Veðrið - 01.04.1967, Blaðsíða 8
Hafi maður t. cl. vatnsgufu í íláti og þétti nokkurn hluta hennar, þá verður
þéttivatnið eitthvað auðugra af þungum vatnssameindum, en sú gufa, sem
eftir er, verður þá að sama skapi fátækari af þeim. Þétti maður nú aftur nokkurn
hluta þeirrar gufu, sem eftir er, verður þéttivatnið aftur eitthvað auðugra en
gufan af þungum vatnssameindum, en þó fátækara en fyrsta þéttivatnið. Þannig
mundi maður geta haldið áfram að þétta hluta gufunnar og þéttivatnið yrði
í hvert sinn eitthvað fátækara af þungum sameindum en þéttivatnið næst á
undan.
Þegar rignir, gerist í rauninni nákvæmlega það sama og nefnt er hér á undan.
Hin upprunalega vatnsgufa er þá rakinn, sem vindurinn ber með sér yfir landið.
Nú háttar svo til, að fiér á lancfi rignir mest í hafáttum, þ. e. sunnanlands
rignir mest í suðlægri átt og norðanlands mest í norðlægri átt. Þetta muncfi
einmitt skapa þau skilyrði, að úrkoman við ströndina yrði alltaf auðugust af
tvívetni og síðan fengi maður tvívetnissnauðara vatn, eftir því sem lengra dregur
inn að landmiðju.
Það var |)ví eðlilegt, að menn færu að velta fyrir sér, hvort slík merking á
vatninu sem þessi gæti ekki orðið til þess að gefa eitthvað ítarlegri upplýsingar
um uppruna og háttu grunnvatnsins og þá sérstaklega heita vatnsins, sem ekki
er aðeins nokkuð sérstætt fyrir ísland heldur einnig þýðingarmikil orkuupp-
spretta.
Árið 1954 safnaði Gunnar Böðvarsson, sem þá starfaði við Jarðhitadeild
Raforkumálaskrilstofunnar, nokkrum sýnishornum úr kölclum og heitum upp-
sprettum og ám hérlendis. Sýnishornin sendi hann lil háskólans í Ghicago, þar
sem hann fékk ákvarðað magn vetnis og súrefnissamsætna þeirra. í hverasýnis-
hornunum reyndist hlutfall súrefnissamsætnanna vera í línulegu samhengi við
hlutfall vetnissamsætnanna, og þetta línulega samhengi reyndist svo aftur vera hið
sama og í regnvatni. Þetta benti strax sterklega í þá átt, að um regnvatn væri að
ræða, þar sem hveravatnið var. Á hinn bóginn kont í Ijós, að tvívetnisinnihald
hverra var frábrugðið köldu vatni, sem vitað var, að liafði fallið til jarðar sem
regn á svæðunum umhverfis hverina. Því gat vart verið um Jrað að ræða, að
hverirnir söfnuðu í sig vatni af svæðinu umhverfis, heldur hlutu Jreir að fá vatn
sitt annars staðar að.
Næsta skref í þessum rannsóknum var svo tekið árið 1957, þegar Irving Friedman
frá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna heimsótti fsland. Hann safnaði heitu og
köldu vatni víðs vegar að af landinu. Þessari söfnun var síðan Iialdið áfram af
Eðlisfræðistofnun Háskólans, og 1961 voru mæld í Bandaríkjunum allmörg vatns-
sýnishorn frá íslandi og Jrar á meðal mánaðarleg úrkomusýnishorn frá Rjúpna-
hæð.
Þessar mælingar gáfu grófa hugmynd um tvívetnisinnihald vatns á íslandi.
Tvívetnisinnihaldið var, eins og menn höfðu búizt við, að jafnaði liæst úti við
ströndina og lægst inni í miðju landi. Enn fremur sýnclu Jressar mælingar, að
hveravatnið hafði tvívetnisinnihald, sem einnig fyrirfannst í úrkomu, Jrótt í
8 — VEÐRIÐ