Vikan - 28.05.1959, Qupperneq 21
þekkingu, sem það hefur. Látið vitnið svara.“
„Nei, ég skipti ekki um skoðun.“
„Svo að þér hélduð því fram, að hún væri að
segja sannleikann áður en sannleiksprófið Var
gert?“
„Já.“
„Og á eftir?“ spurði ég vitnið.
„Já.“
,yOg þér haldið því enn þá fram á þessari
stund ? “____________________________________
Glaðlega: Já.“
„Þakka yður fyrir, lögregluforin8-i,“ sagði ég.
„Gerið svo vel, vitnið er yðar, Dancer."
Dancer karlinn var alls ekki á því að gefast
upp strax. „Lögregluforingi," sagði hann, „gátu
ekki ópin við hliðið verið frá karlmanni ?“
(„Jæja, hugsaði ég, nú er Laura farin að nauðga
Barney!")
EFTIR
ROBERT TRAVEN
...........I.........................HHIIIHIIIUHHHIHII....IHIIIHIIHIHHI
„Það er mögulegt,“ sagði vitnið ákveðið. „Hins
vegar sögðu allir ferðamennirnir, að þau hefðu
verið frá konu.“
„En vissu ferðamennirnir, að það voru óp þess-
arar konu?“
„Nei, það gerðu þeir ekki.“
„Yðar vitni,“ sagði Claude Dancer sigri hrós-
andi eins og hann hefði einmitt verið upp upp-
götva ný handrit frá Dauðahafinu.
„Lögregluforingi," sagði ég, „heyrðuð þér um
nokkrar aðrar konur, sem æptu þessa nótt —
við hliðið eða einhvers staðar, meðan á rannsókn
yðar stóð.“
Brosi brá fyrir á andliti hans: „Nei.“
„Gátuð þér ekki fundið neinar sannanir fyrir
faraldri æpandi kvenna umrædda nótt?“
„Áðeins atvikið við hliðið."
„Engar frekari spurningar," sagði ég.
„Vitnið má fara,“ sagði Claude Dancer.
„Fimmtán minútur, sýslumaður,“ sagði dóm-
arinn.“
Laura Manion bar vitni síðar um daginn og ég
spurði hana um sannleiksprófið. „Mynduð þér
vilja, að allir í þessum réttarsal fengju vitneskju
um niðurstöðurnar ?“ Laura kinkaði kolli.
Dancer spratt upp. „Nei, nei! Ég mótmæli!"
hrópaði hann.
Laura varðist vel tilraunum Dancers að eyði-
leggja taugar hennar. Mér fannst kviðdóminum
líka vel hvernig Laura kom fram, heiðarlega og
einarðlega.
Þetta kvöld var komið að lokaspettinum. Eg
sagði undirforingjanum að fara í bezta einkenn-
isbúninginn sinn og setja á sig heiðursborðana
morguninn eftir, af því að þetta leit út fyrir að
verða síðasti dagurinn.
Er réttarhöldunum hafði verið frestað, fór ég
út á flugvöll til þess að taka á móti Dr. Matthew
Smith, sem var ungur herlæknir og hafði
honum verið gert að bera vitni fyrir undirforingj-
ann.
Hann hafði eytt þremur dögum i að rannsaka
Manion á hersjúkrahúsinu einum mánuði áður
og var hann sannfærður um, að sakborningurinn
hefði verið vitskertur um stundarsakir á þeim
tíma, er hann framdi morðið.
Er ég sagði honum, að fólkið hefði einnig skip-
að sállækni, sem gerði athuganir sínar frá mál-
flutningsmannastúkunni í réttarsalnum, varð
hann steinhissa.
„Segið þér, að þessi Dr. Gregory hyggist bera
vifni um andlit ástand Manions undirforingja um
morðnóttina með því einu að skoða hann í rétt-
inum?“ sagði hann.
„Ég er ekki viss, Dr. Smith,“ sagði ég, „en ég
vona að svo sé. Ég sé enga skynsamlega ástæðu
fyrir því að hann sé þarna nema í þessum til-
gangi.“
Dr. Smith hristi höfuðið. „Mér þykir mjög
leitt að heyra þetta. Mjög leitt. Sállækningar eru
Saetur
SparnaAur
^OHNSON^
er töfraorð nútímans.
Það er sparnaður að
kaupa stóru flöskuna
af Pride, en minni
flaskan af Pride nægir
litlu heimili um langan
tíma, því Pride endist
lengur.
ennþá á æskuskeiði, ef ekki á bernskuskeiði. Ein-
mitt mtJin sem Dr. Gregory tefja fyrir þróun
þeirra með vinnuaðferðum sem þessurn."
Þessi stuttklippti, ungi læknir, hafði helgað sig
algjörlega vísindagrein sinni rétt eins og Parnell
var stöðugur og staðfastur í sinni. Ég yppti öxl-
um. „Ég sé, hvað þér meinið," sagði ég. „Mér
þykir þetta leitt vegna starfsgreinar yðar, en
þetta kemur skjólstæðingi mínum að góðu haldi."
