Veðrið - 01.04.1967, Síða 25
Fyrir A áttina eru „persistens“-spárnar ekki lakari. Séu alveg réttar og réttar
spár teknar saman, kemur í ljós, að austlægu áttirnar eru langbeztar, eða um
það bil 70%. Gæðin minnka síðan fyrir aðrar vindáttir. V og NV áttir eru
ntjög lakar, en geta verður þess, að þessar áttir komu örsjaldan fyrir, svo að
ekki má treysta þeim tölum of vel.
Niðurstöður athugunar þeirrar, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, virðast
gefa til kynna, að gæði 2ja daga spánna séu heldur lakari en búizt hafði verið
við fyrir fram, þó að reikna megi sem sjáffsagðan hlut, að þær séu mun lakari
en venjulegar spár. Reyndar liefur aðeins einn þáttur spánna verið athugaður,
en það fer ekki á milli mála, að það er mikilvægasti þátturinn. Þau takmörk,
sem setl voru, svo telja mætti spárnar „réttar", eru mjög rúm, þar eð vindátt
má sýna eins flokks frávik (eða 67t/2°) í hvora átt. Telja verður nokkuð öruggt,
að stærri vik frá spáðri vindátt myndu einnig breyta öðrum þáttúm spánna,
svo sem úrkomuhorfum og skýjafari. Varfa er heldur ástæða til að ætla, að árið
1965 hafi verið spánum óhagstæðara en önnur ár, þar eð austanáttir voru þá
með tíðasta móti.
Þetta mun, þótt í smáu sé, vera ein fyrsta athugun, sem gerð hefur verið á
gæðum veðurspánna hér á landi, og er Jrá bæði átt við venjulegar veðurspár og
2ja daga spárnar. Er mjög bagalegt til Jress að vita, að næsta lítið er vitað um
raunveruleg gæði veðurspánna, og þyrfti að sjálfsögðu að bæta úr Jrví. Engum
dylst þó, að í spánum eru margir lilekkir, sem styrkja Jryrfti, og er lítill vali á
Jrví, að umfangsmiklar athuganir á sem flestum þáttum spánna myndu verða
til Jress að bæta þær. En Ijóst er, að góðar veðurspár hafa ómetanlegt gildi fyrir
atvinnuvegi landsmanna.
Athugasemd
Rétt er, að Jiað komi hér fram, að undanfarin ár hcfur verið gerð allvíðtæk
athugun á þessum tveggjadagaspám, sem gerðar hala verið reglulega síðan 1959.
Spárnar liafa veðurfræðingarnir sjálfir borið saman við veðrið Jrá daga, sem Jrær
áttu að gilda, og aðallega dæmt eftir vindátt, úrkomu og skýjafari. Hefur þeim
verið skipt í þrennt, góðar, sæmilegar og lélegar. Ef spáin rætist um mestan
hluta landsins, er hún talin góð; sæmileg, ef hún telst lítið meira til leiðbein-
ingar en að villa; og léleg, ef hún gerir fremur að villa en leiðbeina.
Af 912 spám, sem þannig voru metnar á árunum 1959—1966, reyndust:
Fjöldi %
Góðar 608 66.7
Sæmilegar 189 20.7
Lélegar 115 12.6
VEÐRIÐ -- 25