Vikan


Vikan - 28.05.1959, Side 23

Vikan - 28.05.1959, Side 23
Hland og aska er hent í graut Islenzkar öfugmælavísur hafa löngum verið vinsælar og á hvers manns vörum. Hafa menn hent gaman að, hvernig skáldin hafa farið hér með yrkisefni sitt og brjálað rétta hugsun. Munnmæli herma, að íslenzk öfugmæli eigi rót sína að rekja til þess, að maður einn var dæmd- ur til dauða. Vann hann sér það til lífs að yrkja svo og svo margar vísur, sem áttu að vera lygi frá upphafi til enda, nema þrjár setningar. Þess- ar þrjár sönnu setningar eiga að vera 1., 3. og 4. vísuorðið í þessu erindi: Hrafninn skilur mál- ið manns, - músin flýgur víða, - ketlingurinn kvað við dans, - kappar skipin smíða. Mun mega réttlæta það, sem þarna er sagt, ef tekið er tillit til fornar þjóðtrúar, sem taldi hrafninn ennþá vitrari en nú mun almennt talið. Ekki kemur mönnum saman um það, hve margar öfugmælavisur áðurnefndur sakamaður hafi ort sér til lífs. Fræðimenn hafa að vonum allt aðra sögu að segja um uppruna íslenzkra öfugmæla. Þeir rekja uppruna þeirra til Bjarna Jónssonar Borg- firðingarskálds, sem talinn er fæddur á síðari hluta 16. aldar og dáinn laust eftir miðja 17. öld. Er álitið, að Bjarni sé fyrsti Islendingur, sem ort hefir öfugmæli, hvort sem fyrir honum hafa vakað erlendar fyrirmyndir eða eigi. (Með öðrum Norðurlandaþjóðum eru til allgömul erindi í öf- ugmælastíl). En þó að Bjarni skáld eigi heiðurinn af því að hafa fyrstur orkt öfugmæli á íslenzka tungu, mun f jarri sanni, að hann sé höfundur allra þeirra öfugmæla, sem honum eru eignuð víðsvegar í handritum. Við stofn þann, sem frá honum er kominn, hefir vafalaust verið aukið síðar í sama anda. Síðan hafa kvæðaritarar, eins og oft vill verða, eignað Bjarna allar öfugmælavísur, sem þeir þekkja. Fljúgandi ég sauðinn sá, saltarann hjá tröllum, hesta sigla hafinu á, hoppa skip á fjöllum. Séð hef ég páska setta um jól, sveinbarn fætt í elli, myrkur bjart, en svarta sól, sund á hörðum velli. Eldi er bezt að ausa í snjó, eykst hans log við þetta, gott er að hafa gler í skó, þá gengið er í kletta. Hland og aska er hent í graut, hreint fer verst á drósum, innst í kirkju oft er naut, en ölturu sjást í fjósum. Fiskur hefir fögur hljóð, flnnst hann oft á heiðum, ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðum. Séð hef ég skötuna skrýdda kjól, skrifandi ýsu henni hjá, hámerina stíga í stól, steinbít syngja glóríá. Heyrt hefi’ ég baula blótneyteð blessunarorð á spönsku og fjandann sjálfan fara með „Faðir vor“ á dönsku. Bezt er að hafa að bókvörðum bíræfnustu þjófa; gera skyldi að gjaldkerum gráðuga rummungs bófa. Aldrei fantur falsar spil með fjandans hjálp í-neinu; oft er Krummi, trú mér til, á tveimur stöðum í einu. Haldizt Islands ástand krankt, ætlum gagn og sóma, að senda’ á þingið sumarlangt sveitarlimi tóma. Sakamálum einatt i eru flóknir vegir, helzt er mark að henda á því, hvað hinn kærði segir. 'yHiiiHuuuiiiimiiimiiiimiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiimiimiiiimiiiiiiiiimiiimiiiiimimiiiiiiiimiiimiiiimMmimmmiiimmmmmiiiiiiiiiiiimimmmimimmmmiiimiiiimiiuiuiuuiuiiuiumiimiimiiiiiiiimiiiimiiimiimiiimiiiiittiiiiiiiii 5 Þetta er hinn nýji „MORRIS“ { Sameiginlega kýs [ f jölskyldan hinn nýja IUORRIS OXFORD Þeir fara sigurför um allan heim. 5 MORRIS hefur tekizt með aðstoð hins fræga teiknara Farrina á ítalíu, að skapa þennan nýja MORRIS. Hann er stílhreinn fallegur og rúmgóður og er framleiddur af sömu gæðum og MORRIS er frægur fyrir. Bifreiðin er sex manna og fáanleg í miklu i litaúrvali. Einkaumboðsmenn fyrir Nuffield Exports Ltd. Cowley, Oxford, England Gísli Jónsson & Co., h.f. Ægisgötu 10 — Sími 11740 ^mmimmiimiiimiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiimmi..... iiiimiimmiimmiiiiimiimiiiimiiiiniimimmmiimiiimmmiimiiiimiiiimiiii ll■lllllllllllllll■lllllllllllllll■llllllllll■■llllllll■ll■l■lllllllll■lllllllll■■llllll■lllllmll■l■ll■lllll■l■llll■llllk; VIKAN 23 iimmmimmmmiiiiiimimiiitiiiiiiiiii»iiiiiiiiii»ii«ii»»i»iii»i»»inii»itMHiiiiHiiilU«iiiititiiiiiiiliiiiimuaillliuiféiiiiÉiittlliiliiéiiiiiiliiiiiiiiiniiiiimÉiiiiliÉ»lii(iiiitiiiiiiiiiliíiiiiiitliiiiuiii^

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.