Vikan


Vikan - 12.05.1960, Side 20

Vikan - 12.05.1960, Side 20
Mick æddi fram og aftur um setustofuna. Hann var klæddur svo stuttum buxum, að helzt mátti kalla mittisskýlu, svo að hinn stælti og vöðva- mikli líkami hans naut sín vel. „Hvers vegna má ég ekki hlusta á útvarpið," nöldraði hann eins og þrár krakki. „Einfaldlega af þeim ástæðum," svaraði Will Roth kuldalega, „að tónlistarsmekkur þinn er með öllu óþolandi." Mick urraði. „Og hvers vegna verðum við að hýrast inni í þessum svækjuhita? í>að er andvari úti og forsæla undir pálmatrjánum. Hérna inni er eins og maður væri í gufubaði, þegar hlerar eru fyrir gluggunum. Við höfum farið út á hverj- um degi — hvers vegna ekki líka í dag?" Hár Will Roth var þvalt af svita, og dökkir svitablettir sáust greinilega á bláu skyrtubakinu. „Það stendur þannig á því, að í dag stöndum við í stórglæpum. Þarna sérðu, Karen, hvað gerði, að mér tókzt aldrei að gera hnefaleikameistara úr honum, þrátt fyrir alla vöðva hans og krafta. Mér tókzt nefnilega aldrei að finna ráð til að hugsa fyrir hann, þegar út í bardagann var komið." , „Þegar ég hef lesið allar þessar bækur, verð ég þér jafngáfaður," lagði Mick enn til málanna. „Gáfaðri .. Ég slepp aldrei frá þeim, ef við verðum hér inni, hugsaði Karen. Ef við færum út, mundi það ef til vill horfa öðruvísi við. Raunar mundi Will hafa skammbyssuna sífellt við hendina, og Mick yrði þar ekki auðveldari við að fást. En það er ekki útilokað að einhver kynni að koma auga á okkur ... Hún gerði sér fyllilega ljóst, að þess var lítil von að henni mætti takast að flýja, enda þótt úti væri. En þó var ekki fyrir það að synja, að hún sæi þá einhver ráð. Hún gerði sér því upp hlátur, furðaði sig á því sjálf hve eðlilega hann hljómaði. „Eg geri ráð fyrir því, Mick, að stóri bróðir þinn sé hræddur . . . Hræddur um að jafn stórhættu- legur kvenmaður og ég kunni að ráða niðurlögum ykkar, eða flýja; eða einhver kunni að koma labbandi yfir kóralklettana, eða akbrautina, bara til þess að gera honum einu sinni reglulega bylt við . ..“ En kuldinn í gráum augum Will Roth var sam- ur og áður. „Barnaleg tilraun, væna mín, en vita árangurslaus. Ég er ekki hégómlegur." „E'kki mundi neinn kvenmaður geta sagt það um mig, að ég væri huglaus,“ sagði Mick og það var aðdáunarhreimur í röddinni. Það brá fyrir óþolinmæði í svip Will Roths. „Ég er orðinn leiður á ykkur báðum tveim," sagði hann. „Ég er orðinn sárþreyttur á ykkur. Og þar sem mér veitir ekki af að halda öllum mínum líkams og sálarkröftum óskertum þegar kvölda tekur, nenni ég ekki að standa lengur í þrasi við ykkur. Snakaðu þér í sundfötin, telpa mín. Við .skulum koma út. Þú heldur þig svo í nánd við mig og skammbyssuna, þegar út kemur. Og ef þú ferð út í sjóinn, gætir Mick þín. Ef svo skyldi fara, að einhvern bæri að og þú reyndir að gera vart við þig með því að reka upp óp, Þá skýt ég viðkomandi á stundinni. Og eins mun ég ekki hika eitt andartak við að skjóta þig til bana, ef þú gerir minnstu tilráun til að sleppa.