Veðrið - 01.04.1967, Side 20

Veðrið - 01.04.1967, Side 20
Austanvert Norðurland og Norðausturland skáru sig mikið úr hvað veður snerti. Þar má segja, að hafi verið sólarlaust að kalla og vætutíð, ýmist regn eða snjór. Annars staðar á landinu var hagstæð tíð bæði til sjós og lands og mikið um bjartviðri sunnan lands og vestan. Fyrsta vetrardag 22. var norðan hvassviðri með fannkomu nyrðra. Hlýjasti kafli mánaðarins var skömmu fyrir mánaðamót. Þá var áttin suðvestlæg að mestu og víða um 10 stiga hiti. Nóvember. Veðrið í nóvember var mjög óstöðugt, sífelklur snúningur, ýmist Irost eða jnða. Norðlægu áttirnar voru þó mun algengari. Það var stormasamt og hver Iægðin elti aðra. Fóru ])ær ýmist austur skammt suður af landinu, Jjvert yfir landið, en stöku lægð norðaustur á milli Vestfjarða og Grænlands. Tíðin var erfið og litlar gæftir. Mun þó veðrið hafa vcrið öllu betra suðvestan lands en annars staðar. Hlýjustu dagarnir voru 18.—22. og mældist jtá 15 stiga liiti á Seyðisfirði. Mesta stórviðrið var dagana 26.-28. Þá var norðvestan rok á austanverðu landinu og urðu sums staðar minni skaðar. Fylgdi hríð norðaustan lands. Eftir jjetta var kuldatíð út mánuðinn. Hitinn í mánuðinum var lágur eða um 2 stig undir meðallagi. Desember var umhleypinga- og vindasamur eins og fyrirrennari hans og um 2i/2 stigi kaldari en í meðalárferði. Framan af mánuðinum komu smáblotar annað slagið, en Jress á milli snjóaði og fraus. Hljóp javí víðast allt 1 svell. Síðari hlutann hafði norðanáttin algerlega yfirhöndina, og um áramót var kominn mjög mikill snjór og ófærð á norðanverðu landinu. Fyrstu tvo dagana var norðan átt með frosti, bjart syðra, en él nyrðra. Þá var Jnð sunnan átt í tvo daga og rigndi mikið vestan lands. Dagana 5. og 6. frysti aftur með vestan átt, og voru él vestan lands en bjart á Austurlandi. Eftir skammvinna sunnan átt jrann 7. gerði norðvestan storm eða rok og snjóaði talsvert á Norður- og Vesturlandi. í þessu veðri fauk þak af íbúðarhúsi á Snæfellsnesi, og víðar urðu minni skemmdir. Óveðrið færðist smám saman austur fyrir land og þann 10. var norðan áttin orðin hæg. Næstu daga var austan átt, él á annesjum nyrðra, en rigning af og til sunnan lands. Um miðjan desember gerði austan ofsa með stórrigningu á sunnanverðu landinu og daginn eftir, þann 15., var norðaustan stormur með slyddu á Vest- fjörðum. Vindur var áfram við norðrið og él lyrir norðan til 17. Breytileg átt var 18.—21., lítil úrkoma og frost norðaustan til, en um suð- vestanvcrt landið ýmist snjóaði eða rigndi. Fimmtudaginn 22. hvessti af austri og suðaustri með snjókomu sunnan lands, en jjegar leið á daginn lægði syðra, jafnframt Jtví að veðrið óx í storm eða rok með fannkomu fyrir norðan og á Vestfjörðum. í jtessu áhlaupi fórst mótor- báturinn Svanur frá Hnífsdal með 6 mönnum, en mannbjörg varð af brczkum togara, sem strandaði við Arnarnes hjá Skutulsfirði. Síðustu dagana fyrir jól var norðan strekkingur með talsverðu frosti, bjart veður á Suður- og Vestur- landi, en éljagangur fyrir norðan. Á jóladag og nóttina næstu var hvöss austan átt með snjókomu á sunnan- og vestanverðu landinu, en þurrt og frost nvrðra. 20----VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.