Vikan


Vikan - 25.06.1959, Qupperneq 17

Vikan - 25.06.1959, Qupperneq 17
Hér til hægri sjáið þið suntlbol úr rósóttu efni. Hann er með hlírum sem hnýttir eru í slaufu á öxlunum. Hann leggst aðeins í feilingar um mittið, en þó er hann sérkennilegastur neðst, eins og þið sjáið. Síúdin er aðeins meiri en tiðkast hefur und- anfarin ár og er það miltlum mun klæðilegra og dömulegra. — Sundbolurinn er úr hvítu bómullarefni með rauðum rósum. Að ofan er sundbolur úr ull, svartur og livítur. Hann er hlíralaus með áföstum brjóstalialdara, Þessi sundbolur er sérlega lieppilegur þeim, sem eru frekar holdugar, því liann grennir. Hann er einnig mjög svo „raffineraður“. Sumarið 1959 Það er eins með sundfatnað og annan fatnað. Ef hann er ekki samkvæmt nýjustu tízku erum við ekki fyllilega ánægðar með hann. Það vill svo vel til að tízkan í bað- fötum í sumar er bæði óvenju f jölbreytt og skemmtileg. Öll litadýrðin sem hefur ver- ið einkennandi fyrir sumartízkuna í ár nýtur sín sérstaklega vel í sundfatnaði og þar að auki eru sundbolir hafðir með meira sniði en tíðkast hefur í langa tíð. Rós- óttu efnin gera líka sitt til að auka á fjölbreytnina. Þessi sundbolur er úr gúmmí-elastik eða teygjubolur svo- kallaður. Hann er einnig með mjóum axlaböndum. Lek- ið fyrir neðan brjóstin myndar empire-línuna, sem er öHum svo hugþekk, að það mun enn líða nokkur tími þar til lienni verður afneitað alveg lijá tízkuteiknurunum. Að neðan t. h. er blár ullarsundbol- ur. Það, sem einkennir þennan sund- bol eru vasarnir, sem eru með hnepptu broti. Einnig er sniðið yfir axlir og brjóst frábrugðið því sem algengt er nú. Minnir meira á gamla tímann.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.