Vikan


Vikan - 28.05.1959, Síða 19

Vikan - 28.05.1959, Síða 19
OSTARÉTTIR Þegax frá er skilið smjör, er sagt, að ostur sé eina fæð- an, sem menn hafa búið til, sem er þekkt og í miklum metum um allan heim. Allar þjóðir hafa framleitt einn eða fleiri ostarétti. Þó að ostar séu þekktir undir mörg hundruð mismun- andi nöfnum, eru í rauninni tiltölulega fáir flokh xr osta. Ostar af sama flokki eru í grundvallaratriðum svipaðir með smávægilegum breytingum vegna þjóðarvana. 1 flestum Evrópulöndum eru ostar vinsælir sem eftir- réttir. Ostur í tómatsósu. 4 bollar tómatsúpa, 1 y3 bolli vatn, örlítið af lárviðarlaufi, 3 heilir negulnaglar, 1 tsk. sykur, 2 bollar hveiti, 5 tsk. lyftiduft, 1 tsk. salt, 2 msk. smjörlíki, % bolli rifinn ostur, 1 bolli mjólk. Blandið saman tómat- súpu, vatni, lárviðarlaufi, negul og sykri í skaftpott og hitið að suðumarki. Síið hveiti, mælið það, bætið í lyftidufti og salti og síið aftur. Skerið smjörliki niður, hrærið ostinum við. Bætið mjólk smám saman við, hrœrið í með gaffli. Setjið þetta nú með mat- skeið út í sjóðandi súpuna. Setjið lokið á og sjóðið við hægan hita í 15 min. Takið ekki lokið af, meðan sýður. Ost timbales. % pund rifinn ostur, Hvít sósa (meðalþykk) 11% bolli, (sjá 19. tbl. 7. mai s. 1.), 2 hrærð egg, 2 tsk. saxaður laukur, % bolli þurrir brauð- molar, % tsk. þurr mustarður, % tsk. salt, Vs tsk. pipar. Bætið osti út I heita hvita sósu, hrærið í yfir mjög hægum hita, unz osturinn er bráðnaður. Bætið hægt og hægt í hrærðum eggjum, hrærið stöðugt í. Látið í það, sem eftir er. Látið í fitug smáform og setfiS þau á grunna pönnu með heitu vatni, sem nær rétt að brún smáform- anna. Bakið við meðalhita (350 st. F.) í um 30 mín. eða þar til þetta er þétt. Berið fram með tómat- sósu. Ostur með eggi. 2 bollar mjólk, 2 bollar þurrir brauð- molar, örlitill rauður pipar, % tsk. þurr mustarður, 1 tsk. salt, V. tsk. pipar, % pund rifinn ostur, (ca. 3 bollar), 4 egg, aðskilin. Sjóðið mjólk, bætið i brauðmolum og kryddi. Bætið osti í og hrærið í yfir hægum hita, unz hann er bráðnaður. Hrærið dálitlu af ostblandinu saman við örlítið hrærðar eggjarauöur. Hrærið þessu út í það, sem eftir er af ostblandinu og kælið aðeins. Hrærið eggjahvítur, þang- að til þær eru stífar, en ekki þurrar. Hrærið út í ost- blandið. Setjið allt þetta i smurða skál úr eldföstum leir eða form. Bakið við meðalhita (350 stig F.) í 45 til 50 mln. Ostpönnukaka. 1% bolli hveiti, % tsk. þurr mustarður, 1 tsk. salt, l/8 tsk. pipar, 1 egg, létthrært, 1 bolli mjólk, % pund rifinn ostur (ca. 3 bollar), 1 msk. brætt smjörlíki, 2 msk. saxaður laukur. Síið hveiti, mælið, bætið í mustarð, salti og pipar, siið aftur. Bætið mjólk, osti, smjör- líki og lauk saman við Iltið eitt hrærð egg. Bætið sam- an við þurr efni og hræriö, unz það er blandað. Steikið í heitri feiti (365 til 375 st. F.) unz, það er brúnt. Velsk kanína. % pund rifinn ostur (ca. 4% bolli), 1 tesk. þurr mustarður, örlitið af rauðum pipar, % tsk. paprika, % tsk. salt, % bolli bjór, rjómi eða mjólk. Blandið saman osti og kryddi í efri hlutann á tvö- földum potti. Hrærið i yfir heitu, ekki sjóðandi vatni, unz osturinn fer að bráðna. Bætið smám saman við bjór, rjóma eða mjólk, eldið á- fram yfir hægum hita, unz þetta er mjúkt, hrærið stöð- ugt í. Berið fram heitt með rist- uðu brauði, stráið papriku yfir og skreytið með pétur- selju eða hreðkublómum. Einnig má hafa bacon með. Ostur og rœkjur. 