þau... Væru þau notuð jafn
almennt og þekking vor í efnafræði og lífeðlis-
fræði, næðist miklu betri árangur i starfi læknis-
ins.“
Ættuð þér að hvetja son yðar
til þess að giftast?
Nei, ekki dóttur yðar heldur. Ungt fólk, sem
forðast giftingu eða skýtur henni á frest, hefur
næstum ávallt góða ástæðu til þess, og sé því
þröngvað til þess, hefur það oft í för með sér
ógæfu og leiðindi fyrir alla aðila.
Þegar ungt fólk sneiðir hjá hjónabandinu, er
orsökin oft sú, að það hefur hugboð um, að til-
finningalíf þess sé ekki nægilega þroskað. Sé
ungu fólki þröngvað til hjónabands í þeirri von,
að hjónabandið lækni allar truflanir á tilfinninga-
lífinu, er líklegt, að vandamálin verði verri við-
fangs, þegar erfiðleikar hjónalífsins og ábyrgð-
in, sem það hefur í för með sér, bætist við.
Rannsóknir hafa leitt i ljós, að sé ungu fólki
ýtt út i hjónabandið, „sem læknar allt,“ að van-
hugsuðu máli, leiði það aðeins til fleiri hjóna-
Fravih. á bls. 18
-yiKAN
13