Veðrið - 01.04.1967, Síða 9

Veðrið - 01.04.1967, Síða 9
1. mynd. Massagreinir Háskólans. flestum tilfellum væri langt á milli hversins og úrkomu með samsvarandi tvi- vetnisinnilialdi. Að lokum benti svo allt til þess, að þar sem meðalinnihald tví- vetnis í úrkomu á Rjúpnahæð var svipað og í Gvendarbrunnum, þá mætti nota staðbundnar kaldar uppsprettur til að finna meðalinnihald þess í úrkomu á viðkomandi stað. Af ofangreindu var augljóst, að umfangsmeiri tvívetnismælingar á vatni mundu geta gefið ómetanlegar upplýsingar um rennsli og háttu grunnvatnsins og þá ekki sí/.t heita vatnsins. Þetta þýddi þó, að hingað til lands yrði að fá massa- greini, en slík tæki eru mjög dýr. Árið 1960 veitli svo Alþjóða Kjarnorkumálastofnunin í Vín styrk til grunn- vatnsrannsókna hér á landi. Fyrir þennan styrk fékkst m. a. massagreinir, sem kom liingað til Iands sumarið 1963 og var settur upp við Eðlisfræðistofnun Há- skólans. Og frá ársbyrjun 1964 hafa farið fram reglubundnar tvívetnismælingar. Mœlitœkni. Hér er ekki unnt að lara ítarlega út í mælitæknina sjálfa né hvernig massa- greinir vinnur. Þó mun leitazt við í grófum dráttum að gefa nokkra hugmynd um, hvernig tvívetnismæling er framkvæmd. Aðeins er unnt að mæla vetnissamsætur, svo framarlega sem þær eru fyrir VEÐRIÐ 9

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.