Veðrið - 01.04.1967, Page 4
þá að gerast í Bergen undir íorystu Vilhelras Bjerknes prófessors. Þarna dvaldi
Jón einmitt við nám og störf í veðurfræði árin 1921—1926. Eftir það varð hann
fulltrúi í Veðurstofu fslands og síðar deildarstjóri frá 1953 og allt til sjötugs-
aldurs 1965. Jón hefur haft mikil afskipti af undirbúningi ríkisútvarps og
starfsemi Jjess, Ferðafélagi íslands, jöklarannsóknum og margs konar útgáfu-
starfsemi, auk þess sem fjöldi rita liggur eftir hann, frumsaminna og jsvddra.
Þess má sérstaklega geta, að hann hefur haft mikil og góð áhrif á veðurfræði-
málið íslenzka, svo að um þau efni er nú auðveldara að rita og tala á íslandi
en um flestar aðrar ungar og alþjóðlegar fræðigreinar. Um málfar er Jón
kröfuharður og vill ekki hleypa inn í það neinum orðskrípum eða útlenzku-
slettum. Þar hefur liann staðið eins vel á verði og sagt er að postulinn Lykla-
Pétur nafni hans geri við hið gullna hlið.
Nýr höfundur.
Bragi Árnason lieitir ungur efnafræðingur, sem skrifar ýtarlega og vandaða
grein í jtetta hcfti. Fjallar hún um undarlegar leiðir úrkomunnar í jarðskorp-
unni, eftir að hún fellur úr skýjunum. Mætti hver leynilögreglumaður teljast
sæll og heppinn, sem fengi svo skemmtilegt og fróðlegt viðfangsefni. Hvaðan
streyma Hraunfossar eftir myrkum göngum unz ]>eir steypa sér út i dagsins ljós
sem héraðsprýði Borgarfjarðar? Hvaðan kenmr Brúará, sem drekkti Jóni Ger-
rekssyni?
Bragi er fæddur í Reykjavík 10. marz 1935, og cru foreldrar hans Árni Guð-
laugsson prentari og Kristín Sigurðardóttir. Stúdentspróf tók hann frá Mennta-
skóla Reykjavíkur 1955, en stundaði síðan nám í efnafræði við Technische
Hochschule í Múnchen. Heim kom hann að loknu námi um áramót 1960—1961,
starfaði fyrst hjá Eðlisfræðistofnuninni, en siðan Raunvísindastofnuninni.
Sjónvarp veðurfregna.
Um leið og sjónvarpið íslenzka tók til starfa urðu þáttaskil í dreifingu á
veðurfregnum um landið. Þá varð unnt að koma inn á hvert heimili og
livern mannlegan dvalarstað, sem hcfur þetta undratæki, með allra nýjustu
veðurkort, sýna með einni bendingu afstöðu loftstrauma og veðraskila, sem
hundruð orða þyrfti til að lýsa í útvarpi, en yrði þó aldrei eins ljóst.
Sjónvarp veðurfregna hófst þó ekki reglulega fyrr en 6. fehrúar, og var
fyrstu mánuðina aðeins á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Verra
er þó liitt, að það takmarkast við suðvesturhluta landsins fyrst um sinn, en það
stendur væntanlega til bóta.
Strax frá upphafi var tekin sú stefna að sýna ekki aðeins nýjustu veðurkort,
heldur einnig spákort, sem hcnda til, hvers vænta megi að sólarhring liðnum,
og mun óhætt að segja, að það er betri þjónusta en tíðkast víða erlendis. Fyrst
4 --- VEÐRIÐ