Veðrið - 01.04.1967, Page 18
Arið 1949 setti Trausti Einarsson fram [>á skoðun, að lieita vatnið á Hengil-
svæðinu væri af tvenns konar uppruna. Djúpt undir Henglinum væri heitt vatn,
sem vafalaust myndi komið lengra að innan úr landi, en hverirnir uppi í Hengl-
inum sjálfum væru hins vegar staðbundið regnvatn, að öllum líkindum aðcins
hitað upp af gufu og heitum lofttegundum er stigu upp frá djúpvatninu, og
þetta vatn væri að vöxtum miklu minna en djúpvatnið. Tvívetnismælingarnar
staðfesta eindregið skoðun Trausta Einarssonar, því samkvæmt þeim er hvera-
vatnið uppi í Henglinum staðbundið vatn, en djúpvatnið komið lengra að inn-
an úr landi og að öllum Iikindum tengt sama vatnskerfi og Þingvallavatn og
ef til vill Reykjavikursvæðið, sem við munum nú athuga.
Borholurnar í Reykjavík hafa allar svipað tvívetnisinnihald, 8 = —65%0. Ef
litið er á jafngildislínurnar sést að þetta vatn gæti verið upprunnið í Þingvalla-
vatni, en líklegra er þó að það sé upprunnið á Botnssúlusvæðinu.
í Breiðholti skammt suðaustur af Reykjavík er borhola með 8 = — 59%c. Þetta
vatn er annað hvort skammt að kornið eða það er að verulegu leyti blandað með
staðbundnu yfirborðsvatni. Allar aðstæður við holuna svo og lágt hitastig benda
eindregið í þá átt, að um íblöndun yfirborðsvatns sé að ræða, en liægt væri að
fá endanlega úr því skorið með því að taka sýnishorn til tvívetnismælinga á
mismunandi dýpi.
Á Reykjum í Mosfellssveit eru tvær ltorholur með 8 = — 62%0 og 8 = — 63%a.
Það er ekki að fullu Ijóst ennþá, livort hér er um að ræða santa vatnið og í
Reykjavík, blandað einhverju yfirborðsvatni, eða hvort þetta vatn er eitthvað
skemmra að komið. Tvívetnismælingar af mismunandi dýpi í holunum munu
væntanlega skera úr um þetta.
I Kollafirði er borhola með 8 = —12°/oc. Þetta vatn sker sig greinilega frá
Rcykjavíkurvatninu. Það gctur ekki verið um sama vatn að ræða og úrkoma
mcð þessu tvívetnisinnihaldi finnst ekki fyrr en uppi við Langjökul, sem bendi
til að það hafi runnið allt að 70 km leið neðanjarðar.
Sama er að segja um vatn frá Leirá í Leirársveit með 8 = —73%0. Það vatn
er greinilega upprunnið á Langjökulssvæðinu.
Efri-Hreppslaug í Andakíl með 8 = ~68%0 er annað hvort upprunnin af svæði
35 km norðaustur af lauginni eða þá ennþá lengra að og þá eitthvað blönduð með
yfirborðsvatni.
1 Lundarreykjadal eru Brautartunguhver með 8 = —13%0 og Englandshver
með 8 = —16%c. Þarna er um greinilegan mismun að ræða, en báðir þessir hver-
ir fá þó vatn sitt ekki skemur að en frá Langjökulssvæðinu.
Níu hverir í Reykholtsdal hafa ð-gildi frá —74%c til —16%00. Atlir þessir liver-
ir fá vatn sitt ekki skemur að en frá Langjökulssvæðinu.
Síðasti liverinn sem við athugum liér er Húsafell með 8 = — 90%o. Þetta vatn
er greinilega annað en í Reykholtsdalnum. Þar sem tvívetnisinnihald Langjök-
uls Iiefur enn ekki verið rannsakað nákvæmlega, er ekki hægt að fullyrða, að
vatn með þessu tvívetnisinnihaldi finnist ekki einhvers staðar í jöklinum. Ann-
ar möguleiki er sá að þetta vatn sé komið alla leið frá Hofsjökli.
18 --- VEÐRIÐ