Vikan - 28.05.1959, Side 26
EINMANA
ÖRSTUTT SMÁSAGA
. Hún situr við næsta borð, ein-
mana kona, og snæðir. Hún borðar
iiægt og ánæg’julaust, rétt eins og
maturinn sé jafn eðlilegur og sólin
lem varpar geislum sinum framan
f andlit hennar. öðru hverju leggur
hún frá sér hníf og gaffal, hljóðlaust
eins og ósjálfrátt, horfir út um glugg-
ann án þess að sjá, og tautar fyrir
munni sér.
IÉg er þess fullviss, að hugsanir
I mar eru einmana, þrungnar sár-
i '. tór leika, jafnvel minningar um
giaóa daga og hamingjufullt líf, geta
gert mann einmana, verið sárar, tek-
ið frá manni veröldina, fulla af glöðu
fólki og atburðum sem lífga.
Andlit þessarar konu er ekki lag-
legt, augun liggja djúpt, dauf blá,
varirnar þunnar og munnurinn litill,
en samt er ég viss um að gæti hún
varpað fram brosi, mundu augun
tindra fagurlega og andlitið yrði
bjart. Hún er þreytuleg, kannski ekki
Jikamlega, en andlega. Líklega starf-
ar hún á skrifstofu. Hún er sjálf-
sagt ein af þeim konum sem verða
kaupsýslumönnum ómissandi. Hún
talar sjálfsagt og ritar erlendar tung-
ur. Og á jólunum fær hún gjöf frá
r úsbóndanum, ilmvatnsglas, sem
:.entar betur ungum, og bók fyrir
miðaldra konur.
Hún heldur áfram snæðing. Kvöld-
sólin færir sig um fet. Og í kvöld,
hvað hefst hún að? Líklega býr hún
í tveim stofum, sefur í annari, en
les og hlustar á útvarp í hinni, eða
bara situr og hugsar um þessa nag-
andi tilfinningu í brjóstinu, hlustar
á þögular raddir einmanaleikans,
sem eru stundum svo háværar.
Kannski þjáist hún stundum af höf-
uðverk. Og hún á enga að. Enginn
kemur til hennar og þegir með henni.
Enginn hlær með henni. Líklegast
getur hún ekki hlegið lengur. Né
grátið. Og nú, þegar hún hefur
snætt, mun hún ganga heim götuna.
Hún er hætt að horfa á húsin, hætt
að hugsa um fólkið sem býr sam-
an, hlær saman og grætur saman
og deyr stundum saman. Nei, hún
gengur hratt fram hjá húsunum,
framhjá lífinu, heim í einmana stof-
ur, þar sem gleðin nemur aldrei
staðar..
Hún stendur á fætur og greiðir
fyrir máltíðina. Heldur út í bjart
kvöldið, einmana og sér, eins og sól-
in sem heldur áfram að vera á himni
sumarsins. Sólin varpar geislum sín-
um á hið kalda yfirborð konunnar,
án þess að ná inn fyrir, til hjartans,
þar sem ríkir falinn eldur.
^vlllllllllllllixillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinillllllllllinidiniiiinnniir,^
3
Sérfræðingar í kökugerð eru sam-
mála um það, að eitt veigamesta
atriðið sé að nota ætíð góða teg-
und af lyftidufti.
Royal lyftiduft er heimsþekkt
gæðavara, sem reynslan hefir sýnt
að alltaf má treysta.
*VíIII|||||||||||||iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|IiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiI|C*
SPAUG
Sjúklingurinn: „Hvað viljið þér fá
fyrir það að taká úr mér eina tönn?“
Læknirinn: „Tvær krónur.“
S júklingurinh: „Þá skulum við
gera þann sámning, að þér dragið
hana aðeins hálfa leið, fyrir eina
krónu; svo ætla ég að sjá um það
sem eftir er.“
ó---o
Sá ákærði segir hrærður við verj-
anda sinn: „Þegar maður heyrir yður
tala, og heyrir yður verja sig svo
meistaralega, liggur við, að það sé
sönn ánægja að vera glæpamaður."
Pétur gamli sagði við kunningja
sinn: „Undarlegt er þag með bróður-
dætur mínar hérna á heimilinu: Þeg-
ar þær voru’ litlar, spurði þær alltaf,
ef ókunnur maður fluttist í bæinn,
hvort hann ætti ekki dætur. Þegar
þær voru komnar imdir tvítugt,
spurðu þær, hvort nýkomnir menn
ættu syni; og þegar þær voru komn-
ar pfir þrítugt .spurðu þær, hvort
þeir nýkomnu væru giftir."
o---o
Frúín: „Manstu það, vinur minn,
að hjá þessari myndastyttu beiðstu
alltaf eftir mér, á meðan við vorum
trúlofuð?"
Maðurinn: „Já, það held ég. En
sérðu ekki, að þar stendur nú annar
heimskingi og bíður.“
o——-o
Faðirinn: „Hvernig stendur á því,
að hann Steini er að slæpast hér á
hverju kvöldi, já pg það fram á nótt.
Hvað segir hún móðir þín um þetta?“
Dóttirin: „Hún segir, að háttalag
piltanna sé nákvælega það sama nú
og það hafi verið þegar hún hafi ver-
ið ung, eins og ég.“
o^-----------------o
Listmálarinn: „Eg skal selja yður
þessa mynd fyrir 100 krónur.“
Kaupandinn, sem var fremur
heyrnarsljór: „A — hvað — 400
krónur? Það þykir mér heldur mik-
ið. Ég skal borga yður 300 krónur
fyrir hana, en alls ekki meria."
Listmálarinn: „Jæja, látum það þá
vera svo.“
o——o
Ferðamaðurinn: „Mig minnir, að
það ætti að vera tvær vindmyllur
hérna hjá ykkur — eða var ekki
svo?“
Bóndinn: „Jú — þær voru líka
tvær; en við rifum aðra þeirra, til
þess að hún tæki ekki vindinn frá
hinni.“
o——o
Einu sinni fékk kennarinn miða
frá móður Óla litla. Á miðanum stóð:
„Óli gat ómögulega komið í skól-
ann í gær. Eg fór með augun hans
til læknis."
Húsmæöur munið VALS-vörurnar:
SIJLTU — ÁVAXTAHLAUP
MARMELAÐI — SAFTIR
MATARLIT — SÓSULIT
EDIKSÝRU — BORÐEDIK
TÓMATSÓSU — ISSÓSUR
VALUR vandar vöruna
— SENDUM UM ALLT LAND —
Box 1313 — Sími 19795 — Reykjavík
26
VIKAN