Vikan


Vikan - 12.05.1960, Síða 9

Vikan - 12.05.1960, Síða 9
það hafði tekizt með þeim langþróaður félagsskapur um útvegun á víni, en nú hafði kvenmaðurinn komið inn í lif hans og þeir höfðu hálfvegis afskrifað i VIKAN fór sá beirra, sem gengið hafði fyrir efan húsið, fyrir neðan það og öfugt. Þannig upp aftur og aftur. Það var helviti knappt um það, ef þeir náðu ekki sinn hvorri, áður en ballinu lauk. Það leið nokkur stund. án þess þeir kæmu, og Auðunn fór að ókyrrast við borðið. Þetta tók oftast miklu styttri tíma. Hann lék sér stundarkorn við að stafla glösunum og setja flöskurnar hverja upp á áðra, en fékk aldrei nema eina til að standa á þeirri, sem var á borðinu. Ölseljan kom og spurði, hvort það væri nokkuð fyrir hann. En það var ekkert fyrir hann, af því að stúlkan kom ekki og þetta með vínið ætlaði ekki að lánast. Hann bölvaði lágt, reis á fætur og gekk fram i anddyrið. Þar var á ferli auk bílstjóranna, sem tímdu ekki að kaupa sig inn, slangur af ófullum mönnum, sem voru vanir að vera fullir, og honum skildist, að enn væri ekki dropi fáanlegur á staðnum. Þeir voru slapplegir í framan, óhreinir og brotin horfin lir fötunum og blóðslettur á sumum eftir áflog á ballinu kvöldið áður. Hann gekk fram hjá þeim án þess að gefa sig á tal við þá og skammaðist sín fyrir að fyrirlíta þá. Einn þeirra veitti honum eftirför til að vera nær- staddur, ef hann kæmist í rekju. Úti var kalt. Dauf lýsing af nýrisnu tungli glampaði á gljáum flötum bifreiðanna sunnan og vestan hússins. 1 sumum þeirra lifðu dauf ljós yfir fólki, sem var að elskast og drekka vin. — Það eru þá ekki allir þurrir, heyrði hann fylgi- naut sinn segja á bak við sig á tröppunum. Það kom maður út úr einni bifreiðinni, og Auðunn heyrði hann kalla á sig með nafni og benda sér að koma. Hann þekkti hann og konuna hans, af því að stúlkan hafði stundum komið þangað með þeim um sumarið, þegar hún fékk ekki far með öðrum. — Nei, það lítur út fyrir, að ekki séu allir þurrbrjósta hér í kvöld, svaraði hann fylginaut sínum og gekk hratt til mannsins hjá bifreiðinni, er samstundis opnaði afturhurð hennar og bauð honum að setjast inn. Það var heitt í bifreiðinni og viðtæki í gangi. Einhver söng: „Vornæturfriður fyllir bæinn í rökkurró." Auð- unn tók í hönd stúlkunnar, fann hún var heit og smá og náði brátt hinni. — Ég hélt þið munduð ekki koma, sagði hann á meðan. — Við komumst ekki fyrr af stað, sagði konan annars hugar. Og síðar, þegar laginu lauk: — Finnst ykkur þetta ekki fallegt. lag? — Jú, þú mátt gjarnan syngja það fyrir mig, sagði Auðunn. — Þér er kalt á höndunum, sagði stúlkan lágt viö hann. — Mér er það ekki lengur, sagði hann og lokaði augum hennar með kossi. — Þetta máttirðu ekki gera, sagði hún og opnaöi hægt augun í rökkrinu, sem bros hennar gerði bjart. — Ég var búinn að bíða svo lengi, sagði hann afsakandi án þess að iðrast. — Nú er ég komin, sagði hún og lagaði sig eftir faðmlag hans. — Ég finn það, en segðu ekki meira. Það er betra svoleiðis. Þegar þau stigu út úr bifreiðinni til að fara inn á ballið, sá Auðunn þá ljóshærðan og dökk- hærðan standa á tröppunum til hliðar við dyrnar. Þau gengu á undan honum heim að húsinu. Og þegar þau voru komin inn og hurðin fallin að stöfum, gekk dökkhærður fyrir dyrnar og sagði: — Andskotann ertu alltaf að viðra þig upp við þetta fólk? Auðunn fann blóðbylgju þjóta til höfuðsins, en sagði ekki neitt., af þvi að honum fannst dökkhærður ekki vera réttur aðili til að ræða Þetta mál við, og hann spurði rólega, eins og hann hefði ekki tekið eftir hinu: —• Ætlarðu eitthvað að tala við mig? Dökk- hærður þagði við, en sagði svo: — Heldurðu, að það eigi nokkurn leka. og hinn venjulegi sperribrúnasvipur hvarf af andliti hans fyrir vanmáttugu umkomuleysi eftirvæntingarinnar. — Ég veit það ekki. Þú skalt fara sjálfur og spyrja Það. — Nei, maður talar ekki við andskotans komma. — Þetta er gott fólk, sagði Auðunn og hugsaði, að enginn væri bæt.tari, þótt hann hefði farið að raga við hann um Þetta, espa hann, láta hann kjafta nógu mikið og auglýsa þannig heimsku sína. Hann gekk inn í húsið og settist í sæti sitt við borðið. Tómu flöskurnar höfðu verið teknar af borðinu, á meðan hann var úti, en glösin voru kyrr. Honum var heitt, og hann fann til þorsta eftir áfengið fyrr um daginn. Hann benti ölseljunni að koma og bað hana um eina flösku af bjór. Hún hafði mikið að gera, en kom samt strax með flöskuna og beið óþolinmóð, á meðan hann náði i veskið til að borga. Hann setti flöskuna á munn sér og drakk úr henni í einum teyg. Það hafði fjölgað verulega í húsinu, á meðan hann var úti. Einhverjir köstuðu vatnsglösum milli borða uppi í kaffistofunni. Á öðrum stað höfðu tveir ofurölvi kjaftað sig upp í afllausar ryskingar, og lögreglan kom, stíf og hnarreist, til að fjarlægja þá, Drafandi blótsyrði ofurölvanna runnu saman við graðhestahljóð dans- fólksins í endi rokklagsins. Brot úr sekúndu ríkti eitthvað, sem nálgaðist að vera Þögn í húsinu. Auðunn setti flöskuna á borðið. Hann fann einmanakenndina gagntaka sig. Þessi veröld, hugsaði Framhald á bls. 29 Nú skulum við ögra helvítis löggunni

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.