Vikan


Vikan - 12.05.1960, Side 24

Vikan - 12.05.1960, Side 24
Bandaríkjamenn kalla Doris Day „stúlkuna, sem allir vilja eiga að nágranna". Og ástæðan er einfaldlega sú, að Doris þykir vera mjög aðlaðandi og elskuleg stúlka, og fáir eiga jafnalmennum vinsældum að fagna og hún. Það er óvenjulegt,,að „stjarna" sé jafnvinsæl meðal karl- og kvenþjóðarinnar. Doris Day er nú orðin 35 ára. Hún hefur verið gift þrisvar og skilið tvisvar, og hún á 17 ára gamlan son, sem er mjög líkur henni og hefur sama vinalega brosið og mamma hans. Samt sem áður lítur hún út eins og ung stúlka og á eftir að gera það i mörg ár ennþá, — látlaus, venjuleg og frískleg stúlka, sem kemur alls ekki fyrir sem nein „primadonna“, þó að hún sé heimsfræg og plötur hennar hafi selzt í milljónum eintaka. Doris varð söngkona og seinna kvikmyndaleikkona aðeins vegna tilviljunar eða réttara sagt vegna tilhög- unar örlaganna. Upphaflega var það æðsti draumur hennar að verða dansmær, og hún átti sér enga heitari ósk en standa jafnfætis Pavlóvu í danslistinni. Þegar Doris varð fyrst vör við þessa danslöngun, var hun bara litil telpa. Hún hét Dorothy Kappelhoff og átti heima í Cincinnati í Ohio, en þar fæddist hún 3. apríl 1924. Fyrir sparipeningana sína keypti hún grammifón og nokkrar plötur. Á hverjum degi spilaði hun ploturnar sínar klukkutíma eftir klukkutíma og dansaði eftir músíkinni. E'n kvöld eitt komst faðir hennar að þessum dansæfingum og sagði stopp. Hann var af þýzkum ættum, kirkjuorganisti, mjög strangur og þrongsýnn í skoðunum sinum og hataði fátt meira en dans. Og svo var grammifónninn tekinn af Dorothy. Þa var hún átta ára. Ári siðar yfirgaf faðir hennar fjolskylduna og fór sína leið, og frú Kappelhoff sat eftir með dótturina og soninn, Paul. VONIN, SEM BRÁST. Skilnaður foreldranna varð Dorothy mikið áfall. En til Þess að hugga hana kom móðir hennar henni að við dansskóla. Þar var Dorothy í fjögur ár og sýndi svo mikla hæfileika á þessu sviði, að henni var spáð glæsi- legri framtíð sem dansmey. Hún var orðin fimmtán ára og hafði nsér lokið skóla- náminu, þegar ástin kom til skjalanna. Hinn elskaði hét. Georg, var litlu eldri en hún, en vildi kvænast henni eins fljótt og tök væru á. En ástarsagan og framtíðarvonirnar fengu hörmuleg- an endi dag einn í september 1939. Hún var að koma úr ferðalagi ásamt Georg, en þegar þau óku yfir járn- brautarteina, bilaði vélin skyndilega. Dorothy sá lest nálgast óðfiuga með æðislegum hraða og sá þegar, að ekki varð hjá slysinu komizt. Svo skipti það engurrí togum, Dorothy lokaði augunum, og ... Georg dó samstundis. Sjálf lá hun meðvitundarlaus marga daga á sjúkrahúsi, og þegar hún raknaði úr rot- inu, var hún steypt í gipsumbúðir frá mitti niður á ökla. Gg læknarnir gátu frætt hana um það, að litlar likur væru til þess, að hún gæti nokkurn tíma stigið dans- spor framar. Þegar Dorothy hafð ilegið rúmföst í hálft annað ár, útskrífaðist hún af sjúkrahúsinu. Um dans stoðaði ekki að hugsa. En meðan á þessari löngu rúmlegu stóð, hafði hun uppgötvað, að hún var gædd annarri listgáfu, sem dró svoiitið úr sárustu vonbrigðunum: hreinni, hljóm- íagurri og skærri söngrödd. Og aftur kom móðir hennar henni til hjálpar og kom henni í tima hjá þekktum söngkennara þar í borginni. BÁSÚNULEIKARINN. Fyrstu atvinnu sína sem söngkona fékk Dorothy hjá Charles Yee, Kínverja nokkrum, sem átti lítið veitinga- hús í útjaðri borgarinnar. Og þar kom hún fram á hverju kvöldi og söng fyrir áheyrendur, sem oft voru anzi mis- litt fé, enda þótti staðurinn ekki af finna tagi. Einn dag frétti hún, að Barney Rapp, eigandi þekkts næurklúbbs, væri á höttunum eftir fólki til að koma fram í „kabarett". En það var stórt skref frá Kinverja- holunni til vinsæls næturklúbbs, og Dorothy gerði sér ekki miklar vonir. Og tilhugsunin um að þurfa kannski allt í einu að standa fyrir framan „fínt fólk“ og syngja skelfdi hana svo, að þegar hún loksins tók í sig kjark og fór til Rapps í reynslusöngtíma, vonaði hún nærri því, að Rapp mundi vísa henni frá. En Rapp varð þegar hrifinn af þessari aðlaðandi og yndislegu stúlku, sem kom svo hrífandi fyrir án þess þó að vera neitt sérlega fögur og virtist þegar syngja sig inn i allra hjörtu fyrirhafnarlaust. Hið eina, sem honum líkaði ekki, var nafnið, og hann ákvað að breyta þvi. Dorothy breyttist í Doris, og þar sem eftirlætislag her.nar hét Day by day, fannst honum vel til fundið að skíra hana bara Doris Day. Stuttu siðar varð Doris ástfangin að nýju. A1 Jorden, sem lék á básúnu i hljómsveitinni, var hár, dökkhærður og öðrum fremur vingjarnlegur við Doris — og átti þar að auki bíl! Til þess að komast betur í kunningsskap við hann gerði Doris honum það tilboð, að hún mundi borga fyrir hann benzínið gegn þvi, að hann æki henni heim á hverju kvöldi. A1 gekk að þessu án þess að gruna, hvað lá bak við. Og hann kvaddi hana á hverju kvöldi án þess að láta sér koma til hugar að stela einum kossi. Þetta ástand varði í nokkra mánuði. Þá hætti A1 að spila í klúbbnum og fékk vinnu í annarri hljómsveit. VIK A N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.