Vikan


Vikan - 12.05.1960, Qupperneq 5

Vikan - 12.05.1960, Qupperneq 5
Það á að banna plötuna — ast sagt, lélegt „come back“ fyrir viðkomanda. Það er að segja textinn er helbert klám og ekk- ert annað. „Því miður“, sem betur fer, kann ég ekki textann og ekki veit ég deili á höfund- inum. En sem sagt, textinn er einn hryllingur frá upphafi til enda og hæfir sízt kvenmanni að syngja hann — og það meira að segja inn á plötu. Ég er handviss um, að hann Rocco Granada liefur áreiðanlega ekki ætlazt til þess að fallega stúlkan hans, hún Marina, sem var i hans augum sakleysið sjálft og bliðan, yrði gerð að vændiskonu á Rónastíg í Reykjavík. Og að iokum — að mínum dómi ætti að banna þessa plötu, eins og „Vagg og veltu“ á sínum tfma. Vinsamlegast. Marina. Kæra, saklausa og blíða Marína. Einhvers- staðar munu þau orð standa skrifuð, að hreinum sé allt hreint. Samkvæmt þeirri kenningu hafa svo rökfaslir náungar komið fram með afleidda kenningu — að óhreinum sé allt óhreint. Sem sagt, að það fari eftir innræti viðkomanda sjálfs hvað hann sjái og heyri f hverju atriði. Ekki kemur mér þó til hugar, mín blíða og saklausa Marína, að geta mér þess til að það standi að nokkru leyti í sambandi við nefnda, afleidda kenn- ingu, þegar þér hefur misheyrst varðandi nefndan texta — Rónastræti í staðinn fyrir Rómarstræti, og þótt ótrúlegt sé, Reykjavík í staðinn fyrir ítalfu — og má raunar segja segir Marína í bréfi — að sú misheyrn muni vera óþörf, þvf að eftir því, sem þú segir, mun textinn nógu sóðalegur samt, að minnsta kosti ef sá skilningur er lagður í hann. Við erum á sama máli og þú, það á að banna þessa plötu, tafarlaust, svo að blíðar og saklausar Marínur, eins og þú, rjúki til þúsundum saman og kaupi hana og geri að metsöluplötu, til þess að hlusta á óþverrann — og misheyri og misskilji eins og hugur þeirra stendur til. INNFLUTNINGUR BLAÐA. Kæri póstur. ÞaS er alltaf verið að tala um nauðsyn þess að spara gjaldeyri, og það mun mála sannast, að gjaldeyrisviðskipti okkar séu langt frá því að vera i sæmilegu lagi. En hvernig stendur á innflutningi allra þessara útlendu myndablaða, sem yfirleitt eru nauðaómerkileg og verra en það, nema hvað sum þeirra eru mjög vel prent- uð, einkum þau þýzku. Mörg af þessum blöðum eru líka hrein og bein giæparit og siðspillandi, þvf að það er fleira siðspillandi en klámið, þótt alllaf sé verið að klifa á því. Og öll eru þau yfirleitt svo nauðaómerkileg, að það kemur ekki fyrir, að þar sjáist grein eða saga, sem nokkrum heilvita manni er fengur í að lesa. Til hvers er verið að eyða gjaldeyri i þetta — þvi að eitthvað lilýtur það að kosta? Væru flutt inn erlend blöð og tímarit,' sem einhver fengur væri i, mundi það horfa öðruvisi við. Er ekk- ert eftirlit með slikum innflutningi? Eða eru gjaldeyrisviðskipti okkar svo stórum hagstæðarí en af er látið, að okkur muni ekkert um þetta? Með þökk fyrir birtinguna. Andri. Ég er bréfritara sammála, og vil bæta því við, að manni finnst það oft stangast illilega á, sem sagt er um þessi gjaldeyrismál, og óþarfa innflutningurinn, sem maður sér í búðargluggunum, því að þessi blöð og tíma- rit, sem hann gerir að umtalsefni, eru ekki nein undantekning. Væri ég spurður ráða — sem stjórnarvöldin gera vafalaust ekki frem ur en skaparinn spyr mig ráða um veður- farið — mundi ég setja allan þann innflutn- ing, sem þjóðin kemst prýðilega af án, á kol- svartan lista á meðan verið er að rétta efna- haginn við, þar á meðal öll þessi blöð og tfmarit, en leyfa innflutning á betri tímaritum og bókum og öllu því, sem með þarf, til að lifa mannsæmandi nútíma lifi. Burt með allt þetta skran, sem við höfum ekki neina þörf fyrir ... OG ENN ÞURFUM VIÐ AÐSTOÐAR. Kæra Vika. Gelurðu gefið mér heimilisföng þeirra Ricky Nelson, Gordon Scott og Rock Hudson ... Mattý. Vikan snýr sér enn til hjálpsamra lesenda og biður þá að hlaupa undir bagga. Hver veit nema það sé einhver meðal þeirra sem viti það, sem um er spurt. Og ef einhver þeirra gæti bent okkur á einhverja upplýsingabók, þar sem heimilisfang leikara og dægurlaga- söngvara er að finna, væri okkur mikil þökk á þvf. Var þetta lítið eða stórt eyra? If ít is Bordens it got to be good. Fæst f flestum verzlunum VIKAN i

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.