Veðrið - 01.04.1967, Side 19

Veðrið - 01.04.1967, Side 19
Lokaorð. Ofangreindar mælingar renna styrkum stoðum undir þá kenningu Trausta Einarssonar, sent hann setti fram árið 1942, að heita vatnið á íslandi sé að upp- runa regnvatn. Það nái að síga djúpt niður í jarðlögin og hitni |iar í beinni afleiðingu af hitastigul bergsins. Um lieita vatnið af Borgarfjarðar- og Biskups- tungnasvæðinu segir Trausti Einarsson ennfremur, að það muni vera regn, sem fallið hafi til jarðar uppi á hálendinu, komizt þar niður í jarðlögin og komi síðan fram á láglendinu, þar sem það geti leitað upp unt sprungur og misgengi. Þetta má telja fullsannað hvað Borgarfjarðarsvæðið snertir, og mælingar, sem þegar hafa verið framkvæmdar af Biskupstungnasvæðinu, virðast bera að sama brunni. Ennfremur virðist með jressum mælingum vera hægt að fá hugmynd um ltvar heitt vatn jafnt sem kalt hefur fallið til jarðar sem regn og í hvaða megin- stefnu jtað rennur. Virðist sumt af heitu vatni liafa runnið allt að 70 km leið neðanjarðar, þegar það kemur upp á yfirborðið aftur. KNÚTUR KNUDSEN: Haustið og veturinn 1966-1967 Seplember. Fyrri lielming september voru austan og norðaustan áttir tíðastar og lieldur svalt í veðri, en lægðir fóru yfirleitt austur fyrir sunnan land. Voru oft rigningar mcð austan áttinni á Suður- og Vesturlandi og eins fyrir norðan, þegar vindur var norðaustanstæður. Þann 15. og aftur dagana 17. til 25. var suðvestlæg átt rikjandi, fremur hæg. Þá var liæð fyrir sunnan og suðaustan land. Var nú hlýtt og vætusamt á vestan- verðu landinu, en austan lands úrkomulítið og oft hiti. Hlýjasti dagurinn var sá 23. og komst hitinn þá í 23 stig á Teigarhorni. Eftir 25. var jafnan lægð skammt suður eða suðvestur af landinu og áttin austlæg. Víðast var talsverð rigning þessa síðustu daga. Nokkur næturfrost voru framan af mánuðinum og varð kartöfluuppskera rýr af þeim sökum og vegna þess hve seint var sett. Heyfengur sumarsins var í minna lagi, en nýting góð. Október. í október var vindur tíðast á rnilli norðurs og austurs, en mánuð- urinn sent heild í kaldara lagi. Vindur var oftast hægur og úrkomur litlar. Þannig kom ekki dropi úr lofti í 15 sólarhringa samfellt á Mýrum í Álftaveri. VEÐRIÐ 19

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.