Veðrið - 01.04.1967, Page 26

Veðrið - 01.04.1967, Page 26
Þessi niðurstaða sýnist í fyrstu ekki falla vel saman við ályktanir Markúsar hér á undan, en hann telur aðeins 59% spánna „réttar“ hvað viðvíkur vindinum, og vísast til greinar hans um skýringar á því mati. En við nánari athugun er ekki undarlegt, að þessi munur komi fram, og tel ég það stafa af óeðlilegum reglum, sem hann setur sér við dóminn á sumum spám. Samkvæmt mati Markúsar eru nefnilega allar vindáttarspár rangar, ef spáð er hægviðri, en vindátt reynist samt sem áður greinanleg; ennfremur telur hann þær rangar, ef spáð er tiltekinni vindátt, en hægviðri og breytileg átt verður í reyndinni. Allar spár í þessum flokki að meðtöldum þeim, þegar hæg- viðri er bæði í spánni og í reyndinni, einkennast sem sagt af því, að vindátt er ekki sambærileg í spá og reynd. Ég hef ekki nákvæmar tölur frá Markúsi um, hversu margar spár liann telur réttar í þessum flokki, en líkur benda til, að þær séu aðeins 20—25% af öllum spám í flokknum. í hinum flokknum, þar sem vindátt er sambærileg í spá og í reynd, bendir þá allt til, að hlutfall „réttu“ spánna sé 65—70, eða afar líkt og hlutfall „góðu“ spánna reyndist i eigin mati veðurfræðinganna. Niðurstöðu Markúsar virðist ntega taka saman á eftirfar- andi hátt: Vindátt Vindátt Allarspár sambærileg ósambærileg Alveg réttar + „réttar" 65—70% 20—25% 59% Það eru sem sagt spárnar í flokknum „Vindátt ósambærileg", sem draga niður útkomuna í athugun Markúsar. Nú kemur það fram í grein Markúsar, að mat hans á spánum, þar sem hæg- viðri kemur fyrir, byggist fremur á því, hvernig þægilegast er að vinna úr gögnunum, heldur en á hinu, að með þessu sé búizt við sambærilegum mæli- kvarða á allar spárnar. Ef slíkur mælikvarði væri notaður, hygg ég að niður- stöðurnar mundu breytast, og skuiu nú færð rök að því. Af handahófi voru teknar 360 spár og skipt í tvo flokka eftir því, hvort til- greind vindátt var bæði í spánni og í reyndinni, eða ekki. Vindátt var tiltekin í spá og reynd í 286 spám, en í hinn flokkinn kontu 74 spár. Eigið mat veður- fræðinganna á þessum spám varð sem hér segir: Vindátt Vindátt sambærileg ósambærileg Cóðar spár 72% 67% Sæmilegar 16% 25% Lélegar 12% 8% Eftir þessu að dæma sýnist heildarárangur af spánum mjög svipaður í báðum flokkunum, en hér er ekki einungis farið eftir skekkjum í vindaspá, lieldur einnig eftir afleiðingunt þeirra um úrkomu, skýjafar og fleira. Er engin ástæða að ætla, að þessi samanburður sé hlutdrægur, öðrum flokknum í vil. 26 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.