2 msk. smjör, saxaður grænn pipar 2 msk., 1 msk, saxaður laukur, 2 msk. hveiti, % tsk. salt, V. tsk. pipar, ý2 tsk. þurr mustarður, 1 bolli tómatar, mauk- soðnir eða niðursoðnir. % pimd rifinn ostur (ca. 1% bolli), 1 egg, lltið hrært, % bolli mjólk eða rjómi, 1 bolli rækjur. Bræðið smjörið á þungri pönnu. Bætið grænum pipar og lauk við, eldið yfir hæg- um hita, unz það er mjúkt og ljósbrúnt. Blandið hveiti og kryddi saman við. Bætið tómötum hægt og hægt í og eldið yfir hægum hita, unz það er orðið þykkt, hrærið stöðugt í. Bætið osti út í. Hrærið dálitlu af heitu blandinu saman við lítið hrærð eggin og hrærið þvi síðan aftur út í heita bland- ið og haldið áfram að elda yfir mjög hægum hita, hrærið stöðugt í. Bætið rækjum út í. Berið fram með soðnum hrísgrjónum. Ostakúlur. 600 gr. kartöflur (soðn- ar), 350 gr. ostur, 100 gr. egg, pipar og salt. Kartöflurnar eru soðnar, flysjaðar og saxaðar einu sinni í söxunarvél ásamt ost- inum. Eggjunum og krydd- inu er svo hrært saman við og myndaðar kúlur, sem velt er upp úr dálitlu af muldu brauði, eða brauðmylsnu. Brúnað síðan ljósbrúnt. á pönnu. Ostakúlurnar má borða heitar með káljafningi t. d. sem hádegismat og einnig má borða þær kaldar t. d. á kvöldborði. Ágætt er að nota í þennan mat afgang af ost- um ef t. d. ostur er orðinn harður og í mylsnu eða litl- um bitum, svo ekki sé hægt að skera hann ofan á brauð. Osta má nota á ýmsan hátt ofan á brauð. Hér er t. d. ein aðferðin. Osturinn er rifinn og hrærður með smjöri, sem smurt er á brauðið. Hreðkur eru þvegnar, þurrkaðar og skornar í sneiðar, sem raðað er í hring á sneiðina. 1 miðjuna er látin gróft söx- uð gúrka. Litlar vatnsbollur með ostakremi. 3 dl. vatn, 100 gr. smjörlíki, 125 g. hveiti, 3 egg, 100 g. smjör, 75 g. rifinn ostur, 2 ms. rjómi. Sjóðið vatnið og smjörlíki saman. Hrærið hveitinu út L Kælið. Hrærið eggjununs saman við, einu og einu. Búið til litlar bollur úr deig- inu og bakið. Hrærið smjör- ið og blandið osti og rjóma út i. Fyllið vatnsbollurnar með kreminu. Berið fram með soðsúpu. Stofuplöntur dafn.a miklu betur, ef blöð- in á blómunum eru þvegin vikulega. Það má nota lítilsháttar sápu (ekki þvottaefni) í fyrsta vatnið, en það verður að þvo þau þá aftur úr sápulausu vatni strax á eftir. Ef þetta er gert eiga blómin miklu hægara með að anda og verða þessvegna líflegri og fallegri. Það er mikið að minnka að hafa fleiri liti I sömu stofu. Sterkir litir í st*f- um eru ekki lengur í tizku heldur hir»ir möttu og ljósu. Ef herbergin eru lítil sýnast þau stærri í sem björtustum lit- um og ef innri-forstofan er höfð í sama lit og stofan eða stofumar sýnist það rúmbetra pláss. TÓMATOSTUR HANGIKJÖTSOSTUR KJARNAOSTUR RÆKJUOSTUR SCHWEIT«EROSTUR BRAUÐOSTUR GÓÐOSTUR GRÆNN ALPAOSTUR KÚMENOSTUR GOUDAOSTUR Öéíar- ct/ Ám/óiéa/cm VTKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.