Vikan


Vikan - 28.05.1959, Síða 27

Vikan - 28.05.1959, Síða 27
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Eitt af því, sem allir bridgespil- arar ættu að venja sig á, þegar þeir eru sagnhafar, er að skipuleggja spilamáta sinn strax við fyrsta út- spil. Margir sagnhafar hafa þann leiða ávana að buna út þremur eða fjórum slögum, en stoppa síðan og byrja að skipuleggja spilið. Oft er það þá of seint, vegna þess að mis- tökin hafa þegar verið gerð. Oftast kemur þetta fyrir, þegar öruggt virð- ist að spilið vinnist og er eftirfarandi spil ágætt dæmi'um þetta: Noröur: 4 K 4 Á-7-6-2 4 Á-G-7-3 A 10-8-6-2 Vestur: Austur: 4 7-4 M K-D-9 ▲ 10-6-5 A Á-G-9-7-4 Suður: A G-10-9-6-5-2 V 3 4 D-9-4 A K-5-3 4 Á-D-8-3 4 G-10-8-5-4 4 K-8-2 A D Spilið, sem spilað var í keppni hér nýlega, var spilað á þremur borðum og varð lokasögnin alls staðar hin sama, 44, spiluð í suður. Árangur- inn varð einnig alls staðar sá sami, einn niður, þrátt fyrir það, að allir spilararnir, sem i suður sátu, væru þaulvanir og sumir hefðu jafnvel spilað fyrir íslands hönd á erlend- um vettvangi. títspil vesturs var á tveimur borð- um spaði og einu borði tígull. Sagn- höfum virtist spilið auðvelt. Þar sem að þeir gátu kastað tveimur tíglum í biindum i 4Á og 4D, mundu þeir aðeins gefa tvo slagi á tromp (ef það lægi 3—1) og einn slag á lauf. Án umhugsunar flýttu þeir sér að drepa útspilið og taka 4Á og spila meira hjarta. Vestur tók hinn hjarta- siaginn sinn og eftir það er algjör- lega ómögulegt að vinna spilið. Það er aðeins eftir eitt tromp í blindum, en sagnhafi á tvo tapslagi á hend- inni, einn í spaða og annan í tígli. Það var því of seint fyrir suður að byrja að skipuleggja spilið á þessu stigi þess. Eins og lesendur hafa vafalaust þegar gert sér ljóst er spilið mjög einfalt. Það eina, sem sagnhafi þarf að gera, er að tryggja sér samgang á milli handanna, þannig að hann geti trompaði einn spaða og einn tigul i blindum áður en vestur er gefið færi á að þríspila tromplitnum. Eftir fyrsta útspil er því rétt að spila strax laufi. Alveg er sama hvað A-V gera. Sagnhafi tekur næsta út- spil, hvert sem það verður, tekur 4Á og 4K (ef A-V hafa ekki spilað spaða áður), trompar lauf á hendinni og tekur 4Á og 4D og kastar nið- ur tveimur tíglum í blindum. Þó vestur trompi 4D og taki hinn trompslag sinn, á sagnhafi enn eftir tvö tromp í blindum til þess að trompa tapslagi sína í tígli og spaða. Spilið þarf því aðeins að skipuleggja fi'á upphafi og vinnst það þá auð- veldlega. Englendingarnir T. Reese og B. Shapiro hafa verið taldir eitt bezta bridgeparið í heiminum undanfarin ár. Vörn þeirra í eftirfarandi spili sýnir að þeir eiga það skilið: Norður: 4 Á-4-3 4 K-6-5 ♦ í A Á-G-10-7-6-3 Vestur: Austur: 4 7-6-2 4 D-G-10-4 4 Á-8-5-2 A 9-4 Suður: 4 9-8-5 4 Á-9-8-3 4 9-3 A K-D-8-2 4 K-D-G-10 4 7-2 4 K-D-G-10-7-6 A 5 Suður var sagnhafi í 44, en í sögnunum hafði hann gefið til kynna, að hann ætti langan og góðan tígul- lit. Vestur spilaði út 4D, norður lét 4K og austur drap á 4Á. Síðan var spilað meira hjarta og sagnhafi trompaði er hjarta var spilað í þriðja sinn. Sagnhafi spilaði þá út 4K, sem vestur gaf!! Vestur gaf einnig 4D og 4G, sem sagnhafi spilaði næst, en austur trompaði 4G og spilaði hjarta í fjórða sinn. Nú var alveg sama hvað sagnhafi gerði, hann varð að gefa einn slag í viðbót. Ef vest- ur drepur á 4Á í fyrsta skipti er sagnhafi spilar tígli, vinnst spilið auð- veldlega. Sagnhaf ifær þá 5 slagi á tígul, 4 slagi á spaða og AÁ. Þessi vörn er því eina vörnin, sem gefur A-V einhverja möguleika á að hnekkja spilinu. EINANGRIÐ-? Þér fáið einangrunarkostnaðinn end- urgreiddan á fáum árum i spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið i heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangr- að) mun notalegri vistarvera en hálf- kalt (illa einangrað). í eftirfarandi töflu er útreiknaður árlegur sparnaður í hita- kostnaði, ef einangruð er 100 m- steinplata yfir íbúðarhæð og þak yfir plötu er óeinangrað. Sé platan. 6- einangruð kostar hita- tapið ái’lega Sé hún ein- angruð með steinull af þykkt: verður hita- kostn. kr. og sparnað- urinn kr. Og einangr unarefnið kostar: ki\ 6 cm steinull 400,00 2.100,00 4.400,00 kr. 2.500,00 9 cm — 270,00 2.230,00 6.000,00 12 cm — 225,00 2.275,00 8.000,00 Útreikningarnir eru framkvæmdir i samræmi við það sem venja er til um slíka útreikninga, og er oliuverðið reiknað kr. 1,00 pr. líter. Lækjargötu ■ Hafnarfirði • Sími 50975 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.