Veðrið - 01.04.1967, Síða 7

Veðrið - 01.04.1967, Síða 7
BRAGI ÁRNASON, liaunvtsindastofnun Háskólans: Notkun vetnissamsætna við grunnvatnsrannsóknir á ísiandi Inngangur. Samsætur (ísótópar) eru þær frumeindir (atorn) eins og sama frumefnis nefndar, sem eru misjafn- ar að þyngd. Þannig er vetni samsett úr tveim stöðugum samsætum, einvetni (protium, H) og tvívetni (deuterium, D), en súrefni úr þrem, súr- efni-16, súrefni-17 og súrefni-18. Auk þess eru svo til geislavirkar samsætur af þessum efnum. Má þar t. d. nefna þrívetni (tritium, T), sem er þriðja vetnissamsætan. Eftir að tvívetni var uppgötvað 1932, tóku menn til að mæla magn Jjess í vatni, sem finnst í náttúrunni. Fyrstu mælingarnar, sem byggðust á Jjví að mæla eðlisjryngd vatnsins, voru mjög ónákvæmar. Síðar lundu menn aðlerö til að frarn- kvæma Jjessar mælingar í svonelndum massagreini („mass spectrometer"), og um leið urðu mælingarnar mjög nákvæmar, Jjví að massagreinirinn veitir bókstallega möguleika á að telja frumeindirnar. Það kom fljótt í Ijós, að tvívetnisinnihald vatns þess, sem fyrirfinnst í náttúr- unni, er alls ekki alltaf Jiað sama, eins og menn höfðu haldið í fyrstu, heldur getur Jjað verið nokkuð mismunandi. Þó er tvívetnisinnihald vatnsins alltaf mjög lítið miðað við innihald Jjess af einvetni. Sem dæmi má nefna að sjávar- vatn inniheldur um það bil 160 tvívetnisfrumeindir af hverri milljón vetnis- frumeinda, en vatn úr regnskúr getur innihaldið 150 tvívetnisfrumeindir af liverri milljón vetnisfrumeinda. Hver er svo orsökin fyrir þessum mismun á tvívetnisinnihaldi? Eins og áður er sagt, [>á eru vetnissamsæturnar misþungar. Tvívetni er tvöfalt þyngra en hið venjulega cinvetni og [jar af leiðandi verður vatnssameind (vatnsmólekúl) með einni tvívetnisfrumeind (FIOD) einnig eitthvað Jjyngri en vatnssameind með aðeins venjulegu einvetni (HOH). Þótt Jjessar tvær misþungu sameindir hafi hér um bil sömu eiginleika, Jjá er Jjó örlítill ntunur á, sem skapast vegna mis- munandi [junga Jjeirra. Einfaldast er að hugsa sér [jyngri sameindina eitthvað stirðari í hreylingum sínum. Afleiðing Jjessa verður svo meðal annars sú, að við uppgufun vatns breytast Jjungu vatnssameindirnar citthvað tregar í gufu en þær léttu. Við þéttingu vatnsgufu á hinn bóginn breytast þungu vatnssameind- irnar eitthvað auðveldar í vökva en Jjær léttu. VEÐRIÐ 7

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.