Veðrið - 01.04.1967, Page 27
Nú er ég ekki að segja, að auðvelt sé að finna skynsamlegan mælikvarða á,
live mikill hluti af vindaspánum teljist „réttur“, þegar svo stendur á, að ekki
er beint hægt að tilgreina skekkjuna í vindáttarspánni. En væri hann fundinn,
tel ég allar líkur til, að „réttar" spár samkvæmt athugun Markúsar yrðu mjög
álíka margar og teljast „góðar" samkvæmt skilgreiningu okkar, sem að spánum
höfum unnið, eða hér um bil tvær af hverjum þremur, 67%. Um leið er vert
að athuga, að „réttar" staðviðrisspár (persistens-spár) yrðu samkvæmt þessu
nokkuð fleiri en athugun Markúsar bendir til, sennilega fremur 6 en 5 af
hverjum fO.
Samanburður við reynslu annarra sýnist vera hel/.li grundvöllurinn til jress
að meta, hvort íslenzku spárnar liafa uppfyllt þær vonir, sem ástæða liefði veriff
aff gera sér um jrær fyriríram. Um það efni er hins vegar ekki hægt að draga
ályktanir af athugun Markúsar einni saman.
Ég hef undir höndum athugun á norskum tveggja til jjriggja daga spám
lyrir héruðin austan fjalls í Noregi. Þar varð niðurstaðan þessi, en til saman-
burðar set ég hliðstætt mat á íslenzku tveggjadagaspánum:
Tímabilið Næsta íslenzku
5/10 1954- tímabil tveggjadaga
19/8 1955 á undan spárnar
Góðar spár 58% 54% 66.7%
Sæmilegar 29% 39% 20.7%
Lélegar 13% 7% 12.6%
Hér verður að taka tillit til jjess, að norsku spárnar náðu lengra fram i tím-
ann, en einnig má hafa Jxtð í huga, að þar eru staðviðri meiri en hér og að Jjví
leyti auðveldara að ná hærri hlutfallstölu af góðum spám. Vel er hugsanlegt,
að Norðmennirnir hafi verið dómharðari en við, en talsverðu má það hafa
munað til Jjess, að Jjeirra spár geti talizt betri en okkar tveggjadagaspár.
En jjcss má geta, að áður en ráðizt var í að gefa liér út spár tvo daga fram í
tfmann, höfðum við jjessar norsku niðurstöður undir höndum, og á þeim var Jjað
m. a. byggt, að rétt væri að reyna við jjetta verkefni.
En hvað sem ]jví líður, er nokkur fengur að jrví að beita jressari aðferð Markús-
ar, því að jafnvel þótt vafasamt sé að leggja mikið upp úr henni um sjálft hlut-
fall „réttu“ spánna, er hún gagnleg til Jjcss að athuga, hvort um þróun til hins
betra er að ræða írá ári til árs. Það er ekki lítiis virði.
P. B.
VEÐRIÐ
27