Veðrið - 01.04.1967, Qupperneq 24
lengt, og þeim mun meir, sem veðurlag er óstöðugra. „Persistens“-spár eru oft
útbúnar til samanburðar við aðrar spár, því að sjálfsagt er auðveldara að spá
veðri i stöðugu veðurlagi (góðar ,,persistens“-spár), en í óstöðugu (lélegar „per-
sistens“-spár), og ber að taka tillit til þess. Rétt er og að hafa í liuga, að allt,
sem vinnst fram yfir „persistens"-spárnar er mikils virði.
í athuguninni verður einnig að taka tillit til þess, að spátímabil er hér
óvenjulega langt, og að spánum er ekki ætlað að vera ýtarlegar. Af þessum
sökum er reiknað með tvenns konar réttum spám. í fyrsta lagi eru spár taldar
tilveg réttar, þegar spáð vindátt og athuguð vindátt falla í sama flokk. í öðru
lagi eru spár taldar „réttar“, þegar athuguð vindátt víkur frá spáðri sem svarar
einum flokki í aðra hvora áttina. Þetta þýðir, svo dæmi sé nefnt, að sé spáð
A-átt, verður athuguð vindátt að vera A, eigi spáin að tcljast alveg rétt, en má
vera SA eða NA, til að teljast „réll“.
Þá er rétt að líta á niðurstöður athugunarinnar, en þeim er lýst í tveim
myndum, sem fylgja.
Fyrri myndin sýnir í hundraðshlutum, hversu stór hluti 2ja daga spánna
(súlan til vinstri) og „persistens“-spánna (súlan til hægri) reyndist alveg réttur
(skástrikað) eða „réttur". Sjá má, að aðeins 30% 2ja daga spánna voru alveg
réttar, og litlu minna af „persistens“-spám. Séu alveg réttar og „réttar" spár
teknar saman, er niðurstaðan 59% fyrir 2ja daga spárnar, en 51% fyrir hinar,
þ. e. 8% munur.
í seinni myndinni eru spárnar flokkaðar með tilliti lil spáörar vindáttar og
sýnt fyrir hverja spáða vindátt, hversu stór liluti spánna reyndist alveg réttur
eða „réttur". Hér kemur í ljós, að gæði spánna eru ákaflega misjöfn eftir vind-
áttum, en athyglisvert er, að þau fylgja í stórum dráttum gæðum „persistens"-
spánna, en þær gefa til kynna, hversu stöðugar eða langvarandi vindáttirnar eru.
Má strax ráða af myndinni, að austlægar vindáttir eru rniklu stöðugri en vest-
lægar, og því eðlilegt, að spárnar rætist bezt, þegar spáð er NA, A eða SA
áttum. Ef litið er fyrst á alveg réttar spár, sést að A átt er bezt, eða unr 40%,
ásamt breytilegri átt, en spá um breytilega átt er talin annað hvort alveg rélt
eða alls ekki rétt, þar eð ekki er unnt að tala um frávik í sambandi við hana.
24 --- VEÐRIÐ