Veðrið - 01.04.1967, Side 13
ins, þar sem slíkum sýnishornum hefur veriS safnað. Punktarnir eru staðsettir
nokkurn veginn á miðju viðkomandi úrkomusvæði. Tölurnar, sem standa við
punktana, eru 8-gildi viðkomandi vatns, og þaðan sem fleiri en eitt sýnishorn
hafa verið mæld, eru ð-gildin meðalgildi. Sviirtu ferhyrningarnir tveir, sem einn-
ig eru sýndir á myndinni, eru úrkomustöðvarnar Rjúpnahæð og Vegatunga, og
viðkomandi 8-gildi eru meðaltiil úrkomunnar.
Ef fyrst er litið á Rjúpnahæð og svæðið umhverfis, sést, að Rjúpnahæð hefur
8 = —58°/cc, og sex kaldar uppsprettur og ein smáá í nágrenninu hafa að með-
altali 6 = —57%c. Vegatunga liefur 6 = —58%0, og þrjár kaldar uppsprettur og
einu lækur í nágrenni Vegatungu hafa að meðaltali 8 = —58%c. Það er því aug-
ljóst, að sýnishorn af köldum uppsprettum eða ám, sem hafa þekkt úrkomusvæði,
gefa með allmikilli nákvæmni meðaltvívetnisinnihald úrkomunnar á viðkom-
andi svæði.
Einnig er augljóst, að þar sem meðalfrávik mánaðarlegra úrkomumælinga er
um það bil 13%„ cn meðalfrávik mánaðarlegra sýnishorna í köldum uppsprettum
aðeins 1%C eða minna, þá nægir að mæla aðeins eitt sýnishorn úr uppsprettunni,
en ef mæla ætti úrkomuna sjálfa, þá þyrfti að framkvæma reglubundnar mæling-
ingar um að minnsta kosti eins árs skeið.
Hér er því greinilega einfaldara að mæla sýnishorn úr köldum uppsprettum
til að fá hugmynd um tvívetnisinnihald í úrkomu á einhverjum stað en að
mæla úrkomuna sjálfa.
Ef rnynd 6 af suðvesturhluta landsins er athuguð nánar, sést, að sunt svæðin
eru tillölulega vel þakin með punktum, en á öðrum svæðunt eru punktarnir mjög
fáir. Það er þó augljóst af myndinni, að tvívetnisinnihaldið fer minnkandi utan
frá ströndinni og inn að landmiðju, og unnt er að draga jafngildislínur eftir þeim
102 punktum, sem fyrir hendi cru. Þessar jafngildislínur erti sýndar á mynd 7.
Tvívetnisinnihaldið er hæst úti við ströndina, 8 = —50%c, fer síðan jafnt og
þétt minnkandi inn að landmiðju og er lægst uppi í Hofsjökli 8 =— 94%c. Einn-
ig sést greinilega, hver áhrif landslagið hefur á tvívetnisinnihaldið. Á Suðurlands-
undirlendinu lækkar tvívetnisinnihaldið um 0,2%c pr. km, en í liáum fjallshlíð-
um eins og t. d. suðurhlíðum hins 1600 m liáa Eyjafjallajökuls lækkar tví-
vetnisinnihaldið um allt að \%c pr. km. Af þessu má draga þá almennu ályktun,
að tvívetnisinnihaldið lækki reglulega, eftir því sent lengra dregur Irá strönd-
inni og auk þess sé staðbundið lágmark í norðurhlíðum hárra fjalla, sent stafi
af þvi, að regnskýin verði fyrst að fara yfir fjöllin, en við það lækki tvivetnis-
innihald þeirra mjiig mikið.
Þeir staðir, þar sem köldu vatni af óþekktum eða fjarlægum upprutia hefur
verið safnað, eru sýndir á mynd 7 sem svartir þríhyrningar, og tölurnar við þrí-
hyrningana eru 8-gildi þeirra. Sum þessi 8-gildi eru frábrugðin 8-gildum úrkomu
á viðkomandi stað. Það getur ekki þýtt annað en að úrkoinusvæði þessa vatns
hljóti að liggja einhvers staðar fjarri. Séu nú gildi þessara uppsprettna borin sam-
an við línur kortsins, kemur í ljós, að oft koma aðeins ákveðin svæði til greina
sem úrkontusvæði þessa vatns.
VEÐRIÐ
13