“ Karen virti Will Roth fyrri sér á meðan hann talaði. Henni flaug það ekki í þanka, að henni eða' Mick hefði tekizt að telja hann á að þau skyldu koma út, eða að breyta skoðun hans á hættunni. sem því væri samfara. Það lá einhver allt önnur orsök að baki þessari skyndilegu á- kvörðun hans, það var hún viss um. Hún sá að svitinn stóð í stórum dropum á enni hans. Það var ekki laust við að hann væri reikull i spori, þegar hann reis á fætur. Og þegar Mick horfði í aðra átt, dró Will brúnt smáglas í laumi upp úr vasa sínum og gleypti einhverjar töflur. Hann var að fá hitasóttarkast. Hann þoldi því ekki við inni, en varð að komast út fyrir. Það var bersýnilegt, að honum leið mun lakar nú en í morgun. Augu hans skinu annarlega og hann var rauður í andliti. Bara að svo færi, að hann gæti ekki valdið skammbyssunni. En þá var það Miqk ... og þá mundi Will Roth ekki hafa taum- hald á ofsa hans, hvorki með skammbyssunni né sefjunarmætti orða sinna . .. Hendur Karenar voru kaldar sem ís, þegar hún klæddist sundfötunum. Þrátt fyrir allan hitann var henni þvert um geð að fara í þau, og finna þar með græðgislegt augnaráð Micks hvila á líkáma sinum, sama og nöktum. Og það vantaði heldur ekki neitt á það, þegar hún kom fram í setustofuna aftur. „Svei mér þá, þetta er kroppur, sem segir sex. Mér fellur alltaf betur, að þær séu dálítið leggjalangar; að visu ertu helzt til mögur, en þér ætti að vera leikur að fita þig dálítið,“ smjattaði hann. Jafnvel Will Roth gat ekki dulið aðdáun sina. „Ekkert listaverk jafnast á við mannslíkamann sjálfan, eins og hann getur verið fegurstur að lín- um og formi,“ sagði hann. Will settist í forsælu undir pálmatré og las ljóð Brownings. Þegar Mick tók í hönd henni og þau hlupu niður að sjónum, varð henni litið um öxl. Hún sá að Will Roth hóstaði ákaft, andlit hans varð purpurarautt og skammbyssan féll úr hendi hans. Það er vegna þess arna, að hann vildi að við færum út, hugsaði hún með sér. Hann vildi þar með leyna Mick því, að hann væri þess ekki um- kominn að ráða atburðunum. Og komist Mick að því ... Mick steypti sér í sjóinn, kafaði, kom upp og réði sér ekki fyrir kæti og vellíðan. Karen varð það allt í einu ljóst, að hann var á mjög svipuðum aldri og hún. Og þegar hann lék sér þarna á sundi, hló og spaugaði, gat hún í rauninni ekki séð svo mikinn mun á honum og ungum mönnum heima í Pawnee Falls. Hver gat og um það sagt, hvort hann hefði ekki orðið þeim líkur um flest, ef hann hefði aðeins alizt upp við svipuð skilyrði til þroska. „Hvað geturðu sagt mér af fjölskyldu þinni, Mick? Hvaðan ertu eiginlega?" spurði hún. Mick hristi lokkaljósan kollinn. „Ég á móður á lífi. Skrifa henni í hverri viku og sendi henni peninga, þegar mér tekzt að hafa eitthvað út úr Will. Hún er í kvennafangelsinu í New Jersey. Myrti einhvern náunga, skilurðu — ég held raun- ar fleiri en einn. Ég fædidst þarna í fangelsinu, og svo var mér komið í fóstur. Flæktist víða, það vildi enginn hafa mig til lengdar. Þegar ég var tólf ára, strauk ég og sá um mig sjálfur þangað til Will tók mig að sér.“ „Og það 'hefur orðið mesta ólán þitt,“ mælti hún. „Skilurðu það ekki, Mick? Skilurðu ekki, að hann notar þig eingöngu sem verkfæri til ill- verka?‘.‘ Mick teygði út hramminn og sló á öxl henni, svo við sjálft lá að hann færði hana í kaf. „Ég þoli ekki kerlingamas,“ sagði hann. Og enda þótt hann stillti kröftum sínum svo í hóf að frekast væri um klapp að ræða, var höggið svo þungt að Karen sárkenndi til. Henni varð ljóst, að hún varð umfram allt að komast hjá því að egna Mick til reiði. Hún varð að forðast að veita honum tilefni til að neyta handanna. Will Roth mundi ekki hirða um að fara að steypa 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.