Veðrið - 01.04.1967, Síða 23
MARKÚS A. EINARSSON:
Um gæði tveggja daga veðurspáa
Veðurstofa íslands gefur daglega út 2ja daga yfirlitsspár fyrir landið, og er
þeim í grófum dráttum ætlað að lýsa veðurhorfum að tveim dögum liðnum.
Oftast er spáð einni aðalvindátt fyrir allt landið, en veðurhæð ekki nefnd. Síðan
er stutt lýsing á úrkomuhorfum og skýjafari í hinum ýmsu landshlutum. Spá af
Jressu tagi gæti t. d. gjarnan litið svona út:
Veðurhorfur á laugardag: NA-átt. É1 á Norður- og Austurlandi,
en úrkomulaust og sums staðar léttskýjað sunnanlands.
I fyrravor gerði sá, sem Jjetta rilar, smáathugun, og verður Jieirri athugun og
niðurstöðum hennar lýst stuttlega liér á eftir. Kannaðar voru allar spár ársins
1965.
Vindáttin er án efa sá þáttur spánna, sem mestu máli skiptir, Jjar eð úrkomu-
horfur og skýjafar fara að miklu leyti eftir henni. Auk þess er vindáttin eini
veðurþátturinn, sem unnt er að flokka á hagkvæman hátt og án meiriháttar
erfiðleika. Athugunin snýst því að mestu um vindáttarspár.
Vindáttin er gefin upp með almennum orðum og eru 8 vindáttir notaðar,
auk breytilegrar áttar, þ. e. N, NA, A, SA, S, SV, V og NV. Liggur því beint
við að skipa spánum eltir vindáttum í þessa 9 flokka. í 41 skipti var spáð tveim
(eða fleiri) vindáttum á landinu, og var í athuguninni litið á þetta sem tvær
sjálfstæðar spár. Af þessum sökum varð heildartala spánna 411 í stað 365. Stöku
sinnum var tekið svo til orða, að horfur væru á t. d. A eða NA átt, og var [)á
liöfuðáttin (hér A) notuð, gæfi orðalagið ekki tilefni til annars.
Þegar búið var að finna lieppilega flokkun fyrir vindáttina, var gerður saman-
burður á spáðri vindátt hverju sinni og athugaðri vindátt á gildistíma spárinnar
(þ. e. tveim sólarhringum eftir útgáfu hcnnar). Var veðurlýsing fyrir landið, sem
Veðurstofan gerir, notuð í Jiessu skyni, en liún er með mjög svipuðu sniði og
2ja daga spárnar. Við samanburðinn var atliugað fyrir hverja spáða vindátt,
hvernig athuguð vindátt skiptist á hina 9 vindáttarflokka. Er þá spáin bezt, ef
athuguð vindátt fellur í sama flokk og spáð vindátt, sæmileg ef hún fellur í
nálægustu flokka, en annars lélegri.
Til samanburðar við 2ja daga spárnar voru einnig útbúnar svokallaðar „per-
sistens“-spár fyrir vindátt (höf. treystir sér ekki til að þýða orðið persistens, svo
vel fari, og er það þvi notað), en þær verða til á þann hátt, að spáð er óbreyttri
viiulátt frá því sem er, þegar spáin er gefin út. Sé t. d. N átt, er því spáð, að
N átt verði einnig eftir 2 sólarhringa. „Persistens“-spár eru tiltölulega góðar, ef
um mjög stutt spátlmabil er að ræða, t. d. 9 klukkustundir, þar eð veður breytist
venjulega fremur liægt. Þær fara aftur á móti versnandi, þegar spátímabil er
VEÐRIÐ -- 23