Veðrið - 01.04.1967, Side 10

Veðrið - 01.04.1967, Side 10
hendi sem hreint vetni. Því verður íyrst að ná vetninu úr vatnssameindunum. Það er gert með því að taka um það bil 0,01 ml ai vatnssýnishorninu, sem mæla skal, og breyta því í vatnsgufu. Vatnsgufan er síðan látin streyma um 700 °C heitan úraníummálm. Málmurinn bindur allt súrefni vatnsins sem úraníunt- oxíð, og eftir verður hreint vetni. Vetninu, sem er samsett úr tvenns konar sameindum, H2 og HD, er nú hleypt inn á massagreininn. Þar er vetnið, sem nú er undir mjög lágum þrýstingi, ca 10-n mm Hg, fyrst jónað í svokölluðum jóngjafa. Það gerist með því móti, að rafeindum (elektrónum) er skotið á vetnissameindirnar. Rafeindirnar hala ákveð- inn hraða, sem nægir til þess, að þeim tekst að sprengja eina rafeind út úr vetnis- sameindunum og breyta þcim í jákvæða jóna, H +2 og HD+. Þessir jónar fá ákveð- inn hraða í rafsviði, en fara að því búnu í gegnum segulsvið, sem leitast við að beygja þá af beinni braut. Þyngri jónarnir reynast segulsviðinu nokkuð erfiðari í skauti en þeir léttu og beygja þar af leiðandi ekki eins mikið af beinni braut. Niðurstaðan verður sú, að inn í segulsviðið fer aðeins einn geisli, sem inniheld- ur bæði þunga og létta jóna, en út úr því koma tveir aðskildir geislar, og inniheld- ur þá annar geislinn aðeins létta jóna, en hinn aðeins þunga. Þessir tveir jóngeisl- ar eru ekki annað en jákvæðir rafstraumar, og með því að mæla hlutfallið milli styrkleika þeirra er hægt að ákveða hlutfallið milli léttu og þungu vetnissam- eindanna. Massagreinir Háskólans er lyrst og fremst smíðaður í því skyni, að hægt sé að mæla í honum vetnissamsætur, en með smávægilegum breytingum mun einnig unnt að mæla súrefnissamsætur. Nú er það svo, að mjög erfilt er að ákveða raunverulegt magn samsætna með nægilega mikilli nákvæmni, en hins vegar er tiltölulega auðvelt að framkvæma með mikilli nákvæmni mælingu á fráviki einhverrar blöndu samsætna frá ákveð- inni blöndu af svipaðri samsetningu. Því hefur sú leið verið valin að taka ein- hverja ákveðna blöndu sem staðal („standard") og miða síðan allt við hana. Fyrir valinu sem slíkur staðall varð hafvatn af allmiklu dýpi. Samsetning slíks liafvatns cr mjög stöðug og því lítil hætta á, að sýnishorn tekið í dag sé ekki eins og annað sýnishorn tekið að tíu árum liðnum. Þessi staðall er hér alls staðar skammstafaður SMOW (frá „Standard mean ocean water"). Niðurstöður mælinga eru svo gefnar í tölum, ð, og táknar þá hver tala lrávik hlutfallsins (D/H) í sýnisliorninu frá hlutfallinu (D/H) SMOW í þúsundahlut- um (pro mille). ð (lrb. delta) = (D/H)sýnish. 4- (D/H)SM0W (D/H)smow • 1000%o Þannig hefur vatn með ð = h-40%o, 40%o minna tvívetni, cn vatn með Ö = 40%o, 40%o meira tvívetni en SMOW. Af hverju sýnishorni eru framkvæmdar að minnsta kosti tvær aðskildar mæl- ingar og nákvæmni slíkrar tvöfaldrar mælingar er ± 0,7%o. 10 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.