Ég varð að viðurkenna, að udirforinginn kom
fyrir sem mjög myndarlegur maður, er hann
gekk upp í vitnastúkuna morguninn eftir, tein-
réttur og hermannalegur í nýpressaða einkennis-
búningnum sínum með öll heiðursmerkin utan
á sér. Og konurnar meðal áheyrenda voru vissu-
lega á sama máli, það gat ég heyrt af andvörp-
um þeirra.
Dómarinn hnyklaði brýrnar og fitlaði við
dómarahamarinn, er undirforinginn vann eiðinn,
settist og sneri sér að mér._____________
Inngangurinn var auðveldui', og ég fór fljótt
yfir ævisögu hans og afrek í stríðinu. Er ég kom
að aðalatriðinu í málinu, þagnaði ég. Ég vildi ná
þessu alveg rétt og vera viss um, að kviðdómur-
inn heyrði allt. „Undirforingi," sagði ég, „til
hvers fóruð þér inn á barinn á hótelinu?"
Undirforinginn roðnaði ofurlítið, er hann talaði.
„Ég ætlaði að ná í viðkomandi, það veit hamingj-
an.“
„Hvað ætluðuð þér að gera við hann?“
Undirforinginn talaði hratt. „Ég veit það ekki
almennilega. Ná honum og halda honum. Maður
eins og hann gat ekki staðið þar lengi við.“
„Ég spyr yður, hvort þér höfðuð i hyggju að
drepa hann eða gera honum mein?“
„Undirforinginn andaði djúpt áður en hann
talaði. „Það var ekki ásetningur minn að drepa
hann eða gera honum mein, en hefði hann gripið
til einhverra ráða, myndi ég hafa drepið hann.“
Ég þagði. Jæja, þarna var þetta þá komið
fram. Hvernig sem það nú annars færi, hafði
sakborningurinn lýst þvi yfir, að hann hefði farið
á barinn til þess að „ná“ Barney Quill. Það var
fullyrðing, sem ég vonaði að gæfi okkur nægi-
legar sannanir til þess að réttlæta fyrirmæli rétt-
arins um rétt til handtöku.
Það, sem eftir var af framburði Manions, var
heldur neikvætt. Hann mundi alls ekkert frá
skotviðureigninni, mundi sem sagt ekkert þang-
að til hann gaf sig á vald varðmannsins hjá vögn-
unum.
Claude Dancer spurði auðvitað aðallega um
þetta atriði. Ég hélt niðri í mér andanum, er
hann spurði undirforingjann hvers vegna hann
hefði ekki tilkynnt um viðkomandi nauðgun, er
hann gaf sig fram við Lemon.
„Þér vissuð, að hann var fulltrúi, var það
ekki ?“
„Ég held ekki, en ef svo hefði verið, myndi
það ekki hafa skipt neinu máli.“
„Einmitt það, svo þér kusuð heldur að taka
lögin í yðar eigin hendur, en kalla á Lemon?"
Undirforinginn horfði kalt í augu Dancers. „Ég
myndi ekkert frekar hafa hugsað út í að kalla á
Lemon til þess arna, en til dæmis yður.“
Dancer kunni ennþá að roðna og það gerði
hann, tveimur viðstöddum a. m. k. til mikillar
undrunar: Verjandanum og þeim kviðdómendum,
sem Voru fyrrverandi hermenn._________
Hann skipti skjótt um aðferðir. „Er það satt,
að þér í eitt sinn hafið slegið niður liðsforingja
nokkurn, samstarfsmann yðar, sem hafði veitt
konu yðar einhverja athygli í veizlu?“
„Já.“
„Hvers vegna?“
„Af því að hann var drukkinn og ónáðaði
hana.“
Ismeygilega: „Voruð þér afbrýðisamur, undir-
foringi?"
„Ekki myndi ég segja það. Mér geðjaðist ekki
að því og hafði ímugust á þvi, sem hann var að
gera.“
„Eruð þér bráður, undirforingi ?“ Dancer
þagnaði. „Mynduð þér slá mig niður, ef ég dirfð-
ist að kyssa hönd konu yðar?“
Manion undiforingi horfði upp í loftið og veikt
bros lék um varir hans, er hann svaraði: „Nei,
Dancer — ég hugsa, að mig myndl langa til að
rassskella yður.“
Áheyrendur skríktu, og Claude Dancer eld-
roðnaði af reiði og beit vörina, barðist við að
hafa stjórn á sjálfum sér, þar sem hann stóð
þarna á gólfinu og leit út fyrir að vera að telja
upp að tíu. Hann sneri að borði sínu og fékk sér
vatnsglas.
„Engar frekari spurningar," sagði hann stutt-
aralega.
Franihald i nœsta blaði.
UMBOÐSMENN: MÁENING H.F.
KEYKJAVÍK
VIKAN
21