Veðrið - 01.09.1978, Síða 3

Veðrið - 01.09.1978, Síða 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞÝÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI 2. HEFTI 1978 21.ÁRG. RITNEFND: GUÐMUNDUR HAFSTEINSSON HAFLIÐI HELGI JÓNSSON TRAUSTI JÓNSSON ÞÓR JAKOBSSON AFGREIÐSLUSTJÓRl: GUÐMUNDUR HAFSTEINSSON VEÐURSTOFU (SLANDS, REYKJAVÍK Úr ýmsum áttum Frá ritnefnd Eins og lesendur Veðursins hafa orðið varir við, hefur gengið á ýmsu með útgáfu tímaritsins undanfarin ár. Heftin hafa sjaldnast komið út á réttum tíma, og tvisvar hefur verið hlaupið yfir ár til að samræma það ártal, sem prentað er á heftin réttu tímatali. En lesendur hafa þó ekki þurft að bíða eins lengi eftir neinu hefti af Veðrinu eins og því, sem nú er nýútkomið. Þetta hefti telst vera síðara hefti ársins 1978, þó að það hafi ekki verið búið til prentunar fyrr en síðla árs 1981, þremur árum á eftir áætlun. Það er vonandi óþarfi að rita langt mál um ástæður þess, að svo illa hefur tekist til með útgáfuna. Þó verður að viðurkenna, að hér er að nokkru leyti um að kenna deyfð og drunga útgefenda ritsins, og sú staðreynd að það er fá- mennur hópur og störfum hlaðinn, sem að ritinu stendur, er tæplega full- nægjandi skýring. En hverju, sem um er að kenna, að ritið hefur verið nær dauða en lifi í nærri þrjú ár, er það ritnefnd nokkur ánægja að geta komið lesendum á óvart með nýju hefti, og við vonum að sú ánægja sé gagnkvæm. Að minnsta kosti hafa ófáir lesendur ýtt við útgefendum og hvatt þá til að halda áfram útgáfu Veðursins, og svo fór að á fundi veðurfræðinga fundust fjórir bjartsýnismenn er létu til leiðast að skipa ritnefnd og freista þess að vekja timaritið til lifsins á ný. Þetta hefti er fyrsta skrefið i þeirri viðleitni, og fyrir hönd útgefenda vil ég biðja lesendur velvirðingar á því, hve lengi það hefur dregist að þeir fengju þetta hefti i hendur. Um efni þessa heftis er það að segja, að hluti þess er nýritaður, en annað hefur legið hjá ritnefnd síðan síðasta hefti kom út. Þar hefur orðið einna verst úti aðalefni heftisins, grein þeirra John A. Kington og Sjafnar Kristjánsdóttur um gerð daglegra veðurkorta frá fyrri öldum. Við viljum hér með biðja þau afsökunar á því hve mjög það hefur dregist að birta greinina. VEÐRIÐ --- 39

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.