Veðrið - 01.04.1967, Side 15

Veðrið - 01.04.1967, Side 15
ina janúar til maí er það 4%c hærra en seinni hluta ársins. Þetta hlýtur að merkja, að fyrri hluta ársins sé í ánni tiltölulega meira vatn af suðvesturhluta vatnasvæðisins, en seinni hluta ársins aukist hins vegar sá hluti, sem keniur alla leið ofan frá jöklum. Brúará í Biskupstungum með ð = — 76%0 kemur að mestu leyti upp sem íjöldi uppsprettna í Brúarskörðum. ESlilegast væri að hugsa sér úrkomusvæði þessara uppsprettna svæðið norður af Brúarskörðum og suður af Langjökli. Tvívetnis- innihald vatnsins í Brúará sýnir þó, svo að ekki verður um villzt, að úrkomusvæði hennar liggur langt uppi í Langjökli, enda þótt vatnið hafi á leið sinni gegn- um jarðveginn tapað ölium venjulegum einkennum jökulvatns. Skammt vestur af Brúará eru tvær uppsprettur. Hin iyrri nefnist Ljósuár og sprettur fram úr fjallinu ofan við bæinn Miðdal í Laugardal. Ljósuár liafa Ö = —73%0 og eru greinilega í ætt við Langjökul. Hin uppsprettan, sem kemur frani undan Laugardalsfjailinu, hefur 8 = —61%0 og er því úrkoma á Laugar- dalsfjalli eða svæðinu umhverfis. Vatnasvæði Þingvailavatns hefur löngum verið mönnum ráðgáta. Stórir lilut- ar svæðisins eru þaktir hraunum án sýnilegs vatnsrennslis á yfirborðinu og ákaf- lega erfitt er að draga nokkur skýr mörk með einföldum athugunum. Sogið, sem er afrennsli svæðisins, er það vatnsmikið, að Jrað svarar til miklu stærra svæðis en hægt er að áætla vatnasvæði Þingvallavatns í fljótu bragði. Til að fá skýringu á jressu mikla vatnsmagni Sogsins iiefur því orðið að teygja vatnasvæðið allt upp í Langjökul. Um Jretta hefur þó verið deilt, og hafa deilurnar [rá fyrst og fremst snúizt um Jrað, livort fjölmargar uppsprettur, sem eru við norðurströnd vatns- ins geti verið komnar alla leið ofan úr Langjökli. Tvívetnismælingar hafa verið framkvæmdar á vatni frá þrem stöðum af Jressu svæði: Flosagjá, Vellankötlu og Soginu. Sogið hefur 8 = —65%0, sem ætti að vera meðalgildi úrkomu alls svæðisins. Vatnið í Flosagjá með 8 =— 65°/00 bendir til þess, að Jrað sé úrkoma úr fjöllunum næst norður af vatninu. Hins vegar sýnir Vellankatla, um Jtað bil 2 km austur af Flosagjá með 8 = —72%0 í vatni sínu, svo ekki verður um villzt, að vatnasvæði Þingvallavatns nær allt upp í Lang- jökul. Hraunfossar í Borgarfirði eru fjiildi smáfossa, sem kemur fram undan Grá- lirauni, sem er vestan Norðlingafljóts og Hvítár. Ýmsir hafa haft jrá skoðun, að vatnið í hraunfossum sé upprunnið í Gráhrauni og svæðinu þar norður af. Sigur- jón Rist hefur þó talið líklegra að ]>að sé upprunnið í Eiríksjökli og norðanverð- um Langjökli, eða svæðinu ]>ar á rnilli. Styðst hann Jrar helzt við J>á staðreynd, að Norðlingafljót, sem er einasta sýnilega afrennslið af Jressu svæði, sé allt of lítið vatn af svo stóru úrkomusvæði. Vatnið í Hraunfossum hefur 8 = —84%0, sem sýnir, að það getur hvergi verið upprunnið vestan fljóts, heldur hlýtur úrkomu- svæði þess að vera ]>að sama og Sigurjón Rist telur. Sýnishorn, tekin úr Norð- lingafljóti ofan Helluvaðs, sem er vað á fljótinu skammt norður af Þorvalds- liálsi, hafa 8 = — 84%0. Sýnishorn tekin úr fljótinu neðan við Kalmanstungu hafa hins vegar 8 = — 80%o. Vatnasvæði Hraunfossa gæti J>ví hæglega verið J>að VEÐRIÐ 15

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.