Vikan


Vikan - 12.05.1960, Qupperneq 3

Vikan - 12.05.1960, Qupperneq 3
 Látið ekki hapþ Verðlaunakeppni í fjórum þáttum úr hendi sleppa Hér er síðasti þátturinn — nmm SLOTS * .♦ ffff fftf Þetta kort sýnir helztu götur í miðhluta Kaup- mannahafnar. Neðst er sá dýrindisgarður Tívoli með kínverskum turni og upp- ljómaðri konserthöllinni. Þið sjáið Ráðhúsið og Ráð- hústorgið og stórgöturnar út frá því. Á hólmanum hægra megin við síkið standa leifar af gamalla kónga megt. Þar er Krist- jánsborgarhöll, Tighúsið og Thorvaldsenssafnið á bakk- anum. Efst á myndinni hægra megin er Nikolaj- kirkja, og hægra megin við hana er gata, sem íslend- ingar þekkja nafnið á: Brimarhólmur. Þið sjáið Sívalaturn efst til vinstri, en verzlunargatan fræga, Strikið, byrjar við Ráð- hússtorg og heitir Frede- riksbergsgade, síðan Ny- gade, Vimmelskaftet og Amagertorv. Arabar Við höfum skýrt frá því áður, að gisting muni heim- il á Richmond hóteli fyrir þann, sem vinnur í þessari keppni, svo og gest hans. Hér gleðjum við públikum með því að birta mynd af barnum á hótelinu. Hann er í austur- lenzkum stíl og kallaður Ara- bar. Vonandi, að sá heppni kunni að meta þær lysti- semdir. Að þessu sinni spyrjum við um listamann, sem er í fremstu röð í sinni listgrein. Það er að vísu kölluð iðn, en óhætt er að segja að þessi maður hefur lyft þessari iðn í æðra veldi — Hver er maðurinn? Krossið við rétt svar í reitnum neðst, klippið hann út og sendið til Vikunnar í pósthólf 149 ásamt miðunum úr þrem síðustu blöðum.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.