Vikan


Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 20
„Hvernig kom Manion undirforingi yður fyrir sjónir, þegar hann sagði það, sem þér segið hann hafa sagt?“ spurði ég. „Hann var náfölur, stóð teinréttur og hermann- legur. Hann — hann virtist eiga erfitt með að tala; það var eins og hann biti á jaxlinn. Hann — hann hegðaði sér eins og maður í draumi." lÉg þagði stutta stund. „Og frú Manion ?“ sagði ég. „Sáuð þér hana?“ „Já. Ég gekk að íbúðarvagninum ásamt undir- foringjanum og hún kom grátandi að dyrunum og sagði: „Sjáið hvað Barney gerði við mig!“ Ég hálfvegis beygði mig undan þrumandi mót- mælunum, en nei, Dancer var of kænn til þess að misnota sér mótmæli sin -— þetta komst óá- xeitt í gegn. „Og hvernig var hún útlits?“ sagði ég. „Hún — hún var hræðileg á að líta.“ Vitnið MORÐ lokaði augunum, eins og til þess að gleyma þess- irni hræðilega drauma. Allir í réttarsalnum og sýslunni vissu auðvitað, að Laura Manion hafði lialdið því fram, að Barn- ey hefði nauðgað henni. En þetta var fyrsti vott- urinn um raunverulega sönnun. „Segið mér Lem- on,“ sagði ég, „klukkan hvað fóruð þér að hátta þetta kvöld?“ „Um það bil stundarfjórðung yfir tíu.“ „Og var ró yðar raskað þar til Manion undir- foringi vakti yður um eittleytið?" „Nei, þótt ég vakni við minnsta hávaða. „Vein frá konum?“ „Veinin komu frá hliðin —“ „Mótmæli! Mótmæli!" hrópaði Claude Dancer rétt fyrir aftan mig. Dömaranum virtist gremjast þetta. „Látið vitn- ið ljúka setningu sinni, áður en þér mótmælið," sagði hann hvasst. Hann sneri sér að vitninu. „Ljúkið setningunni," sagði hann. „Það voru veinin frá frú Manion, sem ferða- mennirnir frá Ohio heyrðu þetta kvöld.“ Mótmæli. Orðrómur. Ófullnægjandi sönnun —- þetta var innihald mótmælanna, sem Claude Dancer lét dynja yfir réttinum. „Herra dómari,“ sagði ég, því að mig var farið að renna grun í dálítið. „Eg tek aftur spurning- una. Þér megið yfirheyra vitnið, Dancer." , „Ég hef ekki frekari spurningar,“ sagði hann reiðilega. „Þakka yður fyrir, Lemon,“ sagði ég. „Þetta virðist vera hentugur staður til þess að fresta fundi til morgundagsins," sagði dómarinn. : Claude Dancer (án þess að þykjast lengur vera „aðstoðarmaður" Mitch) kallaði Julian Durgo lögregluforingja fyrir næsta morgun sem sitt fyrsta vitni. Durgo var lögregluforinginn, sém handtekið hafði Manion. „Hvað var það, sem sakbörningurinn sagði?“ spurði Dancer. „Hann sagði okkur, að kona hans hefði átt í einhverjum brösum við Barney Quill og að hann hefði farið og skotið hann. Hann spurði okkur einnig, hvort maðurinn væri dauður, og sögðum við að svo væri." „Hvernig kom sakborningurinn fyrir?" „Hann var í uppnámi og virtist mjög reiður." „Nokkuð fleira?" sagði Claude Dancer og gekk hægt um gólf. „Hann sagðist alls ekki sjá eftir því, sem hanrt hefði gert og einnig, að hann myndi gera það aftur." Allt þetta var vörninni mjög í óhag og ég sat grafífcyrr. Hamingjan góða, hafði undirforing- inn einnig gefið skriflega játningu, sem ég vissi ekkert um? Var vörnin að fara i mola? Claude Dancer leit til mín brosandi. Hann kink- aði kolli og sagði glaðhlakkalega: „Gerið svo vel.“ Ég leit snöggt á fölt andlit Parnells og síðan upp í loftið. Þetta var mikið vandaverk, sem ég ■itti fyrir höndum. Hérna var vitni, sem ég hafði dáðst að og virt, svo og einnig lögreglulið hans. Dancer hafði lagt sig vandlega fram við að beina spurningum sín- um að þeirri hlið málsins, sem okkur var í óhag, en ég vonaði i lengstu lög, að eitthvað kæmi fram, sem yrði okkur til hjálpar. Hvernig gat ég dregið þetta fram i dagsljósið án þess að gera þessum ágæta lögregluforingja og liði hans skaða? Jæja, ég varð að gera það samt. „Durgo", sagði ég, „mér skilst, að þér stað- hæfðuð áðan, að ákærði hefði sagt yður, að kona hans hefði átt í einhverjum brösum við hinn látna. Er það ekki rétt?“ Lágt: „Það er rétt.“ „Vilduð þér gjöra svo vel að segja réttinum og kviðdómnum, hvernig ákærði lýsti árekstrum þeim, er orðið höfðu á milli konu hans og hins látna." „Sjálfsagt. Hann sagði —“ „Ég mótmæli! Ég mótmæli, herra dómari," þrumaði Dancer. „Þetta er bersýnilega málinu óviðkomandi —“ „Herra dómari," greip ég fram í, „þessi mað- ur er aðalvitnið fyrir fólkið. Framburður hans VEFUR hér í dag getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir ákærða, ef hann er ekki frekar rannsakaður. Ég krefst og vér höfum rétt til að vita allt sem hann veit, allt, sem ákærði og kona hans sögðu honum, þar sem önnur hliðin á því máli er nú kviðdómnum í fersku minni. „Þetta vitni hefir þegar staðfest, að ákærði sagði eitthvað. Ég krefst þess eindregið, að oss gefist kostur á, að skyggnast inn i þetta „eitt- hvað“ hér á þessari stund.“ Ég sneri mér snöggt við og settist. Örlög þessa máls héngu nú á bláþræði. Dómarinn hafði hlustáð með athygli og hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði upp í loftið. Hann spennti greipar og kipraði saman varirnar, augsýnilega i þungum þönkum. Síðan hallaði hann sér áfram og leit á klukkuna, eins og til þess að taka eftir hvenær hann tæki á- kvörðun sína. „Látið vitnið segja frá.“ „Sakborningurinn sagði okkur, að hinn látni hefði nauðgað konu hans,“ sagði Julian Durgo lágt. Mér létti og þótti gott, að hafa verið sitjandi. „Loksins," hugsaði ég, „loksins . . .“ Ég reis á fætur. „Og sáuð þér frúna?“ „Já.“ „í hvernig ástandi var hún?“ „Hún var hálfgrátandi og mjög æst og illa meidd á andliti og handleggjum.“ „Sagði hún yður frá öllu saman?“ „Já, það gerði hún.“ „Og-hvað sagði hún?“ „Ég mótmæli, herra dómari — þetta —“ „Mótmæli ekki tekin til greina. Haldið áfram." „Hún sagði, að Barney Quill hefði nauðgað sér og barið sig.“ „Nú, lögregluforingi," sagði ég, „ég býst við, að þér hafið framkvæmt sjálfstæða rannsókn í málinu þá og síðar athugað nauðgunaratriðið, gerðuð þér það ekki?“ „Jú, það gerði ég. Mjög víðtæka rannsókn." „Og virðist rannsóknin sanna eða afsanna frá- sögn frú Manion af nauðguninni ?“ „Sanna hana.“ „Og hvað er það einkum, sem styður þá skoðun yðar ?“ „Já —." Hann þagnaðí. „Aðalatriðið voru ópin." „Óp, lögregluforingi Hvaða óp?“ Ég var steinhissa, þótt ég bæri það ef til viU ekki utan á mér. „Frú Manion hafði sagt okkur, að hún hefði æpt nokkum sinnum við hliðið. Við reyndum náttúrlega að ganga úr skugga um það — ekki aðeins til þess að rannsaka hvort hún hefði æpt, heldur einnig livort ekki gæti verið, að ópin hefðu komið frá vögnum ferðamannanna." „Þér eigið við, lögregluforingi, hvort það hefði ekki getað verið eiginmaður hennar, sem barði hana fyrir að vera að þvælast úti í trjágöngun- um?“ Hann brosti dauft. „Já, einmitt." „Og að hvaða niðurstöðu komust þér?“ „Að ópin hefðu komið frá hliðinu eins og hún sagði. Við hittum fjóra ferðamenn, sem átt höfðu vagna sína næst aðalhliðinu. Þeir sögðu allir, að þeir hefðu vaknað um miðnætti við nokkur óp, sem virtust koma frá hliðinu. Einn þeirra heyrði einnig stunur og dauft hljóð eins og eitthvað félli til jarðar." „Var nokkuð fleira, sem sannaði söguna um nauðgunina, að yðar áliti ?“ spurði ég vitnið. (Ég var að reyna að leiða hann að sannleiksprófinu). „Já." „Hvað ?" Vitnið vissi, að slik próf vou ekki tekin gild í rétti og hann leit óviss á dómarann. „Jæja,“ sagði hann, „við spurðum hann aftur í aðalstöðv- unurn." „Hverjir eru við?“ „Webley lögregluforingi, ég og — „Vitnið hikaði. „Og hverjir fleiri?" „Peterhaus undirforingi." „Hvað starfar hann? Ég minnist þess ekki að hafa heyrt nafn hans nefnt áður í sambandi við þetta mál.“ „Hann er sérfræðingur okkar í lygamælum." „Og hvað er lygamælir." „Almennt þekktur undir nafninu sannleiks- prófari." „Þér eigið við, lögregluforingi, að frú Manion hafi verið látinn ganga undir sannleikspróf ?“ „Ég mótmæli. Niðurstöður lygamælis eru aldr- ei teknar gildar í réttarsölum eins og mála- flutningsmaðurinn veit ofurvel." „Herra dómari," sagði ég, „enginn er hér að tala um niðurstöður sannleiksprófs, heldur hvort slíkt hafi verið notað." Dómarinn beit hugsandi saman vörunum. „Lát- ið vitnið svara," sagði hann. „Hún var látin ganga undir slíkt próf.“ „Og var prófið gert áður en þér höfðuð gert það upp við sjálfan yður, hvort hún ’væri að segja sannleikann, eða á eftir?" „Á eftir/' „Að hvers ósk?" spurði ég. „Frú Manion." Hafði prófið nokkur áhrif á niðurstöður yðar í málinu?" „Herra dómari, herra dómari!" hrópaði Dancer fyrir aftan mig, þó næstum við hlið mér og rak upp hljóð eins og japanskur herhöfðingi, sem fallið hefði á sverð sitt. „Þetta eru aðeins undan- brögð til þess að sniðganga lögin í þessu efni. Ég — ég —“ „Ég geri mér grein fyrir að vér erum að fara út á hálan ís,“ sagði dómarinn, „en samvizku minnar vegna get ég ekki dæmt, að spurningin sé mótmælanleg. Málflutningsmaðurinn er ekki að spyrja um niðurstöður sannleikprófs, en um skoðun vitnisins, sem grundvölluð er á vissri